Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 18
18 Garðabær er 40 ára á þessu ári. Bæjar- félagið fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar árið 1976 en hét áður Garðahreppur. Um miðjan sjötta áratuginn fór að myndast byggð meðfram Hafnarfjarðar- veginum en fyrir þá tíð var einungis um strjála byggð að ræða. Nafngiftin var nokkuð umdeild því á þeim tíma báru sveitarfélög með kaupstaðarréttindi jafnan endinguna kaupstaður í nafni sínu og gera sum þeirra það enn. Ýmsa fýsti að vekja nafnið Garðakaupstaður til lífs og skrifaði Einar Ingimundarson, þá sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, í bréfi til bæjarstjórnar hins nýstofnaða bæjarfélags að hann myndi aðeins nota nafnið Garðakaupstaður við embætti sitt. Frá fornu fari náði Álftaneshreppur yfir allt landsvæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar, þ.m.t. Álftanes. Álftaneshreppi var skipt í tvennt árið 1878 og urðu þá til tveir hreppar, Garðahreppur og Bessastaðahreppur. Tveim- ur árum áður höfðu 49 íbúar við Hafnarfjörð ritað bréf til hreppsnefndar þar sem þess var farið á leit að þéttbýlið, sem þar hafði mynd- ast, fengi kaupstaðarréttindi. Hreppsnefnd tók vel í erindið og sam- þykkti að skipta hreppnum í þrennt, í Álfta- Garðabær 40 ára ... Fyrsta byggðin varð til fyrir um 60 árum Garðabær Byggingakrani yfir miðbæ Garðabæjar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.