Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 8
8 eingöngu vera fyrirtækin í landinu sem þurfi að beygja sig undir margvíslegt eftirlit sem hafi í för með sér mikinn kostnað. Á ýmsum sviðum þurfi sveitarfélögin líka að sæta marg- þættu eftirliti. Sem dæmi um stóraukinn eft- irlitskostnað nefndi hún kostnað við eftirlit með leikvöllum sem hafi margfaldast á árun- um 2013 til 2014. Hún sagði að stundum sæjust eftirlitsmenn ekki á svæðinu en sendu engu að síður reikninga í samræmi við það sem héti lögbundið eftirlit. Krafa sem komin er til að vera Ásta kom að nýjasta atvinnuvegi landsmanna, ferðaþjónustunni, í erindi sínu. Hún sagði að vissulega skapaði ferðaþjónustan tekjur en þær rynnu ef til vill ekki nægilega til sveitarfé- laga í samanburði við þann kostnað sem þau verði fyrir og muni þurfa að taka á sig. Hún vitnaði til frétta um að yfir helmingi þeirra verkefna sem fengið hafa fjármagn úr Framkvæmdasjóði ferðamála sé ólokið og vinna við mörg þeirra jafnvel ekki hafin. Ráðherra ferðamála hafi skýrt þetta með seinagangi og skipulagsleysi. Ásta sagði að uppbygging ferðamannastaða væri brýnt verkefni hvar sem á væri litið. Hún vitnaði til viðtals sem RÚV átti við Svein K. Rúnarsson, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, á liðnum vetri þar sem hann sagði að marka þurfi heildar- stefnu í öryggisgæslu á ferðamannastöðum. Ásta benti á að margt væri enn óunnið varð- andi ferðaþjónustuna og þar skipti aðkoma ríkisins og kostnaðarskiptingin miklu fyrir sveitarfélögin. Krafa um þjónustu við ferða- menn sé komin til að vera. Dekkjakurl og íþróttakröfur Ásta benti á að eitt af því sem sprottið hafi upp nú nýverið sé umræðan um dekkjakurlið sem notað hefur verið í ofanálag á íþróttavelli en væri talið ónothæft af heilsufarsástæðum. Sjálfsagt sé að verða við þessu eftir því sem unnt er. Að skipta um yfirlag á mörgum íþróttavöllum hafi hins vegar mikinn kostnað í för með sér og því sé nauðsynlegt að vinna málið þannig að hætta alfarið að nota dekkjakurl á nýja velli eða við endurgerð. Önnur endurnýjun verði að fara fram í áföng- um. Hún sagði að kostnaðartölur vegna skipt- ingar væru mjög varlega áætlaðar. Þó væri það ekki aðeins dekkjakurlið sem skapaði kostnað fyrir sveitarfélögin. Kröfur íþrótta- hreyfingarinnar væru oft miklar og sýndi hún sérstaklega dæmi um það þegar þáverandi formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, Geir Kristinn Aðalsteinsson, sagði í frétt í Morgunblaðinu fásinnu að byggja þak yfir stúkuna við Þórsvöllinn á Akureyri. Ásta ræddi einnig um íþróttastyrki og sýndi á línuriti stórkostlega hækkun þeirra á 12 ára tímabili, frá 2002 til 2014, út tæpum tveimur milljörðum króna í nær átta milljarða. Snjómokstur og grassláttur Snjómokstur og hálkuvarnir eru meðal þess sem Ásta nefndi og tengist þróun útgjalda sveitarfélaga. Veðurfar eigi þar vissulega mik- inn hlut að máli og mildir vetur geti dregið verulega úr kostnaði. Á hinn bóginn hafi kröfur íbúa um greiða færð þegar snjóar vaxið verulega á undanförnum árum. Einnig séu nú bornar fram kröfur um bætta um- hirðu. Fólk sætti sig ekki við lélegan umgang í landi sveitarfélaganna, einkum innan þétt- býlis bæjanna og sýni umræður um hluti á borð við grasslátt og gatnaþvott á hvern hátt umræðan hefur þróast. Kostnaður vegna uppeldismála og þjónusta við skólabörn Ásta benti á að kostnaður vegna uppeldis- mála færi vaxandi. Þar væri ekki aðeins um kostnað við rekstur leik- og grunnskóla að ræða heldur einnig ýmsa þjónustu sem sveitarfélögin veittu í vaxandi mæli. Hún ræddi meðal annars um heimgreiðslur vegna barna, þingsályktunartillögu nokkurra þing- manna um gjaldfrjálsan leikskóla og skólamat í því sambandi. Hún sýndi línurit yfir þróun útgjalda í fræðslumálum sem sýnir mikla hækkun frá árinu 2002 til ársins 2014. Munar þar mestu um laun en annar rekstrarkostnað- ur hefur fylgt hlutfallslega nokkuð fast á efir. Launakostnaður hefur t.d. farið úr um 30 m. kr. á árinu 2004 í um 70 m.kr. á árinu 2014. Bótaréttur, sérfræðiþjónusta og grunnnám í framhaldsskólum Atvinnumál tengjast sveitarfélögunum á ýms- an hátt. Þar hefur stytting bótatíma og fjöldi atvinnuleitenda án bótaréttar áhrif og einnig námsmenn sem standa á milli anna í námi. Ásta nefndi einnig málefni barna utan skóla. Börn með þörf fyrir sérfræðiþjónustu, börn greind með ADHD þar sem ríkið hafi dregið saman þjónustu og kostnað við nám grunn- skólanema í framhaldsskólum og spurði hvort að skapast væri hefð í skólamálum að því leyti. Ásta kom mun víðar við í erindi sínu. Þó má segja að megininntak erindis hennar um þróun útgjalda sveitarfélaga sé það að aukinn tilkostnaður sé til kominn vegna ört vaxandi þjónustuþarfar í nútíma samfélagi. Landsþing sambandsins Sem dæmi um stóraukinn eftirlitskostnað nefndi Ásta kostnað við eftirlit með leikvöllum. Hún nefndi einnig umræðuna um dekkjakurl, sem notað hefur verið í ofanálag á íþróttavelli en er talið ónothæft af heilsufarsástæðum. Myndin sýnir sparkvöll á skólalóð. - Mynd: BB. Ferðamenn njóta lífsins í göngugötunni á Akureyri. Í erindi sínu benti Ásta á að ferðaþjónustan skapaði vissulega tekjur en þær rynnu ef til vill ekki nægilega til sveitarfélaga í samanburði við þann kostnað sem þau verða fyrir. - Mynd: BB.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.