Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Blaðsíða 11
11
Dagur telur fullkomlega eðlilegt að
sveitarfélögin fá gistináttagjald – gjald sem
greitt er af hverri nótt sem gist er á gististað.
Þetta er nákvæmlega eins og víðast hvar
erlendis þar sem fólk greiðir svokallaðan
„City tax“ ofan á gistiverðið. Með því væri
hægt að tryggja sveitarfélögunum aukna
möguleika til þess að standa undir því álagi
sem mikil fjölgun ferðamanna skapar.“
Engin þversögn
í uppbyggingu og velferð
Dagur segir að skilningur á þessum málum sé
að aukast og mikilvægt að ferðaþjónusta taki
sem atvinnugrein undir þessar ábendingar.
„Ég tel mikilvægt að íbúar í sveitarfélögum
þurfi ekki að horfa upp á að takmarkað
skattfé sé ekki notað til þess að sinna
umhirðu og öðru sem tengist ferðaþjónustu
með beinum hætti. Ef þessu verður ekki
breytt geta þessi verkefni farið að keppa með
beinum hætti við þá fjármuni sem fara til
skólahalds eða þjónustu við fatlaða og eldri
borgara sem þarf að standa vel að.“
Dagur kveðst ekki sjá neina þversögn í því
að vera borg þar sem mikil uppbygging á sér
stað og að vera velferðarborg. „Við verðum
að muna að öflugt atvinnulíf og tekjur sem
það skapar borginni er grundvöllur þess að
reka góða skóla og öflugt velferðarkerfi sem
við viljum hafa.“
Dagur bendir á að Reykjavíkurborg sé
hlutfallslega með þyngra velferðarkerfi en
nágrannasveitarfélögin. „Við erum með
um talsvert hærri hlutfallsleg útgjöld vegna
velferðarmála en nokkurt annað sveitarfé-
lag. Hluti skýringarinnar er auðvitað sú stefna
sem mörkuð hefur verið í velferðarmálum
í borginnar – að við séum velferðarsam-
félag.“
Erum stolt af hafnarsvæðinu
„Nú er einnig verið að byggja hafnarstarf-
semina upp. Að undanförnu hafa margir
þrýst á bygginu íbúða og gistiaðstöðu á
svæði gömlu hafnarinnar en við höfum stað-
ið gegn því og sagt að við viljum efla hafn-
sækna starfsemi,“ segir Dagur. „Við höfum
einnig verið að leggja áherslu á menningu.
Það tengist hugmyndum um skapandi grein-
ar og skapar möguleika fyrir fólk, hvort sem
það starfar hér á landi eða erlendis eða jafn-
vel á fleiri en einum stað. Ef fólk þarf meiri
þjónustu á þessu sviði þá leitar það til höfuð-
borgarinnar. Við getum horft til Kaupmanna-
hafnar í því sambandi þar sem blönduð
byggð hafnarstarfsemi og aðstöðu fyrir skap-
andi greinar hefur verið að þróast. Við erum
ákaflega stolt af hafnarsvæðinu og leggjum
áherslu á að það fái að njóta sín sem slíkt.
Eins og ég sagði í upphafi verðum við að
standa saman um spennandi atvinnufyrirtæki
og möguleika til afþreyingar,“ segir Dagur B.
Eggertsson.
Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2550 • info@hafnarbakki.is • www.hafnarbakki.is
Fjögurra salerna kerra frá Danfo.
Salernishús „Octagon“ frá Danfo.Grunnteikning af 10 feta Schafy salernishúsi.
10 feta salernishús frá Schafy.
Bjóðum salernis- og snyrtieiningar í ýmsum stærðum og
útfærslum, með eða án baðaðstöðu.
Þetta er tilvalin lausn þar sem þörf er á slíkri aðstöðu í
lengri eða skemmri tíma.
Aðilar í byggingariðnaði og verktakar eru sérstaklega
ánægðir með þessar lausnir.
Sveitarfélög og ferðaþjónustufyrirtæki nýta þau í ýmsum
tilgangi, á torgum, tjaldsvæðum og öðrum útivistar-
svæðum.
Ýmsar gerðir salerna
Hafið samband við ráðgjafa okkar í síma 535 2550
og fáið allar nánari upplýsingar.
43
0.
07
8/
03
.1
6
„Tekjurnar voru ekki að fylgja þeim auknu
útgjöldum sem samningarnir leiddu til, hvorki
hjá Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum.“