Morgunblaðið - 21.11.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.11.2017, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2017 KNATTSPYRNA Olísdeild karla Afturelding – Valur .............................. 23:28 Grótta – Víkingur ................................. 30:19 Staðan: Valur 10 8 1 1 263:247 17 FH 10 8 0 2 330:260 16 Haukar 10 7 1 2 286:245 15 ÍBV 9 6 2 1 257:246 14 Selfoss 10 6 0 4 278:270 12 Stjarnan 9 4 3 2 246:236 11 ÍR 10 4 0 6 271:256 8 Fram 10 3 2 5 286:307 8 Afturelding 10 3 1 6 260:274 7 Grótta 10 2 0 8 239:259 4 Fjölnir 10 0 3 7 246:303 3 Víkingur 10 0 3 7 238:297 3 HANDBOLTI Dominos-deild karla Þór Þ. – Valur ....................................... 78:68 Staðan: Tindastóll 8 7 1 695:580 14 Keflavík 8 6 2 758:678 12 ÍR 8 6 2 644:607 12 Haukar 8 5 3 709:628 10 Njarðvík 8 5 3 677:675 10 Stjarnan 8 4 4 684:666 8 Grindavík 8 4 4 712:705 8 KR 8 4 4 655:650 8 Valur 8 3 5 678:707 6 Þór Ak. 8 2 6 625:695 4 Þór Þ. 8 2 6 612:692 4 Höttur 8 0 8 592:758 0 NBA-deildin Toronto – Washington .......................100:91 Miami – Indiana ..................................95:120 Brooklyn – Golden State ..................111:118 Minnesota – Detroit ...........................97:100 Phoenix Suns – Chicago Bulls .........113:105 LA Lakers – Denver ........................127:109 KÖRFUBOLTI HANDBOLTI Bikarkeppni karla: Eyjar: ÍBV2 – Afturelding ........................18 ÍSHOKKÍ Hertz-deild karla: Laugardalur: Esja – Björninn .............19:45 Í KVÖLD! Valsmönnum var kippt niður á jörðina í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Valur hafði unnið góða sigra gegn bæði Stjörnunni og ÍR í síðustu leikjum en tapaði í gær fyrir Þór í Þorlákshöfn 78:68. Þórsarar hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils og höfðu aðeins unn- ið einn leik af fyrstu sjö þar til í gær. Valsmenn voru fimm stigum yfir þegar fyrsti leikhluti rann sitt skeið 20:15 en Þórsarar sneru blaðinu við í öðrum leikhluta. Höfðu heimamenn átta stiga forskot 37:29 að fyrri hálf- leik loknum. Leiðin að sigrinum var þó ekki ein- föld fyrir Þór því Valur komst aftur yfir í þriðja leikhluta 46:45. Fyrir síð- asta leikhlutann var Þór fimm stigum yfir 55:50 og spenna í loftinu. Eftir að staðan hafði verið 64:61 fyrir Þór sigu heimamenn fram úr og unnu lokakafla leiksins 14:7 og þar með leikinn með tíu stiga mun. Þór er með fjögur stig eins og Þór frá Akureyri og eru liðin tveimur stig- um á eftir Val sem er í sætinu fyrir of- an. DJ Balentine II skoraði 23 stig fyr- ir Þór og Ólafur Helgi Jónsson gerði 15 auk þess að taka 10 fráköst. Austin Magnus Bracey var með 23 stig fyrir Val og Urald King 21 ásamt því að taka 16 fráköst. Val kippt niður á jörðina Morgunblaðið/Golli Seigur Ólafur Helgi Jónsson skoraði 15 stig og tók 10 fráköst fyrir Þór.  Annar sigur Þórs frá Þorlákshöfn  Valur fylgdi ekki eftir góðum sigrum Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 20. nóvember 2017. Gangur leiksins: 2:7, 10:11, 15:18, 15:20, 19:22, 23:23, 30:25, 37:29, 39:39, 45:46, 51:46, 55:50, 61:52, 64:61, 69:63, 78:68. Þór Þ.: DJ Balentine II 23, Ólafur Helgi Jónsson 15/10 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14, Emil Karel Einarsson 14/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Jesse Pellot-Rosa 3/4 fráköst, Hall- dór Garðar Hermannsson 2/9 frá- köst/6 stoðsendingar, Óli Ragnar Alex- andersson 2/4 fráköst. Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn. Valur: Austin Magnus Bracey 23/4 fráköst, Urald King 21/16 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/7 frá- köst, Benedikt Blöndal 5, Birgir Björn Pétursson 4/5 fráköst, Illugi Stein- grímsson 3/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2. Fráköst: 35 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Þór Þ. – Valur 78:68 Lúxusvandamál í Vesturbæ  Nokkuð sérkennileg umferð  Athyglisverður leikur í Keflavík  Ein flottasta liðsf vetrarins hjá Haukum  „Dabbi kóngur“ gerði sér grein fyrir mikilvægi leiksins í Þorl 8. umferð var nokkuð sérkennileg að því leyti að fyrirfram átti maður von á mörgum jöfnum og spennandi leikj- um en það varð engan veginn raunin. Allir þeir leikir sem áttu að vera hörkuleikir unnust sannfærandi og voru nánast búnir áður en fjórði og síðasti leikhluti hófst. Það var helst leikurinn í gærkvöldi í Þorlákshöfn sem bauð upp á smáspennu. Dabbi kóngur (Davíð Arnar Ágústsson) gerði sér grein fyrir mik- ilvægi þessa leiks fyrir Þór og henti í fjóra mikilvæga þrista. Þegar Dabbi kóngur er heitur þá vinna Þórsarar. Þá gekk Þórsurum einnig best þegar hann var inná. Þær mínútur sem hann spilaði vann Þór með 21 stigi. Hann fékk þetta virðulega