Morgunblaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2017
✝ Ólafur TryggviÓlafsson fædd-
ist í Einarshúsi í
Hnífsdal 25. apríl
1933. Hann lést á
hjúkrunarheimil-
inu Fossheimum á
Selfossi 8. nóv-
ember 2017.
Foreldrar hans
voru Jensína Gunn-
laugsdóttir, f. 4.
apríl 1907, d. 15.
desember 1983, og Ólafur
Tryggvason, f. 9. janúar 1905,
d. 12. september 1992, bóndi á
Kirkjubóli í Skutulsfirði og síð-
ar verkstjóri og fulltrúi hjá Raf-
magnsveitum ríkisins í Reykja-
vík.
Systkini Ólafs eru Sverrir
Sigurður, f. 15.6. 1928, d. 18.3.
2000, Kristjana Edda, f. 2.5.
1930, d. 8.2. 1957, Þórhallur
Gunnlaugur, f. 13.6. 1931 d. 9.2.
seld þremur árum síðar og
fluttist þá til Reykjavíkur.
Í Reykjavík vann hann við
skrúðgarðyrkjustörf hjá Alaska
og síðan við fyrirtæki bróður
síns í Bandaríkjunum í eitt ár.
Þá hóf hann störf hjá Raf-
magnsveitum ríkisins og vann í
jarðborunardeild í níu ár.
1964 keyptu þau hjón land og
heitavatnsréttindi í Ölfusi og
byggðu þar garðyrkjustöðina
Stuðla, sem þau starfræktu
næstu 28 árin. Ólafur var
hreppsnefndarmaður í Ölfusi á
árunum frá 1978 til 1986 og
sveitarstjóri í Ölfusi frá 1984 til
1986.
Árið 1971 stofnaði Ólafur
ásamt nokkrum samstarfs-
félögum fyrirtækið Plast og
stálgluggar, sem starfrækt var
á Selfossi um nokkurra ára
skeið.
Ólafur og eiginkona hans
sinntu afleysingarstörfum fyrir
orlofsbúðir Landsbankans að
Selvík í Grímsnesi í á þriðja
áratug.
Útför Ólafs fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 23. nóvember
2017, klukkan 13.30.
2005, Brynja Kol-
brún, f. 22.5. 1936,
og Snorri Jens, f.
28.8. 1944 d. 5.10.
2015.
Ólafur kvæntist
Huldu Svanhildi
Jóhannesdóttur, f.
6. júlí 1931. Börn
þeirra eru Ólafur
Þór, f. 26.11. 1953,
Sigrún Brynja, f.
18.11. 1961, Edda
Björk, f. 15.4. 1963, og Jóhann-
es Þór, f. 14.3. 1968, en fyrir
átti Svanhildur dótturina Krist-
ínu Hjördísi Leósdóttur, f. 4.1.
1950.
Ólafur útskrifaðist sem garð-
yrkjufræðingur frá Garðyrkju-
skóla ríkisins að Reykjum í Ölf-
usi árið 1950 og tók í framhaldi
af því við búi föður síns á
Kirkjubóli í Skutulsfirði og
sinnti því þar til bújörðin var
Faðir minn, Ólafur Tryggvi
Ólafsson, garðyrkjubóndi frá
Stuðlum í Ölfusi, lést að morgni
miðvikudagsins 8. nóvember síð-
astliðins eftir stutta legu.
Hann skilur eftir sig góðar
minningar og verðuga fyrirmynd
öllum sem til hans þekktu.
Það eru gæfumenn sem eiga
virðingu og trúnað samferða-
manna sinna og fá að sjá afkom-
endahópinn sinn stækka og dafna
og verða að dugandi fólki.
Pabbi var reglumaður og harð-
duglegur atorkumaður sem átti
fáa sína jafnoka hvort sem var til
ráðvendni eða líkamlegs atgervis.
Hann var umfram allt rétt-
sýnn og heiðarlegur í öllum sín-
um samskiptum við annað fólk.
Sérstaklega hljóta margir sam-
ferðarmenn hans sem minna
máttu sín í óvæginni samkeppni
hins daglega lífs að hugsa til hans
með þakklæti og hlýhug.
Því engan sendi hann bónleið-
an frá sér, sama hvert erindi
þeirra var.
Pabbi var fæddur í Einarshúsi
í Hnífsdal og ólst upp að Brekku
til fimm ára aldurs er hann flutti
með fjölskyldu sinni að Kirkju-
bóli við Skutulsfjörð. Ást sína á
átthögunum og virðingu fyrir
upprunanum varðveitti hann allt-
af en dvöl hans á Vestfjörðum
spannaði í raun ekki nema örfá
ár; fyrst til 12 ára aldurs og síðar
þrjú ár um tvítugsaldurinn þegar
hann varð við kalli foreldra sinna
að taka við rekstri Kirkjubóls
búsins í óvissuástandi sem óvænt
skapaðist.
