Feykir


Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 31

Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 31
15/2016 31 Jóhannes og Adda eru matgæðingar vikunnar Að elda handahófskennt Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur hugsað hlýlega til Feykis! Tilvitnun vikunnar Vandamálin eiga það til að stækka við að velta sér upp úr þeim. - Oddvitinn Sudoku „Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilrauna- mennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ segja Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreins- dóttir í Kollafossi í Miðfirði. „Gott er því að stunda svona skemmtilegheit með rétti sem fara ekki til spillis þó eitthvað mistakist. Eins og til dæmis vefjur, þar sem hægt er að hafa margt mismunandi í boði til að skella í þær. Áttu til popp? Jafnvel frá kvöldinu áður? Settu það í matvinnsluvélina og eitthvað annað skemmtilegt með. Kiwi? Avocado? Eitthvað sem þú myndir ekki venjulega setja saman. Smakkast það ekki nógu vel? Taktu eitthvað annað handahófskennt og bættu út í. Einhver skemmtileg krydd. Endurtaktu þangað til þetta smakkast annaðhvort óhóflega vel, eða ásættanlega. Ef þetta smakkast óhóflega vel, til hamingju, þú ert komin/n með MATGÆÐINGAR VIKUNNAR berglind@feykir.is nýja uppskrift. Smakkast þetta ásættanlega? Vel gert, þú getur sett þetta á listann þinn fyrir áframhaldandi tilraunastarfsemi. Óætt? Þá væri best að strika þessa áhugaverðu samblöndu hráefna af listanum þínum. Það skemmti- legasta er, að svona réttir bragðast sjaldnast nákvæmlega eins þegar maður reynir að endurskapa þá síðar.“ AÐALRÉTTUR Grænmetissúpa Þessi súpa breytir um lit eftir því hvaða grænmeti er til í ísskápnum hverju sinni og í hvaða hlutföllum það er, en bragðið er þó oftast á svipuðum nótum. Það má nota blöndu af fersku og frosnu grænmeti. 1 dós kókosmjólk 2-3 bollar grænmetiskraftur 2-3 msk kókosolía Eftirfarandi grænmeti endar oftast í súpunni: Laukur, hvítlaukur, sæt kartafla, gulrófa, spínat, gulrætur. Stöku sinnum: Grænkál, blómkál, brokkolí, sellerý, kartöflur. Aðferð: Skerið grænmetið fremur gróft og steikið í kókosolíunni við miðlungshita. Þegar það er farið að mýkjast er kókosmjólkinni hrært út í. Grænmetisteningarnir eru leystir upp í heitu vatni og bætt saman við. Ef frosið græn- meti er notað, þá er því einnig bætt út í og súpan síðan látin malla við vægan hita í a.m.k. 20 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið mjög mjúkt. Súpunni er skellt í blandara eða matvinnsluvél FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is og maukuð í örfáar sekúndur, eða eftir smekk. Ef súpan þykir of þykk, þá má bæta vatni út í. EFTIRRÉTTUR Döðlukaka Þessa uppskrift rákumst við á upprunalega á síðunni www. nordicfoodliving.com og heppn- ast hún alltaf svo vel að hér er hún í nánast óbreyttri mynd. Í kök- unni er hvorki viðbættur sykur né hveiti (þó flestir sem hafa smakkað hana eigi erfitt með að trúa því). 100g dökkt súkkulaði 150g döðlur 200g hnetur / möndlur (t.d. cashew hnetur, heslihnetur og möndlur) 2 bananar 2 egg 1 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk vanilluduft (má sleppa) Aðferð: Saxið súkkulaðið og 50g af hnetunum. Malið restina af hnetunum í matvinnsluvél þar til blandan er orðin að mjöli. Hrær- ið mjölinu saman við saxaða súkkulaðið og hneturnar í stórri skál. Blandið lyftidufti og salti saman við. Setjið banana, döðlur, egg og vanillu (ef notuð) í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er orðin mjúk og allt vel blandað saman. Setjið blönduna út í stóru skálina og hrærið öllu vel saman. Bakað í 20-25sm hringlaga formi (eða eldföstu móti) við 180°C í U.Þ.B. 25 mínútur. Berið kökuna fram volga með þeyttum rjóma eða ís. Kakan er einnig góð köld. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Ástu Sveinsdóttur á Fosshóli að koma með upp- skriftir að einhverju ljúfmeti. „Ég hef verið áskrifandi en er það ekki lengur.“ Hrefna Þórarinsdóttir „Já, ég hef verið áskrifandi.“ Hanna Eiríksson Feykir spyr... Ert þú eða hefur verið áskrifandi að Feyki? [SPURT Í SKAGFIRÐINGABÚÐ Á SAUÐÁRKRÓKI] UMSJÓN kristin@feykir.is „Ég er það ekki en hef verið áskrifandi.“ Jón Daníel Jónsson „Ég hef ekki verið áskrifandi en maðurinn minn keypti blaðið lengi.“ Sigurlaug Eiríksdóttir Jóhannes og Adda. MYND: ÚR EINKASAFNI Vissirðu að ... ... Mount Olympus Mons fjallið á Mars er þrisvar sinnum stærra en Everest? ... um eitt tonn af geimryki og öðru geimdrasli fellur til jarðar á hverjum degi? ... um það bil 40.000 Bandaríkjamenn slasa sig á klósettum árlega? ... algengasta nafnið í heiminum er Múhameð? „Ég hef verið áskrifandi í rúmlega ár.“ Agnar Búi Agnarsson

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.