Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
Verð
kr. 1.370
Lágmark 3 bakkar
+ sendingargjald
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi
Fyrir 100 árum
grúfði svartnætti
lénsveldis, bænda-
ánauðar, harðstjórnar
og botnlausrar spill-
ingar yfir rússneska
keisaradæminu.
Hungursneyðir voru
landlægar og drep-
sóttir herjuðu með
stuttu millibili. Fram-
leiðslutæknin var
frumstæð og fábrotin, verkamenn
í verksmiðjum voru aðeins 2 millj-
ónir og aðeins 15% þjóðarinnar
bjuggu í borgum. Flestir lands-
búa voru bændur sem, að tækni
og vinnubrögðum, stóðu á svipuðu
stigi og tíðkaðist í V-Evrópu á 14.
öld. Fæstir voru læsir eða skrif-
andi. Í hugarheimi fólks ríkti hin
kirkju- og alþýðlega hjátrú ein og
óskoruð. Við bættist að eftir
meira en þriggja ára þátttöku í
fyrri heimstyrjöldinni var fram-
leiðslugeta landsins að þrotum
komin og sulturinn svarf að
landslýðnum. Þannig var í stuttu
máli umhorfs í víðlendasta ríki
jarðarinnar fyrir einni öld. „Þar
svalt hjá horuðu svíni/svívirt og
hnípin þjóð.“ (Halldór Laxness)
Ástandið á austurvígstöðvunum
var óskaplegt. Rússneski keis-
araherinn, forustulítill og fátækur
að gögnum, beið afhroð fyrir
Þjóðverjum. Keisaravaldið, skekið
af álögum styrjaldar og rotið og
fúið fyrir, riðaði til falls.
Í mars 1917 var Nikulás keisari
II. neyddur til að fara frá völdum
og bráðabirgðastjórn sett á lagg-
irnar. Sú stjórn átti þá hugsjón
helsta að halda stríðsrekstrinum
áfram. Byltingarópið um frið,
brauð og jarðnæði ómaði um
landið allt og fól í sér löngun og
þrá hinna stríðshröktu, hungruðu
milljóna. „Og loksins kom að því
þeir börðust í bænum,/um brauð
handa sveltandi verkalýð.“
(Steinn Steinarr)
7. nóvember 1917 voru dagar
rússneska keisaradæmisins taldir
er bolsévíkar stigu fram á svið
sögunnar í Pétursborg. Rauðliða
dreif að og þeir hertóku þýðing-
armestu staði borgarinnar. Kl. 18
var Vetrarhöll keisarans, þar sem
ríkisstjórnin hafði hreiðrað um
sig, tekin með áhlaupi. Um kvöld-
ið kom forustulið bolsévíka saman
í Smolnístofnuninni og í ræðustól
steig lágvaxinn maður. Hann lauk
máli sínu með þessum orðum: „Í
Rússlandi verðum við nú að byrja
á uppbyggingu hins sósíalíska rík-
is verkalýðsins.“ Maðurinn var
Vladimir Lenín. Aðeins þrem
mánuðum síðar, eða í febrúar
1918, hafði byltingin breiðst út
um allt þetta víðlenda ríki. Þá
urðu straumhvörf í veraldarsög-
unni, fyrsta verkalýðsríkið á
jörðu hér leit dagsins ljós og tók
yfir sjötta hlutann af þurrlendi
jarðar. Bolsévíkar höfðu lofað
þjóð sinni brauði, jarðnæði og
friði. Bændurnir fengu nú loksins
þá jörð, er þeir og áar þeirra
höfðu ræktað öldum saman en
aldrei átt og friðurinn sem samið
var um við Þjóðverja í Brest-
Litovsk í mars 1918, þótt harður
væri (landaafsal, stríðsskaðabæt-
ur), átti að gefa þjóðinni færi á að
njóta ávaxta byltingarinnar.
En eitt er að taka völdin og
annað að geyma þau. Það fengu
bolsévíkar að reyna því ekki
höfðu þeir lengi verið við völd
þegar þeir þurftu að kalla þjóðina
til vopna á ný. Herforingjar úr
hinum sigraða her keisarans
skáru upp herör og hófu uppreisn
gegn stjórn bolsévíka. Og frá því
síðsumars 1918 til vors 1919
höfðu herir 14 ríkja ráðist inn í
Rússlands þeim til aðstoðar. Í
þessum hópi var að finna Banda-
ríkin, Bretland, Jap-
an, Frakkland og
Ítalíu, svo einhver
séu nefnd, og ekki
má gleyma Finnlandi
sem 1918 varð fyrsta
fasistaríkið í Evrópu.
Þessir innrásarherir
áttu líka annað er-
indi. Þeirra eigin
auðdrottnar höfðu
fjárfest ótæpilega í
rússneskum auðlind-
um, bönkum og iðn-
aði. Þessar eignir þurfti að verja.
