Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 7
7 „Við erum sammála um að það er mikil- vægt að þjálfa þessa þætti í brothættum byggðum en verið er að skoða hvort ekki megi nýta reynsluna af verkefninu til að efla enn frekar bæði verkefnisstjóra og frum- kvöðla í samfélögunum. Við þurfum að vera skapandi og koma auga á tækifæri sem meðal annars gætu falist í sérstöðu hvers byggðarlags,“ segir Kristján. Verkefnið er lærdómsferli „Við erum bjartsýn á að ná að halda áfram að þróa verkefnið, en ekki er hægt að vinna samtímis með öllum samfélögunum sem þurfa á aðstoð að halda. Það er pólitískur vilji og skilningur á mikilvægi þessa verkefnis. Verkefnið er lærdómsferli og við teljum að það geti jafnvel verið betra fyrir samfélög að koma síðar að því, þegar við höfum náð að samþætta og þróa betur aðkomu ólíkra hags- munaaðila s.s. stjórnvalda, íbúa og stoðkerfis- ins í landshlutanum,“ segja Kristján og Sigríður. Áskoranir og árangur af verkefninu Aðspurð um þær áskoranir sem Brothættar byggðir standa frammi fyrir þá eru þau sam- mála um að hækkandi meðalaldur íbúa sé helsta áhyggjuefnið, unga fólkið fari og snúi ekki aftur. „Oft hafa undirstöður atvinnulífs- ins brotnað, t.d. þegar kvótinn var seldur úr byggðarlagi. Þegar samfélög reiða sig á eitt stórt fyrirtæki þá er voðinn vís ef fyrirtæki ákveða að leggja niður starfsemi eða flytja sig. Oft er erfitt að kaupa húsnæði þar sem engin hús eru byggð vegna aðstæðna á fast- eignamarkaði og þá er jafnframt erfitt að fá leiguhúsnæði,“ segja Kristján og Sigríður. Meiri bjartsýni á meðal íbúa - Hvaða árangri hefur verkefnið skilað? „Okkur finnst meiri bjartsýni meðal íbúa, ekki saman að jafna andrúmsloftinu sem var á fyrsta íbúafundinum 2012 og á þeim sem var haldinn í október 2015. Þessa breytingu má bæði skýra með auknu sjálfstrausti og einnig út frá auknum stuðningi stjórnvalda t.d. í formi byggðakvóta sem var innspýting fyrir atvinnulífið á Raufarhöfn,“ segja Kristján og Sigríður. Sjá má upptöku af viðtalinu á ensku á heimasíðunni www.hvunndagshetjur.is. AFLANN Í ÖRUGGA HÖFN! Fiskmarkaðir FMIS í Reykjavík og á Akranesi eru afar álitlegir kostir fyrir alla sem stunda sjósókn, hvort sem um ræðir smærri báta eða togara. Aðstaðan er nýupp- gerð og öll hin glæsilegasta. Stutt í alla þjónustu Varahlutir í skip Slippur Veiðarfærasala Höfuðstöðvar helstu viðskiptafyrirtækja Heilsugæsla / Landsspítali Afþreying Góð viðlega, löndunarkranar, rafmagn og vatn Aflinn og áhöfnin eru í öruggum höndum hjá FMIS í Reykjavík og á Akranesi, kynntu þér kostina á www.fmis.is FMIS FMIS Stigagjöfin hengd upp á Raufarhöfn.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.