Morgunblaðið - 19.10.2017, Side 4

Morgunblaðið - 19.10.2017, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Það er ekkert sérstaklega vin- sæl skoðun, í það minnsta ef mið er tekið af samfélagsmiðlum í gær, en ég hallast svona frekar að því að það hafi verið rétt ákvörðun hjá handboltadómstól að láta FH og St. Pétursborg mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins. Mér hefði ekkert þótt fáránlegt að láta úr- slitin standa, en þessi niðurstaða er það ekki heldur. Það sem er fyrst og fremst galið, fáránlegt, og nánast glæp- samlegt, er að hinn finnski eftir- litsmaður seinni leiks liðanna í Rússlandi á sunnudag skuli ekki hafa kunnað reglurnar um hvað gerist endi báðir leikir með sömu úrslitum. Mér hefði þótt við hæfi að úrskurðinum í gær fylgdi að minnsta kosti skýr tilkynning um að þessi eftirlitsmaður myndi ekki sinna frekari störfum fyrir handknattleikssamband Evrópu. Auðvitað er það sárt og ósanngjarnt fyrir FH að þurfa að vinna þessa vítakeppni til að komast áfram, skili áfrýjun engu, eftir að hafa unnið framleng- inguna sem bæði lið töldu á þeim tímapunkti að réði úrslitum. En væri ég í sporum Rússanna, og hefði fengið staðfest eftir leik að reglurnar kvæðu á um víta- keppni, væri ég að sama skapi il- ur út í EHF fyrir að útvega svo fá- ránlega vanhæfan eftirlitsmann. EHF lofar því að greiða allan kostnað sem fylgir því fyrir FH að fara aftur til Rússlands í víta- keppnina. Vonandi gerir sam- bandið sér grein fyrir því að hér er um áhugamannalið að ræða (þó að sumir leikmenn í FH-liðinu eigi klárlega erindi í atvinnu- mennsku) og að leikmenn missa tíma úr vinnu eða námi vegna þessarar vitleysu. Þá truflar þetta FH í keppnum hér heima. Þetta kallar á skaðabætur. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Í WIESBADEN Kristján Jónsson kris@mbl.is Þýsku meistararnir í Wolfsburg drógust gegn ítalska liðinu Fiorent- ina, sem Sigrún Ella Einarsdóttir leikur með, í 16-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir að hafa rótburstað Atletico Madrid í 32-liða úrslitum. Lands- liðsfyrirliðinn Sara Björk Gunn- arsdóttir leikur með Wolfsburg og Morgunblaðið ræddi við hana um Meistaradeildina á hóteli íslenska landsliðsins í Wiesbaden en fram- undan er leikur gegn Þýskalandi á morgun. „Ég held að þetta hafi bara verið ágæt niðurstaða. Við getum verið nokkuð sáttar. Reyndar er langt síðan ég spilaði á móti ítölsku liði í Meistaradeildinni. Mig minnir að ég hafi síðast spilað á móti Verona með Rosengård. Við unnum en það var fínt lið. Enn sem komið er veit ég lítið um Fiorentina en ég tel að við séum með það góðan mannskap í okkar liði að við eigum að klára það dæmi.“ Sara segir miklar væntingar vera gerðar til Wolfsburg þegar kemur að Meistaradeildinni. „Hjá Wolfs- burg er stefnan er sett á sigur í keppninni en auðvitað spilar inn í hvaða andstæðinga við fáum þegar dregið er. En almennt séð er mikil pressa á stórliðinu Wolfsburg að vinna alla titla rétt eins og hjá þýska landsliðinu. Miklir peningar eru settir í liðið og gerð er sú krafa að við vinnum.