Landshagir - 01.11.2014, Page 3
LANDSHAGIR 2018 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2018 3
Landshagir koma nú út í tuttugasta og
fjórða sinn með nýjum hagtölum um
flesta þætti íslensks samfélags. Ritið tekur
jafnan nokkrum breytingum frá ári til árs
eftir því sem efniviðurinn gefur tilefni til.
Bókin skiptist í 24 kafla og í því eru yfir 300
töflur, 50 gröf og fjöldi skýringarmynda
og ljósmynda. Aftast er atriðisorðaskrá
í stafrófsröð sem auðveldar notendum
leit í töflusafninu. Á síðustu árum hefur
verið lögð aukin áhersla á myndræna
framsetningu efnisins, auk þess sem
skýringar fylgja hverjum efniskafla. Sem
fyrr er efnið bæði á íslensku og ensku.
Opinberar hagskýrslur sýna þróun á
ýmsum sviðum yfir lengri tíma og stöðuna
hverju sinni til skemmri tíma. Þær má
nota til að meta árangur og bera saman
við önnur ríki. Þær gegna mikilvægu
hlutverki í allri þjóðmálaumræðu og við
stefnumörkun stjórnvalda og atvinnulífs.
Traustar hagskýrslur eru í raun forsenda
þess að reka flókin velferðarþjóðfélög og
markaðshagkerfi nútímans. Á síðustu árum
hafa erlendir aðilar orðið æ mikilvægari
notendur hagtalna frá Íslandi og kröfur
gerðar um gæði og tímanleika hagtalna.
Hagstofa Íslands 100 ára
Árið 2014 eru 100 ár frá því að Hagstofa
Íslands tók til starfa. Á þeim tímamótum
er hollt að líta til baka og fram á við. Í
fyrsta hefti Hagtíðinda Hagstofu Íslands,
sem gefið var út í janúar 1916, ritaði
Þorsteinn Þorsteinsson, sem var fyrsti
hagstofustjórinn, meðal annars:
Stundum hafa heyrst kvartanir um, að
hagskýrslur kæmu seint út, og verður
hagstofan að viðurkenna, að æskilegt
væri, að þær gætu komið fyrr út. En
bæði er það, að margt er það, sem tefur
fyrir útkomunni, sem engan veginn er á
valdi hagstofunnar, og ennfremur telur
hagstofan það fyrstu skyldu sína að reyna
að gera skýrslurnar svo úr garði, að þær
verði sem áreiðanlegastar og rjettastar
og sem aðgengilegastar til afnota, því
að rjettar skýrslur halda ætíð gildi sínu
hvað gamlar sem þær verða, en rangar
skýrslur og götóttar eru lítils eða einskis
virði, enda þótt þær séu glænýjar.
Segja má að þessi orð eigi jafn vel við í dag
og fyrir tæplega hundrað árum, enda þótt
gjörbylting hafi orðið í hagskýrslugerð
sem og á öðrum sviðum þjóðlífs á síðustu
hundrað árum. Gríðarlegar tækni-
framfarir með tilkomu tölvunnar og
miðlun um netið hefur gefið kost á að
flýta útgáfu hagtalna, en heimurinn
breytist jafn hratt og væntingarnar með.
Hagstofan hefur átt því láni að fagna
að almennur skilningur hefur verið á
nauðsyn hagskýrslugerðar, þótt aukinn
hraði og mikið magn upplýsinga og
Formáli
Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri