Landshagir - 01.11.2014, Page 283
283
Tölur um þjóðhagsreikninga sýna yfirlit
yfir efnahagsstarfsemina í þjóðar-
búskapnum og einstaka þætti hennar. Ekki
er um að ræða bókhald í þeim skilningi að
öll viðskipti séu skráð, heldur er athyglinni
beint að nokkrum meginhugtökum. Má
þar nefna landsframleiðslu, einkaneyslu,
samneyslu, fjármunamyndun, viðskipta-
jöfnuð, launagreiðslur og rekstrarafgang
fyrirtækja.
Landsframleiðsla sýnir þau verðmæti
sem verða til sem niðurstaða af efnahags-
starfseminni og ætluð eru til endanlegra
nota. Unnt er að meta þessi verðmæti með
tvennum hætti, annars vegar þegar eða
þar sem þeim er ráðstafað, hins vegar þar
sem þau myndast. Er því ýmist talað um
ráðstöfunaruppgjör eða framleiðsluupp-
gjör. Ráðstöfunaruppgjörið sýnir skiptingu
landsframleiðslunnar í einkaneyslu,
samneyslu, fjármunamyndun og utanríkis-
verslun. Framleiðsluuppgjörið sýnir aftur
á móti í hvaða atvinnugreinum landsfram-
leiðslan myndast.
Þjóðhagsreikningakerfi
Við gerð þjóðhagsreikninga á Íslandi,
eins og hjá flestum, ef ekki öllum þjóðum
heims, er fylgt þjóðhagsreikningakerfi
Sameinuðu þjóðanna (SNA), en
Evrópusambandið og ríki EES fylgja
evrópskri útgáfu þess (ESA). Lýsingu á
aðferðum við gerð íslenskra þjóðhags-
reikninga má finna í Gross National
Income Inventory (ESA) 2008.
Opinberar tölur um árlega þjóðhags-
reikninga ná aftur til ársins 1945, en
nokkrir háskólamenn hafa komið að gerð
sögulegra þjóðhagsreikninga og ná þær
tímaraðir aftur til ársins 1870. Á árinu
2000 hófst gerð ársfjórðungslegra þjóð-
hagsreikninga og frá 1. ársfjórðungi 2006
hefur árstíðaleiðréttingu einnig verið beitt
við gerð þeirra. Í báðum tilvikum ná þessir
reikningar aftur til ársins 1997.
Frá og með september 2014 hafa
þjóðhags reikningar verið gerðir sam-
kvæmt nýju þjóðhagsreikningakerfi
Evrópusambandsins, ESA 2010. Samfelldar
tímaraðir miðað við það kerfi ná aftur til
ársins 1997. Fyrir þann tíma voru íslenskir
þjóðhagsreikningar færðir samkvæmt þjóð-
hagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna,
SNA93 og ESA95.
Nýr staðall, ESA 2010, var tekinn
upp í ríkjum EES í september 2014.
Staðalbreytingin er gerð til að endurspegla
13ÞjóðhagsreikningarNational accounts
Stjórnarráðið
© Sverrir Vilhelmsson