Morgunblaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2017
duxiana.com
Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði
fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu
einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Þetta byrjar þannig að Theo-dóra, sem er skólastjóriTónlistarskóla Borgar-fjarðar, hefur samband við
mig og biður mig að leikstýra söng-
leiknum Móglí í tilefni af 50 ára af-
mæli skólans. Ég byrjaði þá strax að
leggja línurnar þegar ég fékk hand-
ritið í hendurnar,“ segir Halldóra
Rósa Björnsdóttir, leikstjóri sýning-
arinnar.
Um er að ræða söngleik eftir
sögum Rudyards Kiplings, „Jungle
Book“, sem Tónlistarskóli Borgar-
fjarðar setur upp í tilefni af 50 ára
afmæli skólans. Leikgerðin er eftir
Illuga Jökulsson og tónlistin að
mestu eftir Óskar Einarsson.
Aðalæfing verður í dag og frum-
sýningin klukkan 18 á morgun, í
Hjálmakletti í Borgarnesi. Sýningin
er tveir tímar með hléi og gert er ráð
fyrir að sýningar verði samtals tíu.
Æft síðan í ágúst
„Við byrjuðum að skoða þetta í
vor, þá voru leikprufur haldnar og
við byrjuðum að lesa handritið sam-
an. Svo höfðu allir sumarið til að
melta þetta. Æfingar byrjuðu alveg
á fullu í lok ágúst. Þetta er búið að
vera töluvert langt æfingaferli, en
það hefur ekki veitt af því þetta er
mannmörg sýning og stór í sniðum,“
segir Halldóra, sem er leikkona og
starfaði í Þjóðleikhúsinu í tuttugu
ár. Hún hefur undanfarin ár búið
víða um land og leikstýrt, m.a. í
menntaskólum og leikfélögum, en
hefur líka verið að kenna.
„Ég sagði strax í upphafi æf-
inga á Móglí að þegar maður æfir
„Það er búið að vera
gaman allan tímann“
Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50
ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa
æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona
leikstýrir verkinu. Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri tónlistarskólans, heill-
aðist af Móglí með dætrum sínum í Borgarleikhúsinu um aldamótin.
Leikstjórn Halldóra Rósa Björnsdóttir í iðjagrænu frumskógarsettinu.
Tveir syngja Balú og Móglí yngri taka lagið saman við raust.
Ljósmynd/Andrea Eðvaldsdóttir
Ljósmynd/Olgeir Helgi Ragnarsson
Tveir hópar grunnskólanema koma í
Söngvaflóð í Menningarhúsinu Hofi
á Akureyri í dag, fimmtudaginn 23.
nóvember. Fyrri hópurinn kl. 9.30
og seinni kl. 10.40. Báðir taka þar
lagið með Friðriki Dór Jónssyni og
hljómsveit eldri nemenda. Sama var
uppi á teningnum í gær og fyrra-
dag, bara aðrir hópar nemenda. Við-
burðirnir eru liður í Söngvaflóði,
verkefni sem fór af stað síðastliðið
haust og er samstarf Tónlistarskól-
ans á Akureyri annars vegar og leik-
og grunnskólanna á Akureyri hins-
vegar.
Markmiðið er að auka tónlist í
skólum og er skipulögð söngstund
einu sinni í viku í hverjum einasta
skóla á Akureyri fyrir nemendur í
1.-7. bekk. Fjórir tónlistarkennarar
sjá um þessa vinnu og ferðast milli
skóla.
Á hverri önn er unnið með eitt
þema og þessa fyrstu önn er það
fróðleikur um Akureyri. Að sögn
Heimis Bjarna Ingimarssonar, deild-
arstjóra og söngkennara Tónlistar-
skólans á Akureyri, er fyrirhugað að
fá fleiri þekkta tónlistarmenn til að
taka þátt í verkefninu og syngja með
krökkunum tónleikum í Hofi í vetur.
Vefsíðan www.tonak.is
Hof Skólabörn syngja af mikilli innlifun í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Söngvaflóð og fagrir tónar
Stella í orlofi, ein ástsælasta kvikmynd
íslenskrar kvikmyndasögu, verður til um-
ræðu kl. 12-13 í dag, fimmtudaginn 23.
nóvember í stofu 108 í Veröld – Húsi Vig-
dísar. Þórhildur Þorleifsdóttir ræðir eins
og henni einni er lagið um myndina, sem
hún leikstýrði árið 1986. Áheyrendur
geta lagt orð í belg og látið ljós sitt skína
að vild. Upplagt að verja hádeginu í að
rifja upp gamla en sígilda Stellu takta.
Allir velkomnir.
Annað kvöld geta landsmenn svo barið
allt aðra Stellu augum í Sjónvarpi Sím-
ans Premium, en sú er Blómkvist og ku
vera hörð í horn að taka.
Veröld – Hús Vigdísar og Sjónvarp Símans
Stella í orlofi og
allt önnur Stella
Stellur tvær Skyldi Stella Blóm-
kvist geta leyst af Stellu í orlofi?
Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í
spænsku við Háskóla Íslands, flytur
erindið Vegferð til betra lífs? – Kyn
skiptir (öllu) máli á tímum fólksflutn-
inga, kl. 12-13 í dag, fimmtudaginn
23. nóvember, í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafns Íslands.
Í fyrirlestri sínum fjallar hún um þá
fólksflutninga sem eiga sér stað á
landamærum Bandaríkjanna og
Mexíkó. Um áratugaskeið hefur fólk
frá löndum Rómönsku Ameríku, að-
allega smáríkjum Mið-Ameríku, lagt
land undir fót og sóst eftir því að
komast til Bandaríkjanna. Í fyrir-
lestrinum verður sjónum beint að
birtingarmyndum umræddra fólks-
flutninga, sérstaklega frá Hondúras,
Gvatemala og El Salvador, í nýlegum
kvik- og heimildamyndum, þar sem
viðhorf og reynsla kvenna verður
undir smásjánni. Spurt er hvers
vegna leggja þær af stað, hvað gerist
á leiðinni og hvað bíður þeirra í
norðrinu?
Hólmfríður lauk doktorsnámi í
bókmenntafræði og spænsku, með
áherslu á bókmenntir Rómönsku
Ameríku, frá Texasháskóla í Austin
árið 2001. Hún hefur starfað sem að-
junkt, lektor, dósent og prófessor við
Háskóla Íslands frá 1998.
Fólksflutningar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
Hvers vegna leggja konurnar af
stað og hvað bíður þeirra?
AFP
Fjölförnustu landamæri heims Fjöldi fólks reynir að fara ólöglega yfir landa-
mæri Mexíkó og Bandaríkjanna á hverjum einasta degi.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.