Landshagir - 01.11.2014, Page 29
29
Hagstofan vinnur ýtarleg gögn um mann-
fjöldann og breytingar hans í samræmi
við íbúaskrá Þjóðskrár Íslands 1. janúar
ár hvert. Hagstofan birtir einnig tölur um
mannfjöldann miðað við 1. desember og
bráðabirgðatölur fyrir hvern ársfjórðung.
Þá birtir Hagstofan tölur um breytingar
mannfjöldans, fjölda fæddra og dáinna,
um hjónavígslur og skilnaði, um
búferlaflutninga, ríkisfangs- og trúfélags-
breytingar, auk ættleiðinga.
Íbúum landsins fjölgar um 1,2%
Hinn 1. janúar 2014 voru landsmenn
325.671 og hafði fjölgað um 3.814 frá sama
tíma árið 2013. Þetta jafngildir fjölgun
landsmanna um 1,2%. Konum og körlum
fjölgaði sambærilega á árinu og voru karlar
1.065 fleiri en konur 1. janúar 2014.
Mikil fólksfjölgun var á höfuðborgar-
svæðinu en þar voru íbúar 3.077 fleiri
1. janúar 2014 en ári fyrr. Það jafngildir
1,5% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallslega
varð fólksfjölgunin hins vegar mest á
Suðurnesjum þar sem fjölgaði um 1,7% eða
354 frá síðasta ári. Fólki fjölgaði einnig á
Suðurlandi, um 253 einstaklinga (1,1%),
og um 90 (0,7%) á Austurlandi. Minni
fólksfjölgun var á Vesturlandi (0,4%) og
Norðurlandi eystra (0,2%). Fólksfækkun
var á tveimur landsvæðum, Vestfjörðum,
þar sem fækkaði um 59 manns (0,8%) og á
Norðurlandi vestra, en þar fækkaði um 26
(0,4%).
Framfærsluhlutfall
Framfærsluhlutfall var 68,4% í
ársbyrjun 2014 en var 68,6% ári áður.
Framfærsluhlutfall er hlutfall ungs fólks
(19 ára og yngra) og eldra fólks (65 ára og
eldra) af fólki á vinnualdri (20–64 ára).
Lækkun þessa hlutfalls stafar einkum af
því að fólki á vinnualdri fækkar.
Kjarnafjölskyldur voru 78.780 þann 1.
janúar 2014 en 78.168 ári áður. Hinn
1. janúar voru 4.160 einstaklingar í
hjónabandi sem ekki voru samvistum við
maka. Hér er um að ræða einstaklinga
sem skilið hafa að borði og sæng, svo og
hjónabönd þar sem annar makinn hefur
flutt lögheimili sitt til útlanda.
1MannfjöldiPopulation
Menningarnótt í Reykjavík
© Eggert Jóhannesson