Muninn - 01.11.1909, Síða 37

Muninn - 01.11.1909, Síða 37
MUNINN 33 llvcrju svararðu? 1. Hefirðu reglulega sótt fundi í stúku þinni síðast- liðinn ársfórðung? 2. Hefirðu gert nokkuð til þess að fá þá til að sækja fundi, sem eigi hafa gert það? 3. Hefirðu tekið nokkurn þátt í útbreiðslu Reglunnar síðastliðinn ársfjórðuug ? 4. Hefirðu gerst áskrifandi að »TempIar« eða hefirðu. lesið hann ? 5. Hefirðu beðið nokkurn af vinum þínum eða kunn- ingjum að ganga í Regluna? 6. Hefirðu gert þitt til að gera stúkufundina skemti- lega og gagnlega? 7. Hefirðu sagt nokkurt orð eða gert nokkurt viðvik til að efla unglingaregluna? 8. Hefirðu jafnan talað vel um meðlimi stúku þinnar og um Regluna yfir höfuð við utanreglumenn? 9. Hefirðu gert alt, sem þínu valdi stendur, til að styrkja hag Reglunnar og efla vöxt og viðgang bindindismálsins ? Ef þú getur svarað þessum spurningum játandi, þá hefirðu þá ánægju, að vera þér þess meðvitandi, að hafa gert skyldu þína og haldið skuldbindinguna. En ef þú getur eigi svarað spurningum þessum játandi, viltu þá eigi taka til óspiltra málanna á þessum ný- byrjaða árfjórðungi og starfa af svo mikilli elju og al- vöru, að þú getir afdráttarlaust svarað þeim játandi um næstu ársfjórðungsmót? 3

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.