Feykir


Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 30

Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 30
30 15/2016 ensku. Auk þess er þetta fyrsta platan mín sem inniheldur ekki ljóð eftir Geirlaug Magnússon,“ segir Gísli þegar hann er spurður nánar út í plötuna. Í sérstöku uppáhaldi segir Gísli vera lagið Sumar, sem varð til síðastliðið haust. „Þá var eins og einskonar ritstífla hafi brostið og eilítill nýr tónn kviknað. Enn nýrri tónn kviknaði svo í desember og hefur verið að þróast síðan, en það eru lög sem eru hugsuð fyrir þarnæstu plötu. Annars þykir mér einna vænst um lögin Svo blindur og Hin eina sanna. En liggur meiri vinna á bakvið sum lög en önnur? -„Já, nema við Sigfús erum orðnir pínu sjóaðir í vinnu- ferlinu og ákváðum auk þess að hafa þessa plötu frekar lifandi og ekki mikið útsetta. E.t.v. er mesta vinnan fyrir mig sú hvernig lög þróast frá því að þau eru samin og þar til ég hitti Sigfús til að taka þau upp. Flest eru þau fullmótuð í huga mér, þó sumar útsetningar verði til í skapandi flæði okkar beggja. Að loknum upptökum gengur svo Fúsi frá hljóðblöndun og masteringu. Til gamans má nefna að lagið My Special Mine var reynt á íslensku og ég gerði nokkra texta og söng einn þeirra inn, en það vantaði mýktina sem var í upp- runalega textanum og vinnudemóinu þannig að við ákváðum að kýla á það á ensku, en þannig var það samið sumarið 2011.“ Aðspurður um hvað sé eftirminni- legast við gerð plötunnar svarar Gísli að það sé að hvaða leyti hún virðist að- gengilegri og auðveldari í vinnslu en hinar á undan. „Einnig að lag við ljóð Ingunnar Snædal, Komin til að vera, nóttin, lifnaði einhvern veginn við er við endurgerðum útsetninguna á því eftir áramót. Svo var lagið Sumar tekið upp þegar það var nýsamið en það hefur ekki verið algengt hjá mér til þessa.“ Upplifir í æskudrauminn Gísli Þór vinnur jafnframt að útgáfu nýrrar ljóðabókar sem hann áætlar að gefa út í haust og er að semja lög á þarnæstu plötu. „Ekki er víst að ég efni til tónleika í kjölfar útgáfunnar, en Contalgen Funeral mun engu að síður vera eitthvað viðloðandi næstu mán- uðina, en við hittumst núna aðra hverja helgi til að skoða og æfa nýtt efni.“ „Undanfarin tíu ár hefur verið gaman að fá innsýn í þann draum sem hefur fylgt mér síðan ég var barn, að hafa kost á því að gefa út bækur og diska og öðlast reynslu á því sviði. Á unglingsárunum kviknaði svo ljóðaáhuginn, en í haust eru tíu ár síðan mín fyrsta ljóðabók, Harmonikkublús kom út. Það getur verið að ég haldi upp á það afmæli með einhverjum hætti. Það kemur nánar í ljós í haust,“ segir Gísli að lokum. Gillon er fáanleg hjá Gísla í gegnum netfagnið thorgillon@ gmail.com. Einnig í Skagfirðingabúð, auk helstu tónlistarbúða syðra, Smekkleysu og 12 tónum. Ný hljómplata lítur dagsins ljós - Gillon eftir Gísla Þór Ólafsson Hljómurinn áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl Tónlistarmaðurinn Gillon, í daglegu lífi þekktur sem Gísli Þór Ólafsson, er að gefa út sína fjórðu plötu en líkt og tónlistarmaðurinn sjálfur ber platan heitið Gillon. „Þessi plata er poppaðri en tvær seinustu og e.t.v. meira í ætt við fyrstu plötuna Næturgárun. Til gamans má geta þess að umslag disksins prýðir ljósmynd af mér, en það er í fyrsta skiptið sem mynd af mér birtist á hljóm- afurð,“ sagði Gísli Þór í gaman- sömum tón þegar Feykir spurði hann að hvaða leyti platan sé frábrugðin fyrri útgáfum. Að sögn Gísla hófst vinnsla plötunnar um mánaðarmótin ágúst/september 2015 og var að mestu lokið í byrjun október. Hún var unnin með Sigfúsi Arnari Benedikts- syni og tekin upp í stúdíóinu hans, Stúdíó Benmen. „Platan var í salti frá október og út árið og svo endurskoðuð í byrjun nýs árs. Þá ákváðum við að breyta tveimur lögum á henni, lögum við ljóð Ingunnar Snædal, en hún á tvö ljóð á plötunni. Að MYND: HJALTI ÁRNA VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir öðru leyti eru lög og textar eftir mig og efnið samið á tímabilinu 2010-2015,“ útskýrir hann. „Hljómur er áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl. Þá er lag á ensku á plötunni sem heitir My Special Mine. Það er í fyrsta skiptið sem ég gef út lag á

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.