Landshagir - 01.12.2015, Blaðsíða 259
257
11ÞjóðhagsreikningarNational accounts
Stjórnarráðið
© Sverrir Vilhelmsson
Tölur um þjóðhagsreikninga sýna yfirlit
yfir efnahagsstarfsemina í þjóðar-
búskapnum og einstaka þætti hennar. Ekki
er um að ræða bókhald í þeim skilningi að
öll viðskipti séu skráð, heldur er athyglinni
beint að nokkrum meginhugtökum. Má
þar nefna landsframleiðslu, einkaneyslu,
samneyslu, fjármunamyndun, viðskipta-
jöfnuð, launagreiðslur og rekstrarafgang
fyrirtækja.
Landsframleiðsla sýnir þau verðmæti
sem verða til sem niðurstaða af efnahags-
starfseminni og ætluð eru til endanlegra
nota. Unnt er að meta þessi verðmæti
með tvennum hætti, annars vegar þegar
eða þar sem þeim er ráðstafað, hins vegar
þar sem þau myndast. Er því ýmist talað
um ráðstöfunaruppgjör eða framleiðslu-
uppgjör. Ráðstöfunaruppgjörið sýnir
skiptingu landsframleiðslunnar í einka-
neyslu, samneyslu, fjármunamyndun,
birgðabreytingar og utanríkisverslun.
Framleiðsluuppgjörið sýnir aftur á móti í
hvaða atvinnugreinum landsframleiðslan
myndast.
Hagvöxtur 1,8% árið 2014
Landsframleiðsla jókst að raungildi um
1,8% á árinu 2014 samkvæmt endurmati
á niðurstöðum þjóðhagsreikninga. Neysla
og fjárfesting dró hagvöxtinn áfram en
þjóðarútgjöld jukust um 5,2% á föstu
verðlagi.
Einkaneysla jókst um 3,1%
Einkaneysla jókst um 3,1%, samneysla um
1,8% og aukning fjárfestingar nam 15,4%
mælt á föstu verðlagi. Útflutningur jókst
um 3,1% á sama tíma og innflutningur jókst
um 9,8% þannig að þótt verulegur afgangur
yrði af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu
ári, eða 124,5 milljarðar króna, þá dró utan-
ríkisverslun úr hagvexti.
Vöxtur fjárfestinga hefur ekki verið meiri
frá árinu 2006, en hún jókst árið 2014 um
15,4%, þar af var aukning íbúðafjárfestingar
14,8% og fjárfesting atvinnuveganna 16,3%.
Halli á launa- og fjáreignatekjum frá
útlöndum var fremur lítill, annað árið í
röð, samkvæmt niðurstöðum Seðlabanka.