Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. KOSNINGAR 2017 Þingmenn átta flokka taka sæti á Alþingi eftir kosningar helgarinn- ar, en þar af eru margir að setjast á þing í fyrsta sinn. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir fjölda þing- flokka vissulega skapa einhver vandamál en ekkert sem starfsfólk þingsins geti ekki leyst úr. „Já, þetta er nokkuð snúið og erfitt. Við leysum hins vegar úr þessu líkt og við gerðum fyrir ári þegar flokkarnir voru sjö,“ segir Helgi en fara þarf í örlitlar breyt- ingar til að koma öllum flokkum fyrir. „Þetta eru engar stórvægi- legar breytingar sem við erum að ráðast í en það þarf að taka niður létta veggi og færa til svo koma megi öllum þingflokkum vel fyrir.“ Þingflokksherbergin eru öll í Al- þingishúsinu eða skálanum svo- kallaða. Spurður hvort deilt sé um bestu herbergin segir Helgi svo ekki vera. „Nei, engar deilur. Reglur um úthlutun þingflokksherbergja eru nokkuð skýrar frá forsætisnefnd.“ Nýir þingmenn fá kynningu Fjöldi nýrra þingmanna mun stíga sín fyrstu skerf á Alþingi á komandi kjörtímabili og þarf að skóla þá til í siðum og venjum þingsins. Helgi vill þó ekki kalla þetta þingmannaskóla en vissulega fá nýir þingmenn leiðsögn um störf þingsins og þann stuðning sem þingmenn fá frá starfsfólki þingsins. „Stefnt er að því að kynning fyr- ir nýja þingmenn verði haldin 8. nóvember næstkomandi og hún verður með hefðbundnu sniði,“ segir Helgi. Þröngt mega sáttir sitja  Átta þingflokkar munu starfa á Alþingi  Taka þarf niður létta veggi og gera breytingar til að koma öllum fyrir Morgunblaðið/Golli Alþingi Helgi Bernódusson skrif- stofustjóri tekur við nýju fólki. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, hefur boðað til fundar við sig á Bessastöðum í dag for- ystumenn þeirra flokka sem náðu kjöri til Alþingis um helgina. Fyrstur til fundar við forseta verður Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, sem mætir kl. 10. Bjarni hafði áður skilað umboði sínu til forsetans eftir að slitnaði upp úr samstarf- inu við Bjarta framtíð og Viðreisn og efnt var til kosninga. Síðan þá hefur ríkisstjórn Bjarna verið starfsstjórn. Næst mun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mæta á Bessastaði í dag, eða kl. 11. Klukkan 12 verður röðin komin að Sigurði Inga Jóhannssyni, for- manni Framsóknarflokksins, kl. 13 mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ver- ið boðaður kl. 14. Á eftir Sigmundi kemur Þór- hildur Sunna Ævarsdóttir, fulltrúi Pírata, klukkan 15 og klukkustund síðar er komið að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Síðasti fundur forseta í dag verður síðan með Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, formanni Við- reisnar, eða klukkan 17 síðdegis. Hver fær svo umboðið? Að þessum fundarhöldum lokn- um má gera ráð fyrir að Guðni Th. Jóhannesson geri upp hug sinn um hvaða formaður fær stjórnarmyndunarumboðið fyrst- ur. Það gæti gerst strax á morg- un, þriðjudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðræður Bjarni Benediktsson á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni þegar hann fékk umboð til stjórnar- myndunar fyrir ári. Fundað á Bessastöð- um í dag  Guðni kallar formennina til sín Gísli Rúnar Gíslason Jón Birgir Eiríksson Strax eftir kosninganótt hófu for- ystumenn flokkanna óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar með meirihluta á Alþingi, eða stuðn- ingi þingsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest- an þingstyrk, 16 þingmenn, en flokkurinn missti þó fimm þingsæti í kosningunum um helgina. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, vildi ekki tjá sig um niðurstöður kosninganna eða mögulegar stjórn- armyndunarviðræður við Morgun- blaðið. