Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
Undankeppni EM kvenna
5. RIÐILL:
Ísland – Danmörk................................. 14:29
Slóvenía – Tékkland ............................. 28:28
Staðan:
Danmörk 4 stig, Tékkland 3, Slóvenía 1, Ís-
land 0.
1. RIÐILL:
Sviss – Noregur ................................... 12:29
Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs.
Úkraína – Króatía ................................ 26:22
Noregur 4, Króatía 2, Úkraína 2, Sviss 0.
Þýskaland
RN Löwen – Kiel ................................. 30:28
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk
fyrir Löwen og Alexander Petersson 3.
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel.
Hüttenberg – Göppingen ................... 28:28
Ragnar Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir
Hüttenberg. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar
liðið.
Staðan:
Hannover-Burgdorf 12, Füchse Berlin 10,
Rhein-Neckar Löwen 10, Flensburg 10,
Leipzig 10, Magdeburg 10, Melsungen 9,
Wetzlar 8, Lemgo 8, Kiel 6, Stuttgart 5,
Göppingen 5, Erlangen 6, Ludwigshafen 4,
Minden 4, Hüttenberg 3, Gummersbach 2,
N-Lübbecke 0.
B-deild:
Lübeck – Hamm................................... 25:19
Fannar Þór Friðgeirsson skoraði ekki
fyrir Hamm.
Danmörk
Tönder – Aalborg................................ 26:30
Arnór Atlason skoraði 1 mark fyrir Aal-
borg en Janus Daði Smárason ekkert. Aron
Kristjánsson þjálfar liðið.
Austurríki
West Wien – Aon Fivers...................... 31:29
Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir
West Wien og Ólafur Bjarki Ragnarsson 5.
Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Pick Szeged – Kristianstad................ 36:27
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 3
mörk fyrir Pick Szeged.
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad, Gunnar Steinn Jónsson
2 og Arnar Freyr Arnarsson 2.
Vardar Skopje – Zagreb ...................... 28:21
Wisla Plock – Barcelona ...................... 30:37
Vardar 6 stig, Barcelona 5, Pick Szeged
4, Rhein-Neckar Löwen 4, Nantes 3,
Kristianstad 1, Zagreb 1, Wisla Plock 0.
B-RIÐILL:
Meshkov Brest – Veszprém ............... 26:29
Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna-
hópi Veszprém.
Flensburg – París SG........................... 33:29
Celje Lasko – Kielce ............................ 31:27
Veszprém 6 stig, Flensburg 4, Paris SG
4, Kielce 2, Aalborg 2, Brest 2, Celje Lasko
2, Kiel 2.
C-RIÐILL:
Gorenje Velenje – Skjern .................. 31:29
Tandri Már Konráðsson skoraði 2 mörk
fyrir Skjern.
Ademar León – Elverum ................... 26:30
Þráinn Orri Jónsson skoraði 1 mark fyr-
ir Elverum.
Gorenje Velenje 6 stig, Skjern 4, Kadet-
ten Schaffhausen 2, Ademar León 2, Elver-
um 2, Dinamo Búkarest 2.
HANDBOLTI
Í HÖLLINNI
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Danska kvennalandsliðið í hand-
knattleik var of stór biti fyrir ís-
lenska liðið er þau mættust í Laug-
ardalshöll í gær. Sjálfsagt eðlilegt
og viðbúið þar sem Danir eru með
eitt allra sterkasta landslið í heimi.
Leikurinn var í undankeppni EM og
lauk með yfirburðarsigri Dana 29:14
eftir að staðan hafði verið 13:4 í hálf-
leik. Íslenska liðið hefur því tapað
báðum sínum leikjum því það tapaði
fyrir Tékkum á miðvikudaginn með
sjö marka mun.
„Jú, það er fínt að eiga góða
spretti á móti Dönum og það ýtir
undir mann að gera enn betur og
leggja ennþá harðar að sér,“ sagði
Guðrún Ósk Maríasdóttir, mark-
vörður íslenska landsliðsins, eftir
leikinn.
Guðrún Ósk átti fínan leik í mark-
inu, varði 12 skot þann tíma sem
hún stóð í markinu og mög þeirra
virkilega erfið skot.
Hún sagði að eins og venjulega
hefði hún farið vel yfir hvernig
dönsku leikmennirnir væru að
skjóta. „Vörnin hjá okkur var líka
mjög fín þegar við náðum að stilla
upp. Það er nýtt hjá okkur að leika
5-1 vörn og þær Andrea og Ester
stóði sig báðar vel fyrir framan
vörnina. Það er mikilvægt að eiga
nýtt vopn í vopnabúrinu og þessi
vörn virkar bara fínt hjá okkur,“
sagði Guðrún Ósk.