“ Lyon ekki óvinnandi vígi Blaðamaður minnist á franska liðið Lyon sem reynst hefur erfið hindrun og veltir því fyrir sér hvers vegna Lyon virðist vera í sérflokki en liðið hefur unnið keppnina tvö ár í röð. Sara segir muninn á Lyon og Wolfsburg ekki vera mikinn þótt Lyon hafi haft betur síðustu árin. „Þær eru frábært lið og með frá- bæra einstaklinga. Þegar við spil- uðum á móti Lyon á síðasta tímabili þá áttum við alla möguleika á að komast áfram. Ég hef hins vegar spilað með Rosengård á móti Lyon og verð að viðurkenna að þá áttum við ekki möguleika. Ég var hins vegar virkilega svekkt að hafa ekki unnið Lyon á síðasta tímabili og bil- ið á milli liðanna er því ekki stórt. Þá hefði maður auðvitað viljað mæta Lyon í úrslitaleik en ekki í 8- liða úrslitum,“ útskýrði Sara og hún er mjög bjartsýn varðandi tímabilið sem nú er nýhafið. „Við erum með frábært lið á þessu keppnistímabili og höfum byrjað tímabilið hrikalega vel. Leik- mannahópurinn er svipaður á milli ára en við erum farnar að kynnast betur og betur. Mér finnst því að við séum enn að bæta okkur. Ég er því mjög spennt fyrir þessu tíma- bili.“ Stórt skref að taka Þótt Sara hafi spilað með Malmö og Rosengård, sem voru vel mönn- uð lið, þá var það engu að síður töluvert stórt skref að hennar sögn að færa sig yfir til Þýskalands í fyrra og ganga til liðs við Wolfs- burg. „Já, það var mjög stórt skref. Ég fann gríðarlegan mun. Ekki bara varðandi þýsku deildina heldur einnig varðandi liðið sjálft og allt í kringum Wolfsburg. Fagmennskan er meiri og fólk leggur á sig mun meiri vinnu. Rosengård er samt sem áður flott félag og liðið er frá- bært en þetta var ákveðin áskorun fyrir mig. Ég var orðin vön lífinu og fótboltanum í Svíþjóð enda leið mér vel þar. Ég hefði því getað verið lengur í Svíþjóð en fannst þetta var rétti tíminn á mínum ferli til að skipta um umhverfi og ýta við sjálfri mér sem leikmanni og mann- eskju,“ sagði Sara Björk Gunn- arsdóttir. Hjá Wolfsburg er stefnt að sigri í öllum keppnum  Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk mjög bjartsýn á keppnistímabilið Ljósmynd/KSÍ Undirbúningur Sara Björk Gunnarsdóttir einbeitt á svip á æfingu landsliðsins í Wiesbaden í vikunni. Haukakonur eru einar á toppi Dom- inos-deildar kvenna í körfubolta með fullt hús stiga að loknum fjórum um- ferðum. Þær urðu í gærkvöld fyrstar til að vinna Val á þessari leiktíð, 94:80, þegar liðin mættust á Ásvöll- um. Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur eru hins vegar í tómum vandræðum og hafa tapað þremur leikjum í röð. Helena Sverrisdóttir náði þrennu fyrir Hauka í gær en hún skoraði skoraði 11 stig, tók 13 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Haukar voru sjö stigum yfir í hálfleik, 49:42, en bættu við það í þriðja leikhluta og hleyptu Valskonum aldrei of nálægt sér. Meistarar Keflavíkur hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og ljóst er að leita þarf langt aftur til að finna svo slæma byrjun hjá ríkjandi meisturum. Í gær var það Stjarnan sem lagði Keflavík að velli, 81:63, en þetta var þriðji sigur Stjörnukvenna. Skallagrímur vann nýliða Breiðabliks, 78:69, og Njarð- vík er enn án stiga eftir tap gegn Snæfelli á heimavelli, 80:63. Morgunblaðið/Golli Systraslagur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur berjast um frá- kast í toppslagnum á milli Hauka og Vals í Hafnarfirði í gærkvöld. Tóm vandræði meistara en Haukar á toppnum NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.