Morgunblaðið - 21.11.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.11.2017, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2017 Mér ofbauð þegar ég mætti til þess að fylgjast með 10 ára dóttur minni á fimleikamóti barna sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ á laugardaginn. Ekki ofbauð mér dugnaður barnanna heldur að þurfa að greiða 2.000 kr. í aðgangseyri að keppni sem stóð yfir í tæpan hálftíma. Ég hef marga fjöruna sopið eftir að hafa fylgst með börnum mínum í ýmsum íþróttum, utan húss og innan, vítt og breitt um landið, á undangengnum árum. Án undantekninga hefur ekki verið innheimtur aðgangseyrir að þessum mótum. Fimleikar skera sig úr í þessum efnum ásamt dansi, ef marka má reynslu mína. Látum það svo sem vera ef gjaldið væri hóflegt. Fyrir hálfum mánuði fylgdi ég dótturinni á fimleikamót á Akranesi. Þar var krafist 1.000 kr. í aðgangseyri. Snemma á þessu ári fór ég austur á Selfoss á mót þar sem gjaldið var lægra. Þessi gjaldtaka bætist við nokkur þúsund króna þátttöku- gjald á hvert barn. Við því er svo sem ekkert að segja enda tíðkast á flestum mótum barna og ung- linga að mótshaldari innheimti þátttökugjald. Vissulega hefði ég getað setið allan daginn í Ás- garði og fylgst með keppninni til þess að fá sem mest fyrir 2.000- kallinn. Sennilega hefði það í besta falli verið talið hjákátlegt. Að rukka hvern þeirra sem orðnir eru 18 ára um 2.000 kr. fyrir að fylgjast með hálftíma keppni á fimleikamóti barna er hreint og klárt okur. Þúsund krónur er einnig í hærri kant- inum. Mótshaldarar vita vel og nýta sér til fullnustu að foreldrar, afi og amma segja ekki við barn- ið að þau tími ekki að koma og fylgjast með því. Þessi háa gjald- taka er ljót og flokkast undir sið- lausa græðgi. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is VARMÁ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Það er gott að við erum komnir á toppinn. Þar líður okkur vel. Er ekki heitt þar?“ sagði Valsmaðurinn öfl- ugi Ýmir Örn Gíslason við Morgun- blaðið eftir fimm marka sigur gegn Aftureldingu, 28:23, á Varmá í gær. Með sigrinum komust Íslands- og bikarmeistararnir á toppinn, eru stigi á undan FH-ingum sem hafa tapað síðustu tveimur leikjum sín- um. Ýmir Örn skilaði svo sannarlega góðum leik og það kæmi undirrit- uðum mjög á óvart ef pilturinn færi ekki út í atvinnumennsku eftir þessa leiktíð. Ýmir er frábær varnarmaður og í fjarveru bróður síns, Orra Freys, sem er meiddur, leysir hann línustöðuna og varnarmenn Aftur- eldingar réðu ekkert við hann. Ýmir skoraði fjögur mörk af línunni og fiskaði fjögur vítaköst. „Það er gott að geta gert eitthvað fyrir liðið þótt línustaðan sé ekki mín venjulega staða. Mér finnst mjög gaman að spila á línunni og gaman að vera í átökunum í vörninni,“ sagði Ýmir. Valsmenn voru skrefinu á undan Mosfellingum í fyrri hálfleik þar sem varnarleikur beggja liða var góður og markvarslan sömuleiðis. Meist- ararnir sýndu svo mátt sinn og meg- in í seinni hálfleik. Þeir náðu fimm marka forskoti um hálfleikinn miðj- an og eftir það litu þeir ekki til baka. Þeir sigldu stigunum tveimur örugg- lega í höfn og eftir skellinn sem þeir fengu gegn FH-ingum fyrr í þessum mánuði hafa þeir svarað með þrem- ur sigrum í röð og eru komnir í topp- sætið. Varnarleikur Valsmanna var mjög öflugur þar sem Ýmir og Alexander Örn Júlíusson voru í stórum hlut- verkum og fyrir aftan vörnina var Sigurður Ingiberg Ólafsson á tán- um. Anton Rúnarsson stjórnaði sóknarleik Valsmanna af festu, Magnús Óli Magnússon var mjög ógnandi og skoraði nokkur glæsileg mörk og Ýmir var eins og áður segir gríðarlega sterkur á línunni í annars heilsteyptu Valsliði sem hefur góða breidd. Varnarleikur Aftureldingar var góður í fyrri hálfleik og Lárus Helgi Ólafsson varði vel en sóknarleik- urinn gekk ekki sem skyldi. Elvar Ásgeirsson og Árni Bragi Eyjólfs- son voru atkvæðamestir en það vantaði framlag frá fleiri leik- mönnum. Eistinn Mikk Pinnonen var mistækur og eftir að hafa lent fimm mörkum undir um miðjan seinni hálfleik var eins og Mosfell- ingar, sem höfðu fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð, misstu móðinn. Líður vel á toppnum  Íslands- og bikarmeistarar Vals gerðu góða ferð að Varmá  Valur lagði Aftureldingu og skaust í toppsæti Olís-deildarinnar  Réðu ekkert við Ými Örn Morgunblaðið/Eggert Öflugur Ýmir Örn Gíslason var sterkur í liði Valsmanna og hér skorar hann eitt af mörkum sínum. Á NESINU Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is Grótta hafði betur í uppgjöri neðstu