Fjögur mörk í fyrri hálfleik
Nú gerði íslenska liðið aðeins
fjögur mörk í fyrri hálfleik, það er
dálítið lítið. „Já, það er rétt, en þeg-
ar á leið fyrri hálfleikinn fengum við
ágætis færi inn á milli, en þá klikk-
uðu skotin hjá okkur. Danirnir eru
ótrúleg þéttir og stelpurnar eru há-
vaxnar þannig að við urðum að leita
nýrra lausna til að ná að skora á
þær. Ég held það hafi tekist því við
fengum fullt af fínum færum. En
þetta var erfitt og talsvert öðruvísi
en við eigum oft að venjast flestar
okkar því þær eru svo þéttar í vörn-
inni og hávaxnar,“ sagði Guðrún
Ósk.
Hún bætti síðan við: „Við ætl-
uðum að hafa baráttuna og leikgleð-
ina okkar aðalsmerki í dag og það
tókst, við hættum aldrei þó að mun-
urinn væri orðinn mikill.“
Þetta er alveg hárrétt hjá mark-
verðinum. Stelpurnar gáfust aldrei
upp og þær hengdu ekki haus þó að
verkefnið væri óyfirstíganlegt. Þær
héldu alltaf áfram af fullum krafti
og baráttan var til fyrirmyndar og
þær fögnuðu hverju marki og öðru
sem vel var gert eins og um úr-
slitamark væri að ræða.
Það varð snemma ljóst í hvað
stefni í Höllinni í gær, Danir komnir
í 5:1 eftir sjó mínútna leik, fyrsta
mark Íslands kom eftir rúmar fjórar
mínútur og það næsta fjórum mín-
útum síðar.
Fyrri hluta fyrri hálfleiks voru ís-
lensku stelpurnar allt of ragar í
sókninni, boltinn gekk þokkalega á
milli manna, en það hreyfði lítið sem
ekkert við dönsku vörninni og liðið
varð oft að skjóta úr slökum færum
þar sem hendi dómaranna var kom-
inn á loft sem merki um leikleysu.
Er á leið lagaðist þetta, en engu
að síður var sóknarleikurinn alls
ekki nógu sannfærandi, það vantaði
meiri áræðni í að ráðast gegn vörn
Dana. Lovísa Thompson var þó al-
veg óhrædd við að keyra á vörnina
sem og Andrea Jacobsen.
Vörnin fann taktinn
Íslenska vörnin var dálítinn tíma
að finna taktinn og Danir nýttu sér
það framan af leiknum með því að
skora nokkur mörk í svokallaðri
seinni bylgju, þegar vörnin var kom-
in á sinn stað en stelpurnar voru of
seinar að stilla sig almennilega af.
Það lagaðist reyndar líka þegar á
leið og þegar vörnin náði að stilla
upp þá var hún mjög góð.
Eins og áður segir var staðan 4:13
í hálfleik og fjögur mörk í einum
hálfleik er auðvitað allt of lítið. Síð-
ari hálfleikur endaði 10:16 og þar af
fór lokakaflinn 2:6, þegar los-
arabragur var kominn á leikinn. Það
er alls ekki slæmt að halda danska
liðinu í 23 mörkum þar til 10 mín-
útur voru eftir.
Það er óþarfi að örvænta. Leik-
menn liðsins eru ungir að árum og
eiga mörg ár eftir. Stelpurnar fá
fína reynslu af leikjum sem þessum
og eiga bara eftir að verða betri. Í
gær var það Guðrún Ósk sem var
best, átti flottan leik í markinu.
Lovísa var hreyfanleg og áræðin í
sókninni, Hildigunnur kom öflug inn
á línuna þegar illa gekk og í vörninni
stóðu stelpurnar sig virkilega vel.
Morgunblaðið/Eggert
Einbeitt Hin unga Lovísa Thompson skoraði þrjú mörk í gær og brýst hér í gegnum dönsku vörnina.
Lauflétt hjá Dönum
Íslenska kvennalandsliðið steinlá í Höllinni Margt jákvætt í leik hins unga
íslenska liðs Flottur varnarleikur og gríðarlega góð barátta og leikgleði
Meistarakeppni karla
KR – Þór Þ. ........................................... 83:89
Meistarakeppni kvenna
Keflavík – Skallagrímur ...................... 93:73
1. deild kvenna
Þór Ak. – Ármann ................................ 57:40
Fjölnir – ÍR ........................................... 59:47
Frakkland
Lyon – Cholet....................................... 77:59
Haukur Helgi Pálsson skoraði ekki fyrir
Cholet en tók 2 fráköst.
Meistaradeild Asíu
Leikur um bronsverðlaun:
BC Astana – Xinjiang FT ................... 70:79
Hörður Axel Vilhjálmsson var ekki í
hópnum hjá Astana.
Spánn
Real Betis – Valencia .......................... 80:90
Tryggvi Snær Hlinason var á bekknum
hjá Valencia, en kom ekki inná.
B-deild karla:
Araberri – Castello ............................. 87:74
Ægir Þór Steinarsson gerði 7 stig fyrir
Castello.
