Bergmálið - 20.06.1916, Qupperneq 2
2
Bergmálið.
i. tbl
Með 9|s Goðafoss
fékk verslun undirritaðs ýmsar vörur, sem mik-
ið hefir verið spurt um. Par á meðal:
Allskonar álnavöru og barnanærfatnað.
Rauðan kandíssykur.
Purkuð epli.
Þurkuð kirsiber.
Kvensvuntur.
Stórt úrval af enskum húfum. Og ótal m. fl.
Virðingarfylst.
Halldói Jónasson.
Mikið úrval
af nærfatnaði, karlmannapeysum —
drengjapeysum og drengjaprjónafötum
kom nú með g/s >Goðafoss« í verslun
Sig S/g-
uiðssonai,
Siglufirði.
þá vöru. Margir gera sér líka góðar
vonir um íslensku kolin handa okkur.
Héyrst hefir að Englendingar hafi í
hyggju að kaupa eða gera tilboð í
allar eða mestallar matvörur, sem
fluttar verða út frá Norðurlöndum. Og
borga þær sæmilegu verði. Vilja þeir
fyrirbyggja að Þjóðverjar nái í þær.
Og þau skip, sem flytja vörur til
Englendinga, geta fengið hjá þeim
bæði kol og annað.
(Meira.)
Eftir hringferð
um Evrópu.
Ungur ameríkanskur blaðamaður, sem
ferðast hefir um Evrópu, svaraði spurning-
um hinna forvilnu félaga sinna, er hann
kom heim til New-York, á þessa leið.
„Bestur matur?"
»í Wien og París."
»Bestur söngleikur?«
„í La Scala í Milano."
„Viðkunnanlegasti staðurinn?*
„Budapest.«
•Hávaðasamasti staðurinn ?«
»Lissabon.«
»Hreinlegasti staðurinn?«
»Berlín.<
»Inndælast fólk ?«
»í Wien.«
»Fegurstar konur?«
»í Pétursborg.*
»Hryllilegasti viðburðurinn?«
»Raksturinn á Hotel de Paris í Monte
Carlo.«
»Skrautlegastar konur?«
„Ameríkanskar konurí Parísargistihúsinu.«
•Fegurst myndastytta?«
„Victor Emanuel styttan 1 Rómaborg.«
• Hlægilegasta sýnin?<
•Minnismerkið við Leipzig, sem reist var
til minja um að 350,000 Pjóðverjar unnu
sigur á 150,000 Frökkum.<
»Yfirlætislausasta sýnin?«
»Ungverska þingið við vinnu sína.«
»Besta gestgjafahúsið?< »
»La Reserve í Corniche við Marseille.«
»Ánægjulegasta augnablikið?«
»Pegar eg sá loftbátinn frá Sandy Hork
koma á móti okkur við heimkomuna.«
Pessa heims og annars.
Það var háttað í himnaríki.
Sankti Pétur var búinn að loka bænum
og kominn inn í sitt herbergi. Hannbjóst
ekki við fleirum þann daginn. Hann var
að hugsa um hvað hann hefði mikið að
gera og ætti oft andstætt. Honum datt í
hug að heimta meira kaup þar sem alt
væri orðið svo dýrt. En hann hætti við
það. Hann komst af með það sem hann
hafði. Og hann vissí að Herrann hefir í
mörg horn að líta. »Og það sem eg gæti
verið búinn að hafa upp úr »smúleríí«,«
sagði hann við sjálfan sig. »Það hafa
margir boðið mér laglegan skilding til
þess eg hleypti þeim inn. En eg hef aldrei
brotið lögin. Bækurnar sýna hverjir hafa
aðgang. Eg fer eftir þeim en ekki mínum
hagsmunum.
Það fara að verða vandræði með rúm-
föt hérna í himnaríki, þetta er sá ógnar-
fjöldi, sem streymir hingað síðan stríðið
byrjaði. En sem betur fer fær minni hlut-
inn af því dóti aðgang. Þeir koma auð-
vitað með dún sumir. En hann er svo
dýr. Auðvitað er æðardúnn saman við og
það er bót í máli.« Pétur var kominn úr
utanhafnarfötunum. Þá heyrist barið. Pét-
ur hlustar. Hann er nefnilega búinn að
missa af heyrn. Aftur er barið og þá fast-
ara. »Jú, sem eg er lifandi, þá er einhver
kominn, Það eru Ijótu lætin. Eg verð að
fara fram.< Hann smeygir sér í jakkanfl
og gengur til dyranna.
Úti fyrir var há og grönn sál í dökk-
um hjúp.
»Gott kvöld,« sagði sálin.
Pétur var svo gramur að hann gengdi
ekki kveðjunni. »Hvaðan ertu?« sagði
hann.
»Eg? Þekkirðu mig ekki?<
»Nei. Hvað eiga þessar vífilengjur að
þýða? Hvaðan ertu? Og hvað heitirðu?<
»Eg er frá Návík.<
»Návík,< át sankti Pétur eftir.
»Já. Eg man eftir því eg sá þig, þegal
þú gistir þar um árið.«
»Nú kannast eg við þig,< sagði Pétur.
»Þú varst að selja smárit.<
»Jú. Jú. Þú vildir ekkert kaupa. Þú
sagðir að það væri svo mikið af blöðurí
og bókum í himnaríki. En eg er viss uií
að þau eru ekki þar til.«
»Um hvað eru þau rit ?<
»Um áhrif síldarvinnunnar á mannlegaf
líkama, með sálarfræðislegum athuga’
semdum eftir séra Kláus,«