Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 8
8 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hlutverk Reykjavíkur sé að standa sig í samkeppni við aðrar borgir og ekki síst þegar yngri kynslóðirnar eiga í hlut. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar og aðrir landsmenn standi saman í þessu verkefni þar sem er býsna mikill slagur. Við verðum að standa saman um mikil- vægi þess að borgin vaxi og dafni. Að þar séu öflug fyrirtæki og greidd góð laun. Við verðum að standa saman um spennandi atvinnufyrirtæki og einnig möguleika til afþreyinga Það viljum við gera bæði með því að standa vörð um það sem er gott en einnig með því að hleypa af stað uppbyggingu í borginni.“ - Hver er leiðin að þessu fróma markmiði? Dagur segir að á undanförnum árum hafi Reykvíkingar og aðrir landsmenn verið að koma út úr tímum sem einkenndust af þrengingum og kreppu en nú sé að verða góður viðsnúningur. En um leið séum við stödd þar sem Reykjavíkurborg sé að draga vagninn í hagvexti í þjóðfélaginu. „Við erum ef til vill að stefna á mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Þetta reynir vissulega á okkur.“ Hann segir að huga þurfi vel að skipulagi og tryggja að uppbyggingin verði á réttum stöðum en um leið skipti máli að muna eftir því að nú er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sem svara þurfi betur en hægt var að gera á árun- um eftir bankahrunið. „Þetta snýr bæði að tegundum og stærð- um íbúða og einnig að því stóra verkefni að tryggja öllum húsnæði. „Það verkefni er og verður áfram áskorun. Þess vegna leggjum við svo mikla áherslu á húsnæðismálin og þær fjölbreyttu þarfir sem þau fela í sér. Við getum ekki skipulagt borg fyrir einn hóp eða einsleita íbúaþróun heldur verðum við að horfa á allan skalann og þá fjölbreytni sem býr í borginni. Henni þarf að mæta með margbreytilegum valkostum og framboði af húsnæði. Fólk kýs að kaupa sér húsnæði, aðrir vilja festa sér búseturétt og enn aðrir vera á leigumarkaði. Öll þessi flóra þarf því að vera til.“ Reykjavík verður að standa sig í samkeppninni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Reykjavíkurborg Það er margt að gerast á hafnarsvæði Reykjavíkur. Þessi skemmtilega mynd var tekin þegar undirritaður var samningur á milli HB Granda og Reykjavíkurborgar um leigu á svokölluðu Marshallhúsi í Örfirisey til borgarinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.