B-deild kvenna:
Leganés – Picken Claret .................... 72:51
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 10
stig fyrir Leganés, tók 15 fráköst og átti 2
stoðsendingar.
Filippseyjar
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Star Hotshots – Meralco Bolts ........... 66:72
Kristófer Acox gerði 7 stig, tók 16 frá-
köst og átti eina stoðsendingu.
KÖRFUBOLTI
Manchester-liðin, City og United,
gefa ekkert eftir í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu en þau hafa
fimm stiga forskot á toppi deild-
arinnar. City er í toppsætinu á betri
markatölu en munurinn er aðeins
eitt mark.
Manchester City gerði góða ferð
til Lundúna þegar liðið lagði Eng-
landsmeistara Chelsea, 1:0. Belginn
Kevin de Bruyne skoraði sig-
urmarkið um miðjan seinni hálfleik
með glæsilegu skoti.
„Við erum svo ánægðir með þessi
úrslit. Við spiluðum vel og þá eink-
um og sér í lagi í seinni hálfleik. Við
réðum ferðinni og leyfðum Chelsea
ekki að spila boltanum á milli sín,“
sagði Pep Guardiola, stjóri City,
eftir leikinn.
Manchester United burstaði
Crystal Palace, 4:0, á Old Traffod.
Marouane Fellaini skoraði tvö af
mörkum United og þeir Juan Mata
og Romelu Lukaku gerðu eitt mark
hver. Lukaku hefur þar með skorað
11 mörk í 10 leikjum með United.
Lundúnaliðin Arsenal og Totten-
ham unnu góða sigra. Tottenham
burstaði nýliða Huddersfield, 4:0, á
útivelli þar sem Harry Kane skor-
aði tvö mörk og Arsenal lagði ný-
liða Brighton, 2:0, með mörkum frá
Nacho Monreal og Alex Iwobi.
Liverpool varð að sætta sig við
1:1 jafntefli við nýliða Newcastle á
St. James’ Park. Philippe Coutinho
heldur áfram að skora fyrir Liver-
pool. Hann kom sínum mönnum yfir
með þrumuskoti en Spánverjinn
Joselu jafnaði metin fyrir heima-
menn. gummih@mbl.is
AFP
Mörk Marouane Fellaini fagnar
marki gegn Crystal Palace.
Manchester-liðin á siglingu
Laugardalshöll, undankeppni EM
kvenna, sunndaginn 1. október 2017.
Gangur leiksins: 1:3, 2:7, 3:8, 3:9,
3:12, 4:13, 5:13, 7:16, 8:19, 10:21,
12:25, 14:29.
Mörk Íslands: Arna Sif Pálsdóttir
3/2, Lovísa Thompson 3, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 2, Birna Berg Haralds-
dóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2,
Thea Imani Sturludóttir 1, Ester Ósk-
arsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir
12/1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Danmörku: Mette Tranborg 8,
Stine Jörgensen 4/1, Fie Woller 4,
Line Haugsted 3, Trine Ostegaard
Jensen 2, Sarah Iversen 2, Annette
Jensen 2, Pauline Boeglund 1, Rikke
Iversen 1, Kristina Kristiansen 1,
Maria Fisker 1.
Varin skot: Althea Rebecca Rein-
hardt 17/2, Sandra Toft Galsgaard
1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Maike Merz og Tanja
Schilha frá Þýskalandi. Góðar.
Áhorfendur: 653.
Ísland – Danmörk 14:29
Keflavík og Þór úr Þorlákshöfn eru meistarar meistaranna í körfuknatt-
leik. Keflavík lagði Skallagrím 93:73 í kvennaleiknum og Þór lagði KR
89:83 þegar liðin mættust í TM höllinni í Keflavík í gærkvöldi.
Eins og tölurnar bera með sér var ekki mikil spenna í kvennaleiknum
þar sem Keflvíkingar höfðu talsverða yfirburði. Spennan var hins vegar
mikil í leik karlanna þar sem KR var 26:21 yfir eftir fyrsta leikhluta en Þór
67:66 yfir í leikhléi og síðan 64:59 yfir eftir þrjá leikhluta og allt í járnum í
þeim síðasta. Jón Arnór Stefánsson fór meiddur af velli í síðasta leikhluta
en ekki kemur í ljós fyrr en í vikunni hversu alvarleg meiðsli hans eru.
Pavel Ermolinskij gerði 17 stig og tók 13 fráköst fyrir KR og Jón Arnór
var með 16 stig og sjö fráköst. Hjá Þór var Jesse Pellot-Rosa allt í öllu með
37 stig og 11 fráköst.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir gerðu 18
stig hvor fyrir Keflavík en hjá Skallagrími var Carmen Tyson-Thomas
langatkvæðamest með 25 stig og 18 fráköst.
Keflavík og Þór meistarar