Þá verður það að teljast til
marks um hve mikla ást og áhuga
á uppruna sínum og bernsku-
stöðvunum hann hafði að ekki er
til það örnefni, hóll eða hæð á öll-
um norðanverðum Vestfjörðum
sem hann ekki þekkti.
Ekki sú laut eða skriða sem
hann vissi ekki deili á eða hvar
einhvern tímann hafði fallið
skriða úr bröttum hlíðum eða
snjóflóð stórt eða smátt nánast
frá upphafi byggðar. Það sama
má segja um fólkið sem lifði eða
hafði lifað við þessar harðbýlu að-
stæður. Stórbændur eða ómagar
voru allir jafn áhugaverðir og
mikils metnir í hans augum.
Oft furðaði ég mig á því hve vel
hann var að sér um mörg og ólík
mál. Það var sama hvort á góma
bar málefni lands og þjóðar, þjóð-
höfðingjar og valdamenn annarra
þjóða, borgir eða stórfljót ann-
arra heimsálfa eða atburðarás
heimsstyrjaldanna. Dæmi um
eftirtekt hans og, já ég vil segja
gáfur, er að eftir að hann dvaldi í
Bandaríkjunum þetta ár sem
hann vann við fyrirtæki bróður
síns þar kom hann heim að sjálf-
sögðu altalandi á enska tungu.
Það er í sjálfu sér ekki merki-
legt því ungt fólk er gjarnan fljótt
að læra ný tungumál. En hann
lærði málið ekki á skólabekk og
enginn kenndi honum ritmálið,
heldur lærði hann af samtölum
við verkamenn og samstarfs-
félaga sína þar.
Mörgum árum síðar kom upp
sú staða að hann þurfti að grípa
til enskukunnáttunnar atvinnu
sinnar vegna en þá brá svo við að
hann ritaði tungumálið jafn villu-
laust og hver sá sem átti ensku að
móðurmáli.
Og þann hluta hæfni hans hef
ég aldrei fengið botn í.
Ég kveð föður minn með virð-
ingu og þakklæti fyrir dygga
handleiðslu hans og óbilandi
tiltrú sem hann sýndi mér á mín-
um erfiðu stundum í lífinu.
Hvíl í friði.
Ólafur Þór Ólafsson.
Elskulegi pabbi minn er geng-
inn hinn fjölfarna veg yfir Regn-
bogabrúna.
Það er ekki sjálfgefið að alast
upp við öryggi og ástúð en það
hlaut ég svo sannarlega hjá for-
eldrum mínum. Ég naut þess að
alast upp á vinnustað þeirra og
lagði snemma hönd á plóg með
þeim. Pabbi var ánægður með
hversu dugleg við systkinin vor-
um að hjálpa til og treysti mér á
unglingsaldri til að sjá um garð-
yrkjustöðina eitt sumar þar sem
hann réði sig tímabundið í önnur
störf.
Það sumar náðum við vel sam-
an og hann var stoltur af stelp-
unni sinni.
Mörgum árum seinna keypt-
um við maðurinn minn stöðina af
foreldrum mínum og rákum hana
í nokkur ár. Alltaf var hann boð-
inn og búinn að hjálpa okkur við
allt sem til féll og var okkar
traustasta hjálparhella. Hann var
sterkasti og vitrasti maður sem
ég hef kynnst og gaf okkur mörg
heillaráðin. Hann var einnig góð-
ur afi og sá ekki sólina fyrir
drengjunum okkar enda með
fyrstu orðunum sem þeir lærðu
voru afi. Afi á bláa traktornum
sem þeir fengu að sitja á með
honum marga dagana.
Pabbi hafði fallegustu rithönd
sem ég hef séð. Meðan ég dvaldi í
útlöndum fáein ár skrifaði hann
mér bréf sem ég á ennþá ekki síst
af því ég vil varðveita fallegu staf-
ina hans, alvöru skrifstafi.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er svolítið merkilegt til
þess að hugsa að þennan mann
hef ég þekkt alla mína ævi og um-
gengumst við nær daglega síðast-
liðin 30 ár. Það er því mikið tóma-
rúm núna þegar hann er farinn.
Ég vil að lokum þakka honum
samfylgdina með þessum ljóðlín-
um:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín elskandi dóttir,
Edda Björk.
Góður drengur er genginn,
góður maður er dáinn.
Minnir hann oft á máttinn
maðurinn slyngi með ljáinn.
Allra okkar kynna
er ánægjulegt að minnast.
Mér finnst slíkum mönnum,
mannbætandi að kynnast.
(Kristján Árnason frá Skálá)
Þessar línur Kristjáns mágs
míns komu mér fyrst í hug þegar
ég minnist Ólafs vinar míns.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
1973 þegar við fórum í smá æv-
intýri, að stofna gluggaverk-
smiðju.
