Morgunblaðið - 21.11.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2017, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2017 ÍÞRÓTTIR Landsliðið Craig Pedersen er ánægður með að geta nýtt krafta Jakobs Arnar Sigurðarsonar á ný en hann gaf nú óvænt kost á sér í landsliðið fyrir leikina gegn Tékklandi og Búlgaríu. 3 Íþróttir mbl.is Albert Guð- mundsson var enn og aftur á skotskónum með unglingaliði PSV í hollensku B- deildinni í knatt- spyrnu í gær- kvöld. Albert skoraði síðara mark PSV í 2:0-sigri gegn Utrecht og var þetta 18. mark hans í síðustu 18 leikjum með liðinu. Al- bert leikur í stöðu kantmanns en lætur það ekki halda aftur af sér við markaskorun. Hann var kall- aður af leikvelli á 84. mínútu. Albert skorar og skorar Albert Guðmundsson FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Jóhann Berg Guðmundsson og fé- lagar í Burnley hafa gert sitt til að afsanna tilgátuna um að „ár númer tvö“ í efstu deild sé erfiðara og „hættulegra“ en nýliðaárið. Þeir eru með 22 stig eftir 12 fyrstu umferð- irnar í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, jafnir Liverpool og Arsenal að stigum, og hafa aðeins tapað ein- um af síðustu tíu leikjum sínum, á útivelli gegn toppliði Manchester City. Burnley endaði í 16. sæti á síðustu leiktíð, sex stigum frá fallsæti, eftir að hafa komist upp úr ensku B- deildinni ári áður. Félagið sá svo í sumar á eftir tveimur af sínum dáð- ustu leikmönnum, Michael Keane til Everton og Andre Gray til Watford, og hafði mjög hægt um sig í leik- mannakaupum. Engu að síður hefur gengið verið afar gott, og Jóhann á sjálfur ríkan þátt í því: „Auðvitað vita allir að við erum ekki með dýrasta liðið í ensku úr- valsdeildinni en rétt eins og með ís- lenska landsliðið þá getur sterk liðs- heild, með góða einstaklinga innanborðs, gert mjög góða hluti,“ segir Jóhann, en Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Það tala auðvitað margir um það að „annað tímabilið“ í úrvalsdeild- inni sé mun erfiðara en það fyrsta. Þannig hefur það líka oft verið. En hjá okkur finnst mér liðið bara hafa orðið betra, þar sem menn hafa öðl- ast meiri reynslu og þekkja deildina betur. En það er nóg eftir af þessu tímabili. Við höfum þó komið okkur í frábæra stöðu og höldum vonandi svona áfram,“ segir Jóhann. Lærði mikið af síðustu leiktíð Jóhann hefur átt flestar stoðsend- ingar Burnley-manna það sem af er vetri, eða þrjár. Þó að Burnley hafi aðeins skorað 12 mörk á leiktíðinni eru aðeins fjórir leikmenn í deild- inni, utan toppliðanna fjögurra, sem lagt hafa upp fleiri mörk en Jóhann. Hann lagði upp tvö mörk á allri síð- ustu leiktíð, sinni fyrstu í úrvals- deildinni eftir komuna frá Charlton, og skoraði eitt mark. Meiðsli settu hins vegar sinn svip á þá leiktíð, bæði hnémeiðsli og tognanir í læri, og lék Jóhann aðeins 10 leiki í byrj- unarliði. Í vetur eru þeir þegar orðn- ir 8 talsins og meiðslin engin, sem er kannski engin tilviljun, eða hvað? „Varðandi síðasta vetur þá hafði ég spilað marga leiki á erfiðu tíma- bili með Charlton, og fór svo á Evr- ópumótið í Frakklandi þar sem við spiluðum líka marga erfiða leiki. Ég fékk svo bara einhverjar tvær vikur í frí áður en ég var mættur á und- irbúningstímabil með Burnley. Þetta gæti hafa haft sín áhrif, og ég lærði mikið af þessu; að hugsa meira um sjálfan mig og passa hvað ég geri. Það vill enginn leikmaður vera meiddur og ég hef ekki verið með nein meiðsli í vetur, og vonandi helst það þannig,“ segir Jóhann. Hlutverk hans í vetur er nokkuð