Morgunblaðið - 21.11.2017, Page 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2017
„Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari stakk upp á
því að ræða við Jakob. Ég bjóst ekki við því að Jakob
myndi gefa kost á sér en við ákváðum að gefa honum
tækifæri til að svara því. Við útskýrðum fyrir honum
að Jón Arnór og Hörður Axel yrðu ekki með og við
þyrftum því á reyndum bakverði að halda. Jakob er
að spila vel í góðri deild og lið hans er í efsta sæti í
Svíþjóð. Hann sagðist spila ef hann gæti komið því
þannig fyrir varðandi börnin sín og það gekk upp. Ég
ræddi við hann um daginn og hann er spenntur fyrir
verkefninu. Ég er mjög ánægður með að end-
urheimta Jakob því hann er reyndur leikmaður sem
getur hjálpað okkur mjög. Er góður varnarmaður og
þekkir okkar varnarkerfi mjög vel. Hann er því leik-
maður sem getur komið inn í hópinn og tekið strax á
sig ábyrgð,“ sagði Craig Pedersen ennfremur.
Getur strax tekið ábyrgð
Morgunblaðið/Golli
Stjórnandi Craig Pedersen landsliðsþjálfari og Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarmanna hans.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfuknatt-
leik, þurfti að gera ýmsar breytingar á landsliðs-
hópnum vegna landsleikjanna sem framundan eru í
undankeppni HM gegn Tékklandi og Búlgaríu.
Fyrir lá að Jón Arnór Stefánsson væri meiddur,
Hörður Axel Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér og þeir
Ægir Þór Steinarsson og Elvar Már Friðriksson
fengu ekki frí frá sínum liðum. Pavel Ermolinskij
meiddist nýlega og er ekki leikfær auk þess sem
Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi frá Valencia til
að spila gegn Tékkum en ekki er útilokað að hann
verði með gegn Búlgörum.
„Eins og áður þurfum við að spila vel til að eiga
möguleika á sigri. Við erum ekki eins og bestu liðin í
Evrópu sem geta unnið leiki þótt þau sýni ekki allar
sínar bestu hliðar. Ég er spenntur fyrir leik-
mannahópnum og hef góða tilfinningu fyrir honum.
Þessir leikmenn hafa mikinn áhuga á því að spreyta
sig með landsliðinu. Auðvitað myndi ég vilja hafa
leikmennina sem ekki geta verið með en það nær
ekki lengra,“ sagði Pedersen þegar Morgunblaðið
ræddi við hann.
Sýnir ákvörðun Harðar skilning
Spurður út í ákvörðun Harðar Axels um að gefa
ekki kost á sér segist Pedersen sýna henni skilning.
„Eftir langt sumar þar sem landsliðsmenn voru lengi
í burtu frá heimilum sínum þá hélt hann til Kas-
akstan til að spila. Hann lenti þá í vandræðum með
að koma fjölskyldunni til Kasakstan og fá tilskilin
leyfi. Í þetta skiptið vildi hann einfaldlega eyða tím-
anum með fjölskyldunni og ég get skilið það,“ sagði
Pedersen en á hinn bóginn ákvað Jakob Örn Sigurð-
arson að hjálpa til og vera með en hann hafði áður
látið gott heita í landsliðinu. Hvernig kom það til að
leitað var til Jakobs?
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur
úr Leyni, fór upp um 106. sæti á milli
vikna á heimslista kvenna í golfi með
frammistöðu sinni í Kína. Valdís hafn-
aði í 3. sæti á móti á Evrópumótaröð-
inni sem lauk í Kína á sunnudaginn.
Hún er nú í 410. sæti heimslistans.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr GR,
er í 180. sæti og fór niður um eitt
sæti á milli vikna.
Jón Margeir
Sverrisson sneri
aftur í sundlaug-
ina um helgina og
setti Íslandsmet á
Íslandsmeist-
aramóti íþrótta-
sambands fatl-
aðra í 25 metra
laug í Laug-
ardalnum. Hann
bætti met sitt í 1.500 metra skrið-
sundi með því að synda á 16:46,34
mínútum. Agnar Ingi Traustason setti
nýtt Íslandsmet í 50 metra bringu-
sundi í flokki SB5 er hann synti á
54,17 sekúndum.
Haukur Örn Birgisson, forseti
Golfsambands Íslands, var um
helgina kjörinn næsti forseti Evrópska
golfsambandsins, EGA, á aðalfundi
samtakanna í Lausanne í Sviss. Hauk-
ur Örn mun taka við embættinu árið
2019 af Frakkanum Pierre Bechmann
og sitja til ársins 2021, en verður
fram að því í embætti „verðandi for-
seta“. Haukur var áður í mótanefnd
EGA árin 2010–2014 og kjörinn í
framkvæmdastjórn EGA árið 2015.
Svíþjóðarmeistarar Malmö í knatt-
spyrnu vilja fá landsliðsmanninn Arn-
ór Ingva Traustason til sín í vetur og
hafa hafið viðræður þess efnis, sam-
kvæmt sænska blaðinu Expressen.
Arnór sagðist í samtali við blaðið ekki
útiloka neitt sjálfur en ítrekaði að
hann yrði að komast frá AEK Aþenu,
þar sem hann hefur lítið fengið að
spila á leiktíðinni. Arnór er í láni hjá
AEK frá Rapid Vín í Austurríki og átti
lánssamningurinn að gilda fram á
næsta vor, en þjálfari AEK hefur sagt
honum að hann sé ekki í framtíð-
aráætlunum sínum.