nafn þeg- ar ég þjálfaði hann í yngri flokkum Þórs í höfuðið á ritstjóra Morgun- blaðsins sem var alltaf kallaður þessu nafni í minni sveit. Unnu án landsliðsmanna Það var mjög athyglisverður leikur í Keflavík þar sem KR var í heim- sókn. Í fyrsta skipti í langan tíma mætti KR til leiks sem ólíklegri að- ilinn til að vinna leikinn. Keflavík hef- ur verið að spila virkilega vel í vetur þrátt fyrir smá vandræðagang með kanaígildið. Ástæðan er að í KR-liðið vantaði þrjá landsliðsmenn. Jón Arn- ór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru meiddir og þá var fyrirliðinn, Brynjar Þór Björnsson, veikur. Þessi listi er ekki tæmandi því leik- menn á borð við Arnór Hermannsson og Vilhjálm Kára Jensson eru líka meiddir. Það hefur hugsanlega gert heimamenn eitthvað værukæra en það er algjörlega ný staða fyrir KR að vera ekki sigurstranglegri aðilinn. Í Vesturbænum þekkja menn ekkert annað en sigur og það er ætlast til að liðið vinni alla leiki og helst stórt. KR lifir í þeim veruleika að hafa öllu að tapa og að engu að vinna, því þeir eiga alltaf að vera með besta liðið. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna átti KR sinn besta leik í vetur að mínu mati. Í þessum leik sá maður loks orkuna sem hefur vantað í vetur og „gredduna“ sem hefur ekki verið fyrir hendi það sem er af vetri. Flæðið í sókninni var til fyr- irmyndar og allar ákvarðanatökur undantekningalaust góðar. Það var lítið sem ekkert um einstaklings- framtak og leikmenn voru ekki að fara út úr kerfunum í skot með 17 sekúndur eftir af skotklukkunni. Tempóið í leik liðsins var allt annað enda skoraði KR 42 stigum meira en liðið gerði í síðustu umferð. Tveir leikmenn sem eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu eru Andrés Hlynsson og Orri Hilmarsson. Þrátt fyrir litla reynslu í efstu deild spiluðu þeir eins og reynsluboltar. Þeir höfðu virkilega góð áhrif á liðið með mikilli orku. Þeir koma inn og ætla ekki að sigra heiminn. Þeir eru ekki að spila upp á stig eða ein- hverja tölfræði. Þeir spila á réttan hátt þar sem þeir leggja sig fram í vörn og taka góðar ákvarðanir í sókn. Það er að koma í ljós að KR býr yfir mikilli breidd; hugsanlega meiri breidd en KR-ingar gerðu sér sjálfir grein fyrir. Þessir tveir gáfu Finni Frey Stefánssyni, þjálfara sínum, helling að hugsa um. Allir þjálfarar takast daglega á við ýmis vandamál í starfi. Mörg erfið og því er alltaf gaman að fá lúxusvandamál upp í hendurnar, eins og Finnur þarf að takast á við þegar allir verða orðnir heilir. Það er töluvert auðveldara fyrir þjálfara að vera með átta manna spilakjarna þar sem það er bil í næstu menn en að vera 10-12 hörkuleikmenn sem allir geta spilað. Það er erfitt að halda svona mörgum ánægðum. Það stóð t.d. til að Orri færi á venslasamning en ég sé ekki að KR sleppi honum núna. Morgunblaðið/Hari Óeigingjarn Kári Jónsson hjálpar samherjum sínum í Haukum að leika vel. SÉRFRÆÐINGUR MORGUNBLAÐSINS Benedikt Guðmundsson benedikt@gmail.com Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþróttafréttamaður sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir umferð Dominos-deildar karla. Englendingurinn geðþekki Tommy Fleetwood hafnaði í efsta sæti á pen- ingalistanum á Evrópumótaröðinni í golfi. Fleetwood vakti talsverða at- hygli á árinu, meðal annars með góðri spilamennsku á Opna banda- ríska meistaramótinu. Hann sigraði á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni og hafnaði mjög ofarlega í fleiri mótum. Fyrir utan verðlaunaféð úr mótunum fékk Fleetwood tæpa milljón punda fyrir bestan samanlagðan árangur. Í öðru sæti peningalistans hafnaði landi hans, ólympíumeistarinn Justin Rose. kris@mbl.is Fleetwood í efsta sæti England Brighton – Stoke ...................................... 2:2 Staða efstu liða: Man. City 12 11 1 0 40:7 34 Man. Utd 12 8 2 2 27:6 26 Chelsea 12 8 1 3 23:10 25 Tottenham 12 7 2 3 20:9 23 Liverpool 12 6 4 2 24:17 22 Arsenal 12 7 1 4 22:16 22 Burnley 12 6 4 2 12:9 22 Watford 12 5 3 4 19:21 18 Brighton 12 4 4 4 13:13 16 Spánn Eibar – Real Betis.....................................5:0 Ítalía Verona – Bologna ......................................2:3 Holland B-deild: Jong AZ – Jong Ajax ............................... 4:2  Viktor Karl Einarsson kom inn á sem varamaður hjá Jong AZ á 83. mínútu. Jong PSV – Jong Utrecht ....................... 2:0  Albert Guðmundsson lék með Jong PSV fyrstu 84 mínúturnar og skoraði síðara mark liðsins á 41. mínútu. Tyrkland Karabükspor – Kasimpasa ..................... 0:2  Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem varamaður hjá Karabükspor á 45. mínútu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.