Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Qupperneq 12
Samdægurs þjónusta! Halldór­ Halldórsson,­ formaður­ Sam-bands­íslenskra­sveitarfélaga,­ræddi­ húsnæðismálin­á­landsþingi­sambandsins­ 8.­ apríl­ sl.­ og­ sagði­ þau­ afar­ stórt­ hags- munamál­fyrir­sveitarfélögin.­Hann­sagði­ að­ í­ yfirgripsmikilli­ vinnu­ hafi­ í­ flestum­ atriðum­ verið­ verið­ tekið­ tillit­ til­ sjónar- miða­ sveitarfélaganna­ í­ málamiðlunum.­ Því­verði­hins­vegar­ekki­á­móti­mælt­að­ þau­ séu­ að­ taka­ á­ sig­ verulegar­ skuld- bindingar­ og­ að­ einhverju­ leyti­ nýjar­ skyldur­til­þess­að­koma­af­stað­hreyfingu­ í­stað­þeirrar­stöðnunar­sem­ríkt­hefur­á­ fasteignamarkaði­á­umliðnum­árum.­ „Í umræðunni hefur verið spurt hvort það sé eðlilegt og skynsamlegt að ríki og sveitar- félög – sem til samans eru stjórnvöld í þessum málaflokki – gangi fram fyrir skjöldu með þessum hætti og komi á enn einu opinbera húsnæðisstuðningskerfinu. Niðurstaða grein- ingar af hálfu sérfræðinga sambandsins leiðir í ljós að í langflestum sveitarfélögum landsins sé aðkallandi þörf fyrir leiguhúsnæði og þá sérstaklega til ráðstöfunar fyrir skjólstæðinga félagsþjónustu þeirra. Það er víða markaðs- brestur í húsnæðismálum úti um landið. Þó ýtt sé undir þennan þátt markaðarins í sam- starfi við stjórnvöld breytir það ekki mikilvægi þess að hinum þættinum, einkamarkaðnum sem flestir Íslendingar eru á og vilja vera á, sé sinnt líka.“ Lærum af fortíðinni Halldór sagði að í þessum efnum þyrftum við að læra af fortíðinni og varast að önnur sjónarmið en þörf íbúa fyrir húsnæði á við- ráðanlegum kjörum ráði för. „Það fyrirkomu- lag sem unnið hefur verið út frá, varðandi samspil milli stofnframlaga, annars vegar sveitarfélaga og hins vegar ríkis, á að tryggja og vera öryggisventill gagnvart því að farið sé í íbúðabyggingar án þess að þörfin hafi verið metin og leidd í ljós. Við þekkjum mörg mistök í þessum málaflokki frá fyrri tíð,“ sagði Halldór. Verulegar skuldbindingar vegna húsnæðismála Landsþing sambandsins Frá Landsþinginu.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.