M.ö.o. heimsvaldasinnar allra
landa sameinuðust gegn bylting-
unni og ætluðu að drekkja henni í
blóði. Og tæpt stóð það þegar
verst lét. Í meira en fjögur ár var
barist víðsvegar um Rússland.
Bolsévíkum óx stöðugt fiskur um
hrygg uns lokasigur vannst 19.
október 1922 þegar rauði herinn
umkringdi Vladivostok við Kyrra-
haf og leifar japanska innrás-
arhersins gáfust upp og létu úr
höfn. Með því höfðu bolsévíkar
endurheimt að mestu allt Rúss-
land og stofnun Sovétríkjanna í
desember sama ár fylgdi í kjölfar-
ið.
Á árunum 1918 til 1920 var
Stalín sendur af miðstjórn flokks-
ins frá einum vígvellinum til ann-
ars, til þeirra staða, sem byltingin
var í mestum háska stödd. Á
flokksþinginu 1922 var Stalín
kjörinn í æðstu stöðu flokksins,
m.a. vegna veikinda Leníns. Það
segir sig sjálft að eftir átta ára
stríðsátök var hagur hinna ungu
Sovétríkja ekki beysinn. Iðn-
aðarframleiðslan aðeins fimmt-
ungur þess er hún var 1914 og
kornsáð land nam rúmum helm-
ingi þess er áður var. Við bættist
mannfall, eyðilegging og hungur.
21. janúar 1924 urðu Sovétríkin
fyrir miklu áfalli, því þá lést Vla-
dimir Lenín, eftir langvarandi
veikindi, aðeins tæplega 54 ára að
aldri. Veikindi hans mátti rekja
til banatilræðis, sem honum var
sýnt nokkrum árum áður. ,,Mað-
ur, sem fremur öllum öðrum mik-
ilmennum sögunnar hafði anda-
gift snillingsins til að bera.“
(Maxím Gorkí).
Lenín var látinn, en lenínism-
inn var í heiminn borinn og Stalín
var maðurinn sem bar gunnfána
hans. Þrátt fyrir sigur bolsévíka á
gagnbyltingu og í íhlutunarstyrj-
öldum áttu þeir eina þolraun eft-
ir. Sú var í því fólgin að hreinsa
flokkinn af framasjúkum ein-
staklingum, sem stunduðu stöðugt
hvers kyns moldvörpustarfsemi
innan hans í þeim tilgangi að
grafa undan hinu sovéska skipu-
lagi og víluðu hvorki fyrir sér
skemmdarverk né morð í iðju
sinni. Um þverbak keyrði eftir
valdatöku nasista í Þýskalandi
1933 enda fjármögnuðu þýska og
japanska leyniþjónustan aðgerðir
þeirra upp frá því. Svo rækilega
tókst Sovétmönnum að uppræta
þessa starfsemi að þegar þýski
herinn ásamt herjum leppríkja
sinna réðst á Sovétríkin 22. júní
1941, fyrirfannst engin „fimmta
herdeild“ þar í landi eins og í
flestum öðrum Evrópulöndum.
Eftir fráfall Stalíns í mars 1953
kom fljótt í ljós að tilraun hans
og Leníns með verkalýðsríkið
mistókst. Margar tilraunir mis-
takast. Menn læra af mistök-
unum, reyna aftur og aftur uns
allt tekst vel.
Rússneska
byltingin 100 ára
Eftir Ólaf Þ.
Jónsson
»Eftir fráfall Stalíns í
mars 1953 kom fljótt
í ljós að tilraun hans og
Leníns með verkalýðs-
ríkið mistókst.
Ólafur Þ. Jónsson
Höfundur er skipasmiður.
„Apokryf“ er komið
úr grísku og merkir
leynilegur eða dulinn.
Þegar um er að ræða
Apókrýfu bækur
Gamla testamentisins
er átt við rit sem voru
skrifuð á síðustu
tveim öldunum fyrir
fæðingu Jesú, oftast
af gyðingum sem
bjuggu í Egyptalandi
og töluðu grísku. Þannig að bæk-
urnar voru ritaðar á grísku.
Þessar bækur lásu hinir fyrstu
kristnu sem hluta af grísku, Sjötíu-
mannaþýðingu Hebresku Biblíunn-
ar. Sjötíumannaþýðingin eða Sep-
tuaginta eins og hún hét á grísku,
var grísk þýðing Hebresku Bibl-
íunnar sem gerð var í Alexandríu í
Egyptalandi á annarri öld fyrir
Krist. Hún inniheldur ýmsa gríska
texta sem ekki eru viðurkenndir af
rabbínum gyðinga og aðra sem
ekki eru viðurkenndir sem helgirit
af öllum kristnum trúfélögum. En
þessi þýðing er sú sem gríska Rétt-
trúnaðarkirkjan notar.