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagðist Bjarni gleðjast yfir árangr- inum að því leyti að flokkurinn hefði mest fylgi í öllum kjördæmum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins á lands- vísu hefur aðeins einu sinni verið minna frá stofnun lýðveldisins og raunar frá stofnun flokksins árið 1929 en það var í þingkosningunum árið 2009. Stjórnarandstaðan í meirihluta Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð bætti við sig einum manni og hefur ellefu þingmenn. Katrín Jak- obsdóttir, formaður VG, segir það stærstu tíðindin að fráfarandi stjórnarandstaða hafi nú meirihluta á þingi. Sú ríkisstjórn yrði fjögurra flokka stjórn og hefði eins manns meirihluta. „Mér finnst skynsam- legt að við förum yfir það í okkar herbúðum hvort við metum það sem vænlegan kost,“ segir Katrín. Spurð hvort hún myndi vilja leiða stjórn svo margra flokka, með hlið- sjón af örlögum síðustu ríkisstjórn- ar, segir hún traust innan ríkis- stjórnar ekki mælt í fjölda flokka eða í þingstyrk. „Þetta byggist á trausti milli fólks í fyrsta lagi. Í öðru lagi snýst þetta um hvort okk- ur auðnast að skapa breiðari sam- stöðu í tilteknum málaflokkum þannig að það ríki meiri friður í stjórnmálunum,“ segir hún. Samfylkingin hefur nú sjö þing- menn, en Logi Már Einarsson, for- maður flokksins, telur meirihluta stjórnarandstöðu vera í spilunum og finnst eðlilegast að Katrín Jakobs- dóttir fái að spreyta sig fyrst á stjórnarmyndun. „Það myndar ágætis grunn fyrir ríkisstjórn hvort heldur sem við verðum fjórir flokk- ar eða tökum einhvern með okkur í það samstarf.“ Logi útilokar þó ekki viðræður við aðra flokka en segir það ekkert leyndarmál að honum hugnist félagshyggjustjórn best. Framsóknarflokkurinn vann varnarsigur og hefur átta þing- menn, jafn marga og síðast. Stef- anía Óskarsdóttir stjórnmálafræð- ingur sagði í samtali við mbl.is í gær að flokkurinn væri í lykilstöðu, hann gæti ráðið miklu um hvort mynduð yrði meirihluti fráfarandi stjórnar- andstöðu eða hvort leitað yrði til hægri og mynduð stjórn VG, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. „Við erum meðvituð um þá stöðu að við erum miðjuflokkur, en það eru ekki bara kjósendur sem horfa til okkar sem fólks sem kann og getur starfað í ríkisstjórn. Hinir flokkarnir líta líka til okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formað- ur Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir erfitt að spá um framhaldið eftir að nið- urstöður liggja fyrir. „Ég held að það muni taka töluverðan tíma að púsla þessu saman en vonandi verð- ur það þá bara á grundvelli málefna þannig að það verði hægt að mynda ríkisstjórn sem beitir sér fyrir ákveðnum framfaramálum, en það er ekkert að fara að gerast á morg- un held ég,“ segir hann. Píratar hafi fest sig í sessi Píratar misstu fjóra þingmenn og þingflokkurinn er nú sex menn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, aðal- samningamaður Pírata, segir flokk- inn hafa fest sig í sessi og hann eigi fullt erindi í ríkisstjórn. „Við erum komin til að vera og það þarf að taka okkur alvarlega sem stjórn- málaafl. Við eigum fullt erindi í rík- isstjórn, það er klárt mál,“ bætir hún við. Aðspurð hvort viðræður hafi átt sér stað milli stjórnarand- stöðuflokkanna, segir hún að óform- legar viðræður hafi staðið yfir. „Við höfum heyrst okkar á milli, en þetta er allt á samtalsstigi núna. Við sjáum hvernig næstu dagar þróast,“ segir hún. Á fundi nýs þingflokks Pírata í gær var ákveðið að flokk- urinn útilokaði samstarf við Sjálf- stæðisflokk. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki útilokað neinn flokk hvað varðar ríkisstjórnarsam- starf, en hefur engan sérstakan samstarfsflokk í huga heldur. Í samtali við mbl.is í gær sagði hún flokkinn eiga fullt erindi í ríkis- stjórn. Flokkurinn hefur fjóra þing- menn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir það útilokað að segja til um hvaða flokkar muni mynda ríkis- stjórn svona stuttu eftir kosningar, en Viðreisn missti þrjá þingmenn, en hefur nú fjóra. „Við í Viðreisn skorumst ekki undan ábyrgð, það er ekki spurning, en stjórnarandstaða er óneitanlega aðlaðandi í þessum aðstæðum,“ segir Þorgerður en bætir við að flokkurinn sé tilbúinn í að skoða þá stjórn sem getur tryggt það að málefni Viðreisnar fái braut- argengi. Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn  Möguleiki á samstarfi stjórnarandstöðunnar  Framsóknarflokkur lykilbreyta Morgunblaðið/Eggert Umræður Leiðtogar flokkanna komu saman í Silfrinu í gær. Þau fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar í dag. Samfylkingin Nýr þingflokkur kom saman til fundar í gær, allir þingmenn komust nema Albertína Friðbjörg Elíasdóttir úr Norðausturkjördæminu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.