Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Qupperneq 5
Forystugrein
Samstarf sambandsins
og meistaranema
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað á fundi sínum í júlí 2015, að veita árlega allt að
750 þ.kr. til allt að þriggja meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði sveitarstjórnar-
mála, í tilefni af 70 ára afmæli sambandsins 2015. Hver styrkur er að fjárhæð 250 þ.kr. Styrkirnir
koma af fjárveitingu á sérstökum lið í árlegri fjárhagsáætlun sambandsins 2016–2018 og skulu
verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða í stefnumörkun
sambandsins 2014–2018. Umsækjendur skulu leggja stund á meistaranám við viðurkenndan
háskóla. Á hverju ári tilgreinir sambandið þá stefnumörkunarþætti sem leggja ber áherslu á, að
fjallað verði um í þeim lokaverkefnum sem sótt er um styrki til.
Þessi stuðningur gefur meistaranemum tækifæri á að efla vitund þeirra og áhuga á starfsemi
sveitarfélaga, sambandsins og sveitarstjórnarstigsins. Tengsl sambandsins og háskólasamfélags-
ins munu að öllum líkindum eflast og jákvæð ímynd sambandsins styrkjast á þeim vettvangi
sem telja verður mjög eftirsóknarverða þróun. Ávinningur viðkomandi meistaranema er að sjálf-
sögðu fjárstyrkurinn sem slíkur, auk þess sem tengsl þeirra við stjórnendur og sérfræðinga sam-
bandsins og sveitarfélögin verða mjög sterk á meðan á verkefnum stendur og vonandi einnig
eftir að þeim lýkur.
Árlega verður auglýst eftir styrkumsóknum í öllum háskólum landsins. Framkvæmdastjóri
sambandsins, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins og sviðsstjóri þróunar- og
alþjóðasviðs sambandsins raða umsóknum í forgangsröð og leggja fyrir stjórn sambandsins sem
tekur ákvörðun um styrkveitingu.
Við mat á umsóknum skal, auk þess að líta til tengsla við stefnumörkun sambandsins 2014–
2018, greina nýnæmi verkefnis og hvort að til staðar séu möguleikar á hagnýtingu þess við
framkvæmd stefnumörkunar sambandsins, sem og gæði umsókna og hæfni umsækjenda.
Á fundi stjórnar sambandsins í febrúar sl. voru samþykktar þrjár styrkumsóknir. Þeir meist-
aranemar sem nú fengu styrk stunda nám við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Í einu rit-
gerðarverkefninu verður fjallað um þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn með sértækar þarfir
og þau gráu svæði sem oft myndast þegar þessir tveir opinberu aðilar veita sömu hópum þjón-
ustu. Í annarri ritgerðinni er fjallað um þjónandi forystu og sjálfstæði í starfi starfsmanna í
stjórnsýslu sveitarfélaga. Í þriðja verkefninu verður gerð úttekt á vefjum sveitarfélaga og leitast
verður við að greina það sem er mikilvægast til að veita íbúum góðan aðgang að upplýsingum
og þjónustu sveitarfélaga.
Við hjá sambandinu erum virkilega stolt af því að geta styrkt öfluga námsmenn í þeirra
mikilvægu viðfangsefnum. Þetta verkefni sambandsins fer vel af stað að og vonandi verður
afraksturinn á þann veg að allir njóti góðs af til skemmri og lengri tíma.
Karl Björnsson,
framkvæmdastjóri
Vantar þig dælu? Við höfum úrvalið
Stórar dælur - Litlar dælur
Góðar dælur - Öruggar dælur
Gæði - Öryggi - Þjónusta
Danfoss hf • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is