Rabbínar gyðinga höfnuðu þess-
um grísku textum sem ekki voru
bein þýðing úr gömlu hebresku
textunum, þegar þeir voru að
ákveða hvaða rit skyldu tilheyra
Hebresku Biblíunni eftir fall Jerú-
salem árið 70, eftir að Rómverjar
eyddu musterinu í Jerúsalem.
Apókrýfu ritin grísku fylgdu því
kirkjunni en ekki hinni gyðinglegu
hefð og voru þau þýdd á latínu í
Vúlgötu, hinni fyrstu stóru þýðingu
Biblíunnar á því máli. Í ýmsum er-
lendum útgáfum Biblíunnar er því
þessi rit að finna, bæði hjá kaþ-
ólskum og lúterskum svo dæmi sé
tekið. En það er þó
ekki algilt. Og ekki
endilega að alltaf sé
um sömu ritin að ræða
í öllum útgáfum.
Sjálfur á ég mikið
safn Biblía frá öllum
heimshornum. Hinar
norrænu sleppa yf-
irleitt þessum ritum.
Sumar hafa færri
þeirra en birtast í
Biblíuútgáfunni okkar
2007. Vúlgata-útgáfan
sem ég á inniheldur
aðeins Makkabeabækurnar tvær.
En grísku og rússnesku Biblíurnar
mínar hafa svipaðan fjölda og við.
Og þannig mætti lengi telja.
Þessar bækur, Apókrýfu ritin,
eru ákaflega mikilvægar til skiln-
ings á sögu kristninnar. Þær
fylgdu íslenskum Biblíum fram á
19. öld. Þannig voru þær í Guð-
brandsbiblíu svo dæmi sé tekið.
Það var reyndar mikið deilt um
þessar bækur á siðbreytingartím-
anum. Hér á landi var hætt við að
hafa þær með í Biblíuútgáfum frá
miðri 19. öld vegna þess að Breska
biblíufélagið styrkti þá útgáfu Bibl-
íunnar. Breska biblíufélagið var
undir sterkum kalvínskum áhrif-
um. Og Kalvínistar hafna þessum
bókum.
Apókrýfu bækur Gamla testa-
mentisins eru:
Tóbítsbók
Júdítarbók
Esterarbók
Speki Salómons
Síraksbók
Barúksbók
Bréf Jeremía
Viðaukar við Daníelsbók
Fyrsta Makkabeabók
Önnur Makkabeabók
Bæn Manasse
Makkabeabækurnar eru í mestu
uppáhaldi hjá mér. Þær segja sögu
uppreisnar Ísraelsmanna gegn
Sýrlendingum árin 167-160 fyrir
Krist. Sýrlendingar voru þá hinir
grísku Selevkítar, erfingjar að
hluta af heimsveldi Alexanders
mikla. Makkabeabækurnar eru
endursagðar í skáldverkinu Fimm
synir eftir Howard Fast sem út
kom í íslenskri þýðingu 1954. Bók
sem engir sem hafa áhuga á sagn-
fræði og Biblíufræðum ættu að láta
framhjá sér fara.
En hér er gott að undirstrika að
þessar bækur allar og saga þeirra
sýnir að Hebreska Biblían, eða
Gamla testamentið, geymir ekki
allar helgibækur gyðinga. Þær eru
fjölmargar aðrar. Sama má segja
um Nýja testamentið. Það geymir
ekki öll helgirit kristinna manna
frá fyrstu öldum kristninnar. Önn-
ur slík rit eru til dæmis Tómasar-
guðspjall, Júdasarguðspjall,
Maríuguðspjall og fjölmörg önnur.
Gleymum því ekki heldur að það
er ekkert til sem heitir hlutlaus
sagnfræði eða hlutlaus túlkun á
sagnfæðilegum heimildum. Allir
sagnfæðingar skrifa út frá eigin
sjónarhorni, eigin túlkun og eigin
áherslum. Það er himinn og haf á
milli sögulegrar túlkunar atburða
eftir því hver lífssýn þess er sem
ritar söguna og túlkar heimild-
irnar.
Þess vegna er fjölbreytileikinn
svo mikilvægur – sérstaklega þeg-
ar við lesum í heimildirnar um
Biblíuna. Þess vegna er mikilvægt
að hafa leynilegu ritin öll til hlið-
sjónar. Og líka Talmúd og Mishna
gyðinga, Gyðingasögu Jósefusar og
öll ritin frá fyrstu þremur öldum
kristninnar sem fjalla um Krist en
ekki er að finna í Biblíunni.
Biblían – leyndu ritin
Eftir Þórhall
Heimisson » Þess vegna er mikil-
vægt að hafa leyni-
legu ritin öll til hlið-
sjónar. Og líka Talmúd
og Mishna gyðinga og
Gyðingasögu Jósefusar
Þórhallur Heimisson
Höfundur er sóknarprestur
í Breiðholtskirkju.
thorhallur33@gmail.com
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.