Morgunblaðið - 23.10.2017, Síða 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2017
Ísland mætir Tékklandi í
3.umferð í undankeppni HM
2019 í knattspyrnu kvenna í
Znojmo í Tékklandi á morgun.
Fyrir leiki morgundagsins eru Ís-
land, Tékkland og Þýskaland jöfn
að stigum með 6 stig.
Ísland getur tyllt sér á topp
riðilsins með sigri í leiknum, en
hætt er þó við því að Þýskaland
lagi markatölu sína með stórsigri
gegn Færeyinguum og hirði
toppsætið fari svo að Ísland og
Þýskaland vinni bæði sigur í
leikjum sínum á morgun.
Líkt og á föstudaginn var,
þegar Ísland hafði betur gegn
Þýskalandi, í fyrsta skipti í A-
landsleik kvenna, þarf íslenska
liðið að brjóta blað í sögu ís-
lenskrar kvennaknattspyrnu
þegar liðið mætir Tékklandi.
Ísland og Tékkland hafa
raunar bara mæst tvisvar, en það
var í undankeppni HM 2007.
Tékkland hafði betur á heimavelli
í september árið 2006 með einu
marki gegn engu. Tékkland bar
svo sigur úr býtum, 4:2, þegar
liðin mættust á Laugardalsvelli
um það bil ári síðar. Þá skoruðu
Ásthildur Helgadóttir og Margrét
Lára Viðarsdóttir mörk Íslands.
Ísland getur ekki reitt sig á
markaskó þessara leikmanna á
morgun, en sex leikmenn ís-
lenska liðsins hafa verið á
markaskónum það sem af er
undankeppninni og því óþarfi að
hafa áhyggjur af markaþurrð.
Það er vonandi að leikmenn
íslenska liðsins komi sér hratt og
örugglega úr skýjunum eftir frá-
bæran sigur gegn Þýskalandi og
komi sér í þægilega stöðu fyrir
framhaldið með góðum úrslitum
gegn tékkneska liðinu. Það er
draumur okkar allra að leikirnir
gegn Tékklandi og Þýskalandi í
septemberbyrjun á næsta ári
verði upp á það hvort íslenska
liðið verður meðal þátttökuþjóða
í lokakeppninni í Frakklandi.
BAKVÖRÐUR
Hjörvar Ólafsson
hjorvaro@mbl.is
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Hrakfarir Gylfa Þórs Sigurðssonar
og félaga í Everton virðast engan
endi ætla að taka. Arsenal kom í
heimsókn á Goodison Park í 9. um-
ferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær
og sá til þess að Everton tapaði
þriðja heimaleiknum í röð og sat eft-
ir í fallsæti. Arsenal var í stuði og
skoraði fimm mörk gegn tveimur.
Spurningin virðist ekki lengur
hvort heldur hvenær Ronald Koem-
an, knattspyrnustjóri liðsins, tekur
pokann sinn og stjórnarmenn félags-
ins leita annað. Dagurinn byrjaði þó
vel fyrir Everton því Wayne Rooney
skoraði á 12. mínútu. Arsenal svar-
aði hins vegar með því að skora
næstu fjögur mörk leiksins og skipti
engu þótt Oumar Niasse minnkaði
muninn í 4:2 í uppbótartíma. Arsenal
átti síðasta höggið því Alexis Sánch-
ez skoraði fimmta markið andar-
tökum síðar. Gylfi lék allan leikinn
en hafði hægt um sig. Hann hefur
verið töluvert frá sínu besta í her-
búðum félagsins. Arsenal fór upp í 5.
sæti deildarinnar með sigrinum en
Everton er í 18. sæti, sem er fallsæti,
og í miklu basli.
Liverpool átti ekki möguleika
Ekki var dagurinn betri í hinum
rauða hluta Liverpool. Lærisveinar
Jürgens Klopps steinlágu fyrir frá-
bæru liði Tottenham, 4:1, á Wem-
bley. Liverpool er í 9. sæti eftir
vonda byrjun á tímabilinu. Marka-
vélin Harry Kane skoraði tvö marka
Tottenham og hefur hann nú skorað
11 mörk í síðustu átta leikjum sínum
fyrir Tottenham og enska landsliðið.
Staðan var orðin 2:0 eftir aðeins 12
mínútur og var eftirleikurinn næsta
auðveldur með sjóðheitan Kane í
stuði. Með sigrinum jafnaði Totten-
ham Manchester United að stigum í
2. og 3. sæti. United fór illa að ráði
sínu gegn nýliðum Huddersfield á
útivelli á laugardaginn og tapaði 2:1.
Tapið var það fyrsta hjá United á
leiktíðinni og fyrsta tapið gegn
Huddersfield síðan 1952. „Þetta er
áfall og ég er mjög hissa. Ég þarf að
greina þetta,“ sagði pirraður Jose
Mourinho, knattspyrnustjóri Man-
chester United. Dregið hefur af lið-
inu í undanförnum leikjum eftir
glæsilega byrjun.
Grannarnir í Manchester City
nýttu sér það vel og náðu fimm stiga
forskoti á toppi deildarinnar. 11. sig-
urleikur liðsins í röð kom á heima-
velli gegn Jóhanni Berg Guðmunds-
syni og félögum í Burnley á laugar-
daginn, 3:0. City hefur skorað 28
mörk í síðustu átta leikjum sínum og
er stórskemmtilegt að fylgjast með
Pep Guardiola ná því besta úr góð-
um leikmönnum liðins. Jóhann Berg
kom inn á sem varamaður á 71. mín-
útu í stöðunni 1:0. Chelsea komst
aftur á sigurbraut í deildinni eftir
tvo tapleiki í röð. Meistararnir fengu
þá heimsókn frá skemmtilegu liði
Watford og þurftu að hafa fyrir hlut-
unum. Þegar 20 mínútur voru til
leiksloka var staðan 2:1 fyrir Wat-
ford. Varamaðurinn Michy Batshu-
ayi tók hins vegar málin í sínar
hendur, skoraði tvö mörk og lagði
grunninn að góðum 4:2-sigri.