Jana Novotna, fyrrverandi Wimble-
don-meistari frá Tékklandi, er látin,
49 ára gömul, úr krabbameini. Sigr-
aði hún á Wimbledon-mótinu árið
1998, en hún hafði áður tapað í úrslit-
um á mótinu árin 1993 og 1997. Hún
vann 12 risatitla í tvíliðaleik og fjóra í
tvenndarleik.
Tony Pulis hefur verið rekinn úr
starfi knattspyrnustjóra WBA eftir
tap fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild-
inni um helgina, 4:0. West Brom er
nú aðeins stigi fyrir ofan fallsvæðið
eftir 16 leiki og hefur ekki unnið í síð-
ustu 10 leikjum í deildinni. Liðið vann
fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en
síðasti sigurleikur kom hinn 22. ágúst
gegn D-deildarliðinu Accrington í
deildabikarnum. Síðan þá hefur liðið
gert fjögur jafntefli en tapað sjö leikj-
um og Pulis hafði sjálf-
ur lýst því yfir að
það kæmi honum
ekki á óvart að
verða rekinn. Pulis
tók við West Brom
árið 2015 eftir að
hafa áður stýrt
Crystal Pa-
lace og
Stoke svo
eitthvað
sé nefnt.
Eitt
ogannaðænum
frammistaða
ákshöfn
Haukar spila svakalega vel
Ein flottasta liðsframmistaða sem
sést hefur í vetur kom þegar Haukar
gjörsigruðu Njarðvík á sunnudaginn.
Haukar spila svakalega vel þessa dag-
ana og hvernig þeir sundurspiluðu
Njarðvíkinga var augnakonfekt. Einn
fyrir alla og allir fyrir einn er það sem
Haukar eru að vinna með þennan vet-
urinn. Í fyrra var Sherrod Wright
alltaf langstigahæstur en núna koma
allir við boltann og allir skora. Paul
Jones tekur ekki neitt frá neinum og
allir njóta sín í kringum hann. Áhrifin
sem unglingurinn Kári Jónsson hefur
á liðið eru alveg ótrúleg. Þetta er liðið
hans og mikið ofboðslega söknuðu
Haukar hans síðasta vetur.
Stólarnir bestir þessa dagana
Besta liðið þessa dagana er samt
Tindastóll. Eftir smábras í byrjun
móts þar sem þetta ofurlið var ekki
sannfærandi virðist Israel Martin
vera búinn að fá mannskapinn til að
smella saman. Sjö sigurleikir í röð og
síðustu leikir mjög sannfærandi. Það
stefnir allt í að Stólarnir verði deild-
armeistarar þennan veturinn og svo
er vonandi fyrir þá að liðið toppi í úr-
slitakeppninni. Þeir missa Antonio
Hester og Pétur Rúnar Birgisson út
vegna meiðsla en eins og hjá KR kem-
ur það ekki að sök.
Mikilvægur sigur
Sigur Stjörnunar á Grindavík var
gríðarlega mikilvægur fyrir Garð-
bæinga. Eftir nokkur töp í röð og síð-
an langt í frá sannfærandi frammi-
stöðu gegn Þór Ak. var algjörlega
nauðsynlegt fyrir þá bláklæddu að ná
í sterkan sigur svona fyrir lands-
leikjahlé. Það er skelfilegt að fara inn
í frí með liðið sitt umkringt nei-
kvæðni. Þessi sigur ætti að gefa
Stjörnunni byr í seglin en Grindvík-
ingar þurfa klárlega að fá Dag Kár
Jónsson inn sem allra fyrst.
Leikmaður umferðarinnar:
Hlynur Bæringsson, Stjörn-
unni
Hlynur var algjörlega
magnaður í sigrinum á
Grindavík suður með sjó.
Ekki nóg með að hann skor-
aði 23 stig og rifi niður 19
fráköst heldur hélt hann
Sigurði Þorsteinssyni í að-
eins einu stigi.
Vakti sérstaka athygli í 8.
umferð:
Ólafur Helgi Jónsson, Þór Þ.
Ólafur Helgi átti mjög flott-
an leik í sigrinum á Val þar
sem hann skoraði og frá-
kastaði virkilega vel.
Besti ungi leikmaður um-
ferðarinnar:
Kári Jónsson, Haukum
Kári sýndi að leikmenn
þurfa ekki að vera með
flotta tölfræði til að vera
frábærir á vellinum. Áhrifin
sem hann hefur á leikina
sjást ekki á neinum töl-
fræðiblöðum. Hann var með
„aðeins“ sjö stig í sigrinum á
Njarðvík en gerði svo margt
annað sem vinnur leiki.
Mikilvægasti sigurinn:
Sigur Þórs Þ. á Val
Þór varð að vinna þennan
leik til að missa ekki Val og
önnur lið frá sér. Þetta var
því rúmlega fjögurra stiga
leikur, því hefðu Þórsarar
tapað væru þeir ekki í nein-
um sérstökum málum.
Athyglisvert í 8. umferð:
Byrjunarlið Þórs frá Ak-
ureyri skoraði aðeins 29 stig
í tapinu gegn ÍR á heima-
velli. Það er svona í það
allra minnsta fyrir heilt
byrjunarlið.
Grindavík er ekki sama
liðið þegar Dagur Jónsson
er ekki. Grindvíkingar hafa
tapað öllum þremur leikjum
sínum þegar Dagur er ekki
en unnið fjóra af fimm þeg-
ar hann er með.
Þór frá Þorlákshöfn tap-
aði aðeins fjórum boltum í
sigrinum á Val, sem er virki-
lega vel gert.
Morgunblaðið/Ófeigur
Leiðtogi Hlynur Bæringsson fór fyrir Garðbæingum í Grindavík.