Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2018, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 10.05.2018, Blaðsíða 20
20 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg. Enski landsliðsþjálfarinn stýrði æfingabúðunum Keflavík Open Keflavík Open æfinga- mótið í taekwondo var haldið í TM höllinni um helgina. Á hverju vori stendur taekwondo-deild Keflavíkur fyrir æfinga- búðum og æfingamóti sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Í ár fékk deildin til sín einn af reyndust þjálfurum Evr- ópu, Stephen Jennings, aðalþjálfara enska landsliðins í taekwondo, til að stýra æfingabúðunum. Kefla- vík Open var gífurleg vel sótt í ár, alls tóku um 120 iðkendur þátt í æfingabúðunum og þar af var um 20 manna hópur frá Skotlandi sem kom sérstaklega til landsins til að taka þátt í æfingabúðunum. Ljósmyndir: Tryggvi Rúnarsson Vinnum saman Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ stendur fyrir fjölskyldu- degi, laugardaginn 12. maí milli kl. 15:00 og 17:00 við kosningaskrifstofu flokksins að Hafnargötu 15. Candy floss, hoppukastalar, andlitsmálning, Dýrin í Hálsaskógi, hestar, pylsur og gos. Hlökkum til að sjá ykkur. Vinnum saman og höfum gaman. Minnum líka á mæðradagskaffið sunnudaginn 13. maí milli kl. 15:00 og 17:00 á sama stað. Kaffi, kökur og kruðerí. Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ HEIÐARSKÓLI SIGRAÐI Í SKÓLAHREYSTI Heiðarskóli í Reykjanesbæ sigraði í Skólahreysti í síðustu viku í úrslita- keppninni sem fram fór í Laugardalshöll. Tólf skólar mættu til leiks en auk Heiðarskóla keppti Holtaskóli frá Reykjanesbæ og voru þau tvö lið frá Suðurnesjum. Heiðarskóli sigraði keppnina með 60 stigum, Laugalækjaskóli varð annar með 48,5 stig og Grunnskólinn á Hellu var með 47,5 stig. Frá árinu 2011 hafa skólar úr Reykja- nesbæ verið ósigrandi að undanskildu síðasta ári en Holtaskóli hefur sigrað keppnina fimm sinnum frá upphafi og Heiðarskóli með, þessum sigri, þrisvar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.