Landshagir - 01.12.2015, Blaðsíða 184
Menntun
LANDSHAGIR 2015 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2015
8
182
Færri stúdentar en skólaárið 2011–2012
Alls útskrifuðust 3.463 stúdentar úr 35
skólum skólaárið 2012-2013; 136 færri
en skólaárið á undan (-3,8%). Skólaárið
2011–2012 var metár og eingöngu það ár
hafa fleiri stúdentar útskrifast en skóla-
árið 2012–2013. Hlutfall stúdenta af
fjölda tvítugra lækkaði einnig frá fyrra
ári, úr 74,7% í 71,2%. Konur voru 58,9%
nýstúdenta. Brautskráðum með stúdents-
próf að loknu starfsnámi hefur fjölgað ár
frá ári undanfarin ár og voru 701 skólaárið
2012–2013.
Leikskólabörn og starfsmenn aldrei fleiri
Starfsfólk í leikskólum á Íslandi hefur
aldrei verið fleira en í desember 2014. Þá
störfuðu 6.019 manns í 5.289 stöðugildum,
3,3% fleiri en árið áður. Á sama tíma sóttu
19.938 börn leikskóla á Íslandi og hafa
aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum fjölgaði
um 225 frá desember 2013, eða um 1,1%.
Eins árs börnum fjölgaði mest, úr 34,0% í
41,2% af árganginum. Tæplega 86% barna á
aldrinum 1–5 ára voru skráð í leikskóla og
hefur það hlutfall ekki verið hærra.
Fleiri konur skólastjórar í grunnskólum
Haustið 2014 voru 108 konur starfandi
skólastjórar í grunnskólum á Íslandi en
voru 68 haustið 1998. Á sama tíma fækkaði
körlum í skólastjórastétt um 62 og voru 63
haustið 2014.
Haustið 2014 starfaði 901 karl við kennslu
í grunnskólum landsins, 18,7% starfs-
fólks við kennslu. Körlum hefur farið hægt
fækkandi meðal kennara frá 1998, þegar
karlar voru 26,0% kennara. Á sama tíma
hefur konum við kennslu fjölgað og voru
3.911 haustið 2014.
Statistics Iceland collects annual data on
students, staff and school operation in
pre-primary schools, compulsory schools,
upper secondary schools, colleges and
universities. In most cases the data are
collected directly from the schools.
In 1997 Statistics Iceland began a data
collection on pre-primary schools and
compulsory schools. Statistics on upper
secondary and tertiary level are avail-
able from 1975 and since 1995 data have
also been gathered on graduates in upper
secondary and tertiary level education. In
1998 the collection of data on the person-
nel and operation of upper secondary
schools, colleges and universities was
started.
Fewer graduates in school year 2012–2013
There were fewer graduates from schools in
Iceland in 2012–2013 than in the previous
school year, both at the upper secondary
and at the tertiary levels of education. The
number of graduates at the tertiary level
decreased for the second consecutive year,
this year by 78 (-1.9%) from the previous
year. The number of graduates at the upper
secondary level decreased by 238 from the
previous year, by 3.9%.
More Ph.D. graduates than ever before
There were 56 Ph.D. graduates during
the 2012–2013 school year, 29 males and
27 females, 15 more than in the previous
school year (36.6%). Never before have
more students graduated with a Ph.D.