Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Side 19
19 neshrepp, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Til þess þurfti þó samþykki yfirvalda landsins sem ekki fékkst þegar til kastanna kom. Féll þéttbýlið við Hafnarfjörð því undir undir hinn nýja Garðahrepp. Íbúar við Hafnarfjörð gáf- ust ekki upp og voru lög um kaupstaðar- réttindi til handa Hafnfirðingum samþykkt á Alþingi árið 1907 og tóku gildi 1. júní 1908. Í janúar 2013 urðu aftur tímamót í sögu Garðabæjar en þá sameinuðust hrepparnir gömlu og grannarnir góðu, aftur formlega í eitt sveitarfélag Garðahreppur og Bessastaða- hreppur, þá sem Garðabær og Álftanes. Alþingi fljótt til verka Á árinu 1974 kom það fyrst til tals innan hreppsnefndar Garðahrepps að sækja um kaupstaðarréttindi. Garðahreppur var á þess- um tíma langstærsti hreppur landsins, með um 4.000 íbúa og í örum vexti. Umsókn hreppsnefndar hlaut skjóta afgreiðslu á Alþingi og voru lög, sem kváðu á um að Garðahreppur skyldi öðlast kaupstaðarrétt- indi, samþykkt þann 12. desember 1975 og tóku gildi 1. janúar 1976 en þann 17. júní 2004 var nafni Bessastaðahrepps breytt í Sveitarfélagið Álftanes. Skifstofan í kompu og án síma Fyrstu sveitarstjórar Garðahrepps og síðar Garðabæjar voru Þórður Reykdal og Ólafur G. Einarsson er síðar varð alþingismaður og ráðherra. Öll aðstaða var ólík því sem fólk á að venjast í dag. Fyrsta hreppsskrifstofan var í litlu herbergi í barnaskólanum. Þar var engin sími og þurftu sveitarstjórarnir að fara í her- bergi húsvarðarns sem var í kjallara skólans ef þeir þurftu að hringja. Nokkrum árum síðar eða 1961 var hrepps- skrifstofan flutt í hús sem gekk undir nafninu Strýtan og var við Goðatún og sex árum síðar var aftur flutt og þá í hluta hússins Sveina- tungu. Hreppurinn eignaðist síðar alla Sveina- tungu og voru hrepps- og síðar bæjarskrif- stofurnar þar í hartnær 30 ár þótt hluti starf- seminnar hafi með árunum færst yfir í önnur hús í bænum. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Séð yfir Garðabæ. Vífilsstaðavegurinn liggur til austurs. Miðbær Garðabæjar er á vinstri hönd en Hofsstaðabraut á þá hægri.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.