liða Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöldi þegar liðið lagði Víking á Seltjarnarnesi, 30:19, í 10. umferð- inni. Finnur Ingi Stefánsson var val- inn maður leiksins með níu mörk en Hreiðar Levý Guðmundsson var einnig drjúgur í marki heimamanna með 15 mörk varin. Með sigrinum lyfti Grótta sér af botninum, upp úr fallsæti og í það 10. Víkingar taka hins vegar við botnsætinu og eru enn án sigurs í deildinni í vetur, með þrjú jafntefli og sjö töp. Umskipti Grótta tapaði fyrstu átta leikjum tímabilsins áður en liðið vann lang- þráðan fyrsta sigur í síðustu umferð gegn Selfossi. Sá sigur hefur gefið leikmönnum mikinn meðbyr en þeir spiluðu af krafti og áræði í gær og fyrir utan nokkuð jafna byrjun voru þeir aldrei líklegir til neins annars en sigurs í Hertz-höllinni í gær. Það er alltaf ótrúlegur munur á dags- formi Víkinga; í síðustu umferð náðu þeir í óvænt jafntefli gegn sterku liði Hauka þar sem skyttan Egidijus Mikalonis lék á als oddi og skoraði 17 mörk. Í gær komst hann, rétt eins og liðið allt, aldrei í gang. Mikalonis brenndi af tveimur vítaköstum, lét verja frá sér ítrekað og endaði leik- inn með fimm mörk. Vandamál Vík- inga einskorðast þó ekki bara við sóknarleikinn, liðið fékk á sig 18 mörk í seinni hálfleik er Gróttumenn skoruðu að vild á meðan Davíð Hlíð- dal Svansson, sem átti góðan fyrri hálfleik, kom engum vörnum við í markinu eftir að vörnin fyrir framan hann hreinlega hrundi. Annar fallslagur fram undan Einhverjir hafa eflaust verið til- búnir að afskrifa Gróttu eftir tap í fyrstu átta leikjunum en liðið hefur svarað því með tveimur sigrum í röð og virðist nú til alls líklegt. Í Hreiðari Levý Guðmundssyni er lið- ið með einn besta markvörð deild- arinnar og það mun hafa verið upp- örvandi fyrir stuðningsmenn liðsins að sjá það skora 30 mörk þó að stór- skyttan sænska, Max Jonsson, hafi átt rólegan leik. Finnur Ingi Stef- ánsson og Bjarni Ófeigur Valdi- marsson tóku af skarið í sóknar- leiknum og sýndu að mikið býr í þessum leikmannahópi. Sú stemning sem er að myndast á Seltjarnarnesi í kjölfar síðustu leikja gæti þó verið fljót að fjara út nái liðið ekki að fylgja þessum úrslitum eftir. Næsti leikur er annar fallslagur, gegn Fjölni á útivelli, en Fjölnir er annað lið sem enn bíður eftir sínum fyrsta sigurleik í vetur. Mosfellsbær, úrvalsdeild karla, Olís- deildin, mánudaginn 20. nóvember 2017. Gangur leiksins: 1:1, 2:4, 5:7, 8:8, 10:9, 11:12, 11:14, 13:16, 14:19, 17:20, 18:24, 23:28. Mörk Aftureldingar: Elvar Ásgeirs- son 7/3, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Mikk Pinnonen 4, Sveinn Aron Sveinsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 1, Bjarki Kristinsson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11/1, Kolbeinn Aron Ingibjargarson 3/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/6, Magnús Óli Magnússon 6, Ásgeir Snær Vignisson 4, Ýmir Örn Gíslason 4, Vignir Stefánsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2/1, Ryuto Inage 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafs- son 13, Einar Baldvin Baldvinsson 1/1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson. Áhorfendur: 250. Afturelding – Valur 23:28 Seltjarnarnes, úrvalsdeild karla, Olís- deildin, mánudaginn 20. nóvember 2017. Gangur leiksins: 2:1, 4:4, 21:12, 8:7, 10:9, 12:9, 14:10, 17:11, 21:12, 24:16, 27:19, 30:19. Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 9, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Maxi- miliam Jonsson 3/1, Daði Laxdal Gautason 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Hreiðar Levý Guðmundssson 1, Pét- ur Hauksson 1, Hannes Grimm 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guð- mundssson 15/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Egidijus Mikalonis 5, Víglundur Jarl Þórsson 4/1, Jón Hjálmarsson 4, Magnús K. Magn- ússon 2, Birgir M. Birgisson 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Jónas Bragi Haf- steinsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1. Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 11/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægir Örn Sigurgeirsson. Áhorfendur: 345. Grótta – Víkingur 30:19 Grótta vann uppgjörið á botninum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sterkur Bjarni Ófeigur Valdimarsson var vörn Víkings stöðug ógn. Hér sækir hann að Guðmundi Birgi Ægissyni sem virðist við öllu búinn.  Annar sigur Seltirninga í röð  Þar með reka Víkingar lestina  Finnur Ingi og Hreiðar framúrskarandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.