Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 14
14 Gunnsteinn R. Ómarsson viðskipta- fræðingur tók við starfi bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Ölfusi 16. maí 2013 og hefur því starfað í Þorlákshöfn í þrjú ár. Gunnsteinn hafði áður unnið að sveitar- stjórnarmálum, sem bæjar- og sveitar- stjóri um sex ára skeið, meðal annars í Rangárþingi ytra og þekkir málaflokkinn því vel. Sveitarfélagið Ölfus er nokkuð sérstakt að því leyti að það stendur saman af útvegsbænum Þorlákshöfn og sveitahéraðinu Ölfusi. Sveitarfélagið er landmikið og á lönd upp á Hellisheiði. Hveragerðisbær er sjálfstætt sveitarfélag umlukið Ölfusinu og byggist að flestu leyti upp á annarri atvinnustarfsemi en Ölfusið sem hefur verið dæmigerð sjáv- arútvegs- og landbúnaðarbyggð þótt fleiri atvinnuvegir hafi nú skotið rótum. Um 2.000 manns búa í Sveitarfélaginu Ölfusi og þar af tæplega 1.540 manns í útvegsbænum Þorlákshöfn. Önnur byggð er dreifð og stórir hlutar sveitarfélagsins eru óbyggðir. Gunnsteinn spjallar við Sveitarstjórnarmál að þessu sinni. Ég tók við ágætu búi í Sveitarfélaginu Ölfusi en á síðustu árum hefur markvisst verið unnið að því að greiða niður skuldir. Skuldahlutfallið hefur lækkað verulega og við erum komin langt undir lög- bundið hámark eða niður í 91% af reglubundnum tekj- um. Það verður að teljast góð- ur árangur á ekki lengri tíma því á árunum eftir hrun fór hlutfallið hæst upp í 198%,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að óhagstætt skuldahlutfall megi að að mestu rekja til framkvæmda í sveitar- félaginu; einkum byggingu sund- laugar og íþróttamiðstöðvar í Þorlákshöfn. „Þótt byggingin hafi tekið nokkuð á um tíma þá stendur glæsilegt mannvirki eftir sem nýtast mun til fram- tíðar. Fólk sem býr utan þétt- Ölfusið er góður valkostur til búsetu -­segir­Gunnsteinn­R.­Ómarsson­bæjarstjóri­ Sveitarfélagið Ölfus Íþróttalífið er öflugt í Þorlákshöfn. Gunnsteinn R. Ómarsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.