Landshagir - 01.11.2014, Síða 4
LANDSHAGIR 2018 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 20184
umfjöllunar virðist oft hafa í för með
sér að umræða hefur verið um mikilvæg
mál án þess að gætt hafi verið að stað-
reyndum eða traustum upplýsingum. Þó
hefur líklega aldrei verið jafn auðvelt og
nú að nálgast upplýsingar frá traustum
aðilum, bæði hér á landi og í útlöndum.
Stundum hefur gætt skilningsleysis á
því hvers vegna hagskýrslum er safnað
og að það krefst mikillar vinnu að gera
skýrslur þannig úr garði, að þær séu
sem áreiðanlegastar og réttastar.
Frumkvöðullinn Jón Sigurðsson
Hagskýrslugerð á sér lengri sögu en frá því
að Hagstofan tók til starfa fyrir hundrað
árum. Einn af forgöngumönnum um gerð
hagskýrslna var Jón Sigurðsson forseti. Í
formála að Skýrslum um landshagi á Íslandi,
sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út
árið 1858, sagði hann meðal annars:
Sá bóndi mundi harla ófróður þykja um
sinn eigin hag, og lítill búmaður, sem ekki
vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks,
eða kynni tölu á hversu margt hann ætti
gángandi fjár. En svo má og hver sá þykja
harla ófróður um landsins hag, sem ekki
þekkir nákvæmlega fólkstölu í landinu,
eða skiptingu hennar, eða tölu gángandi
fjár, eða sérhverja grein í atvinnu lands-
manna. Í fám orðum má segja, að sá sem
ekki þekkir ásigkomulag landsins, eða sem
vér köllum hagfræði þess, í öllum greinum
sem glöggvast og nákvæmlegast, hann
getur ekki með neinni greind talað um
landsins gagn og nauðsynjar; hann veit
ekkert, nema af ágizkun, hvort landinu
fer fram eða aptur; hann getur ekki dæmt
um neinar uppástúngur annarra í hinum
merkilegustu málum, né stúngið sjálfur
uppá neinu, nema eptir ágiskun; hann
getur ekki dæmt um neinar afleiðingar
viðburðanna, sem snerta landsins hag,
nema eptir ágizkun. En þessar ágizkanir
eru svo óvissar í alla staði, og svo
óáræðanlegar, að menn mega heita vaða í
villu og svíma fyrir þær, og það því heldur,
sem menn verða að beita þeim meira, það
er að segja: Því almennari sem hugsan
manna verður um landsins hag, og því
optar sem menn verða kallaðir til ráðu-
neytis um landsins almennu málefni.
Hagskýrslugerð í framtíðinni
Sé litið til framtíðar má að mestu búast við
sömu kröfum og sömu þróun og á síðustu
hundrað árum. Það er að gerðar verða
kröfur um fleiri og ýtarlegri hagskýrslur,
um gæði hagskýrslna, að þær komi út án
óþarfa tafa og gerðar verða kröfur um
að kostnaður við gerð þeirra lækki. Það
sem bætist við er að gerðar verða meiri
kröfur um vernd persónuupplýsinga og um
öryggi gagna. Einnig um að hagskýrslur
standist gæðavottun utanaðkomandi aðila.
Þá munu áhrif notenda á hagtölugerð
aukast, það er hvað er framleitt, svo og á
forgangsröðun verkefna. Loks munu fleiri
aðilar skipa sér í hóp hagtöluframleiðenda
og meira magn upplýsinga berast úr
ýmsum áttum frá ýmsum fyrirtækjum
og hagsmunaaðilum. Til að mæta því
er nauðsynlegt að notendur geti áttað
Síðasti vinnudagur Klemensar Tryggvasonar (1914–1997) hag-
stofustjóra 31. desember 1984. Frá vinstri: Klemens Tryggvason,
Matthí as Á. Mathiesen, ráðherra Hagstofu, Hallgrímur Snorra-
son, sem tók við af Klemensi. Ljósmynd: Gunnar G. Vigfússon.