Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2018, Page 23

Víkurfréttir - 10.05.2018, Page 23
23ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 10. maí 2018 // 19. tbl. // 39. árg. Þetta snýst um að vinna Keflavík ❱❱ segir Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga sem unnu slaka Keflvíkinga „Þetta snýst um að vinna Keflavík, það skiptir langmestu máli,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur eftir sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík en Grindvíkingar fóru heim með 2-0 sigur eftir leik liðanna í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í vikunni á Nettóvellinum. „Það var svolítill skjálfti í okkur í fyrri hálfleik enda spennustigið hátt en við vorum einfaldlega miklu beittari fram og við og kláruðum þessi færi sem við fengum,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var afar rólegur en bæði lið náðu að skapa sér nokkur færi sem lítið varð úr og leikar stóðu jafnir 0-0 í hálfleik. Á 57. mínútu dró til tíðinda þegar Grindvíkingar komust yfir með skalla- marki frá Björn Berg Bryde eftir auka- spyrnu frá Gunnari Þorsteinssyni. Grindavík var ekki lengi að bæta öðru marki sínu við, Sam Hewson fékk sendingu út fyrir vítateig Keflavíkur á 62. mínútu og setti boltann í netið, staðan því orðin 0-2 fyrir gestina. Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sagði í samtali við Víkur- fréttir eftir leikinn að sigur Grind- víkinga hefði í raun og veru ekki verið í hættu og að gestirnir hafi skorað tvö mörk á stuttum tíma án þess að Keflavík hefði svör við því. Hann sagði einnig að það hafi verið sárt að tapa þessum leik á heimavelli, sérstaklega gegn grönnum sínum úr Grindavík. „Það er nóg eftir, við byggjum ofan á þetta og reynum að bæta okkur.“ „Liðið mitt var gott í dag og við þurftum virkilega á því að halda á móti góðum andstæðingum,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn en hann var ánægður með leikmenn sína eftir sigur á Keflavík á erfiðum útivelli. Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík. LEITUM AÐ STARFSMANNI Í FULLT STARF Í VERSLUN OKKAR Í REYKJANESBÆ SÖLUFULLTRÚI HVETJUM ÁHUGASAMA AF BÁÐUM KYNJUM TIL ÞESS AÐ SÆKJA UM RAFRÆNT Á WWW.TL.IS Gunnar Þorsteinsson tók aukaspyrnu rétt utan vítateigslínu. Skot hans var ekkert sérstakt og endaði í fótum annars Grindvíkings, þaðan fór boltinn í þverslá og aftur út í teig þar sem Björn Berg kom aðvífandi og skallaði hann til baka í netið. VF-myndir Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.