Chelsea fór upp í 4. sæti deild-
arinnar en Watford er í 6. sæti eftir
góða byrjun.
Hughes í hættusæti
Newcastle, undir stjórn Rafa
Benítez, hefur einnig farið vel af
stað og er með 14 stig í 7. sæti eftir
1:0-heimasigur á Crystal Palace.
Palace lagði Chelsea í síðasta leik en
var ekki líklegt til afreka gegn nýlið-
unum. Palace er á botninum með að-
eins þrjú stig. Sæti Marks Hughes í
stjórastól Stoke er orðið nokkuð
heitt eftir 2:1-tap á heimavelli gegn
Bournemouth. Stoke hefur aðeins
unnið einn af síðustu átta leikjum
sínum, en væntingarnar voru mun
meiri fyrir tímabilið. Stoke er fyrir
ofan fallsætið á markatölu, en
Bournemouth er enn í 19. og næst-
neðsta sæti með sjö stig.
Leicester úr fallsæti
Leicester kom sér upp úr fallsæti
með 2:1-sigri á Swansea í fyrsta leik
liðsins eftir að Craig Shakespeare
var rekinn frá félaginu og South-
ampton vann sinn annan sigur í síð-
ustu átta leikjum er WBA kom í
heimsókn. Stórglæsilegt mark vara-
mannsins Sofianes Boufals undir
lokin reyndist sigurmarkið.
Bæði rauði og blái hluti
Liverpool í miklum vanda
Liverpool og Everton fengu slæman skell City náði fimm stiga forskoti
AFP
Óstöðvandi Harry Kane, framherjinn frábæri í liði Tottenham, skoraði tvö mörk gegn Liverpool í gær.
Viktor Samúelsson og Elín Melgar
Aðalheiðardóttir báru sigur úr být-
um á bikarmótinu í klassískum
kraftlyftingum, sem haldið var í
World Class Kringlunni á laugar-
daginn. Keppt var í hnébeygju, rétt-
stöðulyftu og bekkpressu.
Elín bætti Íslandsmetið
í hnébeygju
Viktor, sem er í Kraftlyftinga-
félagi Akureyrar, var stigahæstur í
karlaflokki með 449,51 Wilksstig.
Hann vann -120 kg flokk er hann
lyfti samanlagt 780 kg. Viktor lyfti
280 kg í hnébeygju, 200 kg í bekk-
pressu og 300 kg í réttstöðulyftu.
Hann varð stigahæstur í bekkpressu
með 115,25 Wilksstig og réttstöðu-
lyftu með 172,89 Wilksstig.
Elín, sem er í Kraftlyftingafélagi
Reykjavíkur, keppir í -63 kg flokki.
Hún lyfti samanlagt 360 kg sem er
jöfnun á núgildandi Íslandsmeti.
Hún bætti Íslandsmetið í hnébeygju
með 135 kg lyftu, tók 90 kg í bekk-
pressu og 135 kg í réttstöðulyftu og
fékk fyrir það 393,30 Wilksstig. Ein-
ar Örn Guðnason, Kraftlyftinga-
félagi Akraness, varð stigahæstur í
hnébeygju með 162,0 Wilksstig en
hann lyfti 270 kg í -105 kg flokki. Ell-
en Ýr Jónsdóttir, Breiðabliki, setti
nýtt Íslandsmet í hnébeygju í -84 kg
flokki með 170,5 kg lyftu. Stiga-
hæsta lið kvenna varð Kraftlyftinga-
félag Reykjavíkur með 41 stig og
stigahæsta lið karla varð Kraftlyft-
ingafélag Akureyrar með 56 stig.
johanningi@mbl.is
Viktor og Elín
sterkust í Kringlunni
Staðan breyttist
ekkert á toppi
spænsku efstu
deildarinnar í
knattspyrnu
karla um
helgina, en sjö
efstu lið deild-
arinnar unnu öll
sigra í leikjum
sínum.
Barcelona sem
trónir á toppi deildarinnar með 25
stig vann þægilegan 2-0-sigur gegn
botnliði deildarinnar, Malaga, á
laugardagskvöldið. Það voru Ger-
ard Deulofeu og Andrés Initesta
sem skoruðu mörk Barcelona sitt í
hvorum hálfleiknum.
Valencia sem situr í öðru sæti
deildarinnar með 21 stig vann
öruggan 4:0-sigur gegn Sevilla á
laugardagskvöldið. Goncalo Gue-
des skoraði tvö marka Valencia í
leiknum og Simone Zaza og Santi
Mina skoruðu síðan sitt markið
hvor.
Þá lagði Real Madrid sem er í
þriðja sæti deildarinnar með 20 stig
Eibar að velli með þremur gegn
engu í gærkvöldi. Paulo Oliveira
varð fyrir því óláni að skora sjálfs-
mark í upphafi leiksins og Marco
Asensio og Marcelo bættu síðan við
mörkum fyrir Real Madrid.
Óbreytt staða
á toppi deild-
arinnar
Andrés
Iniesta