stórt, eins og fyrr segir, og hann er ánægður með það sem af er leiktíð: „Algjörlega. Ég byrjaði alla leiki í byrjun tímabilsins, datt aðeins út en hef svo komið aftur sterkur inn í þetta og er að spila mjög vel. Ég þarf bara að halda því áfram. Það er auðvitað mikil samkeppni í hópnum og maður þarf að halda áfram svona,“ segir Jóhann, en hann lagði upp einu mörk Burnley í dýrmætum 1:0-sigrum á Newcastle og South- ampton, og lék allan leikinn í 2:0- sigri á Swansea um helgina. Sigr- arnir eru því orðnir þrír í röð en næst á dagskrá er erfiður leikur við Arsenal á sunnudag. Sigurliðið þar gæti mögulega þokað sér upp í Meistaradeildarsæti. Límdur við skjáinn 1. desember Jóhann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðustu misseri og bíður spenntur eftir heimsmeist- aramótinu í Rússlandi næsta sumar, eins og fleiri. Nú er orðið ljóst hverj- ir styrkleikaflokkarnir verða fyrir HM-dráttinn 1. desember, þar sem Ísland verður í 3. styrkleikaflokki, en Jóhann segist ekki hafa búið sér til neinn draumariðil: „Maður bíður bara eftir 1. desem- ber og ég verð límdur fyrir framan skjáinn eins og flestir landsmenn að bíða eftir því að sjá hverja við fáum. Ég hef svo sem látið það vera að velja mér einhverja óskamótherja, en það gerist náttúrulega ekki á hverjum degi að maður fái að spila við lið eins og Brasilíu. En sama hvaða lið við fáum þá verður þetta mögnuð upplifun fyrir okkur sem lið og þjóðina alla að taka þátt í þessu.“ Velgengnin minnir á íslenska landsliðið  Jóhann Berg og félagar í Burnley hafa blásið á „annars árs“-tilgátuna í vetur AFP Mikilvægur Jóhann Berg Guðmundsson hefur reynst Burnley afar mikilvægur að undanförnu en hann lagði upp sigurmark bæði gegn Newcastle og Southampton fyrir skömmu, og jöfnunarmark gegn West Ham þar áður. Jóhann Berg » Er á sinni annarri leiktíð með Burnley í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu, en liðið er í 7. sæti með 22 stig. » Hefur leikið 11 af 12 leikjum á tímabilinu, þar af 8 í byrj- unarliði, og lagt upp 3 af 12 mörkum liðsins. » Lék sinn fyrsta A-landsleik 2008, á að baki 63 landsleiki og hefur skorað sjö mörk. Brighton og Stoke skildu jöfn, 2:2, í lokaleik 12. umferðar ensku úrvalsdeild- arinnar í knatt- spyrnu í gær. Brighton er áfram í efri hluta deildarinnar en liðið er í 9. sæti með 16 stig. Stoke er í 15. sæti með 13 stig eins og Leicester, Bournemouth og Southampton. Eric Maxim Choupo- Moting skoraði fyrir Stoke sem var yfir 1:0 og 2:1. Pascal Gross og Jose Izquierdo skoruðu mörk Brighton en jöfnunarmarkið kom á 60. mín- útu leiksins. kris@mbl.is Brighton í efri hlutanum Kurt Zouma Elísabet Gunn- arsdóttir, þjálf- ari sænska kvennaliðsins Kristianstad, var í gær útnefnd þjálfari ársins í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu á verð- launahátíð sænska knatt- spyrnusambandsins. Undir hennar stjórn varð Kristi- anstad í fimmta sæti í sænsku úr- valsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Í fyrra var liðið í fallbaráttu og um- skiptin því mikil. Elísabet hafði betur í baráttunni við Kim Björkegren, þjálfara meist- araliðs Linköping, og Joel Riddez, þjálfara Djurgården. Þetta var níunda tímabil Elísa- betar með Kristianstad og hefur hún samið um að þjálfa liðið áfram. Hún þjálfaði áður hjá Val og ÍBV heima á Íslandi. Einn leikmanna liðsins er landsliðskonan Sif Atla- dóttir og aðstoðarþjálfari er Björn Sigurbjörnsson. sport@mbl.is Elísabet valin best í Svíþjóð Elísabet Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.