Muninn - 01.11.1909, Blaðsíða 39

Muninn - 01.11.1909, Blaðsíða 39
MUNINN 35 Gróö sauöaverslun. (Amerísk smásaga). Bóndi nokkur réði til sín kaupamann. Hann þekti ekki manninn, en komst brátt að raun um, að hann var fremur drykkfeldur, og það svo, að hann varð oft ekki verkfær. „Jón“, sagði bóndinn einhverju sinni við hann, „eg skal gefa þór besta sauðinn minn í haust, ef þú hættir alveg að drekka meðan þú ert hérna í kaupavinnu". „Eg geng að því, og það er orð sem stend- ur“, sagði Jón. Uppkominn sonur bónda, sem hlustaði á þetta tai, spurði föður sinn, hvort hann fengi ekki líka sauð, ef hann bragðaði ekki áfengi það sem eftir væri af árinu. „Sjálfsagt", segir faðir hans; „þú skaitlíka fá sauð“. Yngsti sonur bónda, dálítill drenghnokki, sem var þar viðstaddur, segir þá: „Pabbi, efþú vilt líka gefa mór sauð, þá skal eg heldur ekk- ert drekka". „Já, velkomið barnið mitt; þú skalt líka fá sauð“. Eftir litla þögn snýr drengurinn sér aftur að föður sínum og segir: „Ætli það só ekki best, að þú fáir þér sauð líka, pabbi?" „Eg veit nú ekki“, svaraði bóndi seinlega, og klóraðí' sér bak við eyrað; eftir litla um- hugsun segir hann snögglega: „Ójú, eg ætla að reyna það“. Bóndi sagði svo síðar frá, að hann hefði aldrei gert betri sauðaverslun, en einmitt þetta árið.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.