Hún varð svo sem ekki langlíf
en vinátta okkar entist fram á
síðasta dag og styrktist eftir því
sem árin liðu. Ég held að ég halli
á engan þó að ég segi að Olli hafi
verið tryggasti vinur sem ég átti.
Til hans gat ég alltaf leitað þegar
illa áraði hjá mér.
Hjá honum fékk ég góð ráð og
hughreystingu, þannig að ég leit
framtíðina bjartari augum eftir
samræður okkar.
Olli var með ólíkindum bón-
góður maður og það sem hann
gerði fyrir granna sína var ekki
reiknað í klukkutímum og krón-
um. Það var honum nóg að vita að
það hafði komið sér vel fyrir þann
sem þáði.
Það var okkur hjónum mikið
gleðiefni þegar við giftum okkur
að þau Svana og Olli voru svara-
menn okkar og held ég að gæfa
okkar og góðar fyrirbænir þeirra
fylgi okkur.
Nú þegar leiðir skiljast um
stund vil ég þakka þér samfylgd-
ina, Olli minn, og allt það góða
sem þú gerðir fyrir mig. Svana
mín, ég votta þér og allri
fjölskyldu þinni okkar dýpstu
samúð.
Sigurður og Elín.
Ólafur Tryggvi
Ólafsson
✝ GuðfreðurHjörvar Jó-
hannesson fæddist
á Patreksfirði 6.
september 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 10.
nóvember 2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hannes Bergþór
Gíslason, f. 10. des-
ember 1889, d. 9. ágúst 1976,
og Svanfríður Guðfreðsdóttir, f.
1. júlí 1897, d. 9. mars 1973.
Systkini Guðfreðar voru: Guð-
björg Svandís, f. 29. júní 1922,
Kári, f. 14. september 1924,
Guðrún Hulda, f. 20. apríl 1927,
Gestur Ingimar, f. 29. sept-
anna fluttist Guðfreður til
Reykjavíkur og átti þar síðan
heimili. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Allt frá barnæsku var söngur
líf og yndi Guðfreðar. Eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur
stundaði hann lengi söngnám
hjá Guðmundi Jónssyni söngv-
ara, sem reyndist honum afar
vel. Þá söng Guðfreður með
ýmsum kórum og lengi með
Karlakór Reykjavíkur. Síðast
starfaði hann og stundaði nám í
söng við Söngskólann í Reykja-
vík. Í september síðastliðnum
hélt Guðfreður upp á 80 ára af-
mæli sitt með stórtónleikum í
Langholtskirkju þar sem fram
komu meðal annarra allir
helstu stórsöngvarar landsins.
Ágóði tónleikanna rann í sjóð
sem Guðfreður stofnaði til
styrktar ungum efnilegum
söngnemum við Söngskólann.
Útför hans fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 23. nóv-
ember 2017, klukkan 13.
ember 1929, Gísli
Ívar, f. 9. nóv-
ember 1932, Skarp-
héðinn Ölver, f. 24.
september 1934.
Systkini Guðfreðar
eru öll látin nema
Gísli Ívar, sem bú-
settur er í Reykja-
vík.
Guðfreður ólst
upp á Patreksfirði
hjá foreldum sín-
um, yngstur í stórum hópi
systkina. Hann hóf strax á ung-
lingsárum að stunda sjó og varð
sjómennska ævistarf hans að
mestum hluta. Hann var alla tíð
orðlagður fyrir vinnusemi og
dugnað, sama hvaða störfum
hann gegndi. Eftir lát foreldr-
Það vex eitt blóm fyrir vestan,
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
(Steinn Steinarr.)
Kær vinur okkar, Guðfreður
Hjörvar Jóhannesson, hefur
kvatt. Hann fæddist á Patreks-
firði og bjó þar framan af ævi en
þegar kynni hans og okkar hófust
var hann kominn yfir miðjan ald-
ur og búsettur í Reykjavík. Við
upphaf þessara kynna okkar
þriggja var ekkert sem gaf forspá
um að þau yrðu að djúpri og inni-
legri vináttu eins og raunin varð.
Vináttu sem bæði varð fastur
punktur í lífi okkar tveggja vina
hans og okkur svo mikilvæg að
nú við andlát hans finnst okkur
báðum að skarð hafi verið höggv-
ið í tilveru okkar.
Guðfreður var vinur í besta
skilningi þess orðs. Hann tók vin-
áttuna alvarlega og ræktaði hana
vel. Fyrir kom á árum áður að
lengra varð á milli vinafunda en
var honum að skapi. Hann tók þá
af skarið og lét í ljósi óánægju
sína og við reyndum þá að sjálf-
sögðu að taka okkur á. En það
var auðvitað fyrst og fremst
tryggð hans og þrautseigju að
þakka að taug órjúfanlegrar vin-
áttu myndaðist milli hans og okk-
ar.
En Guðfreður var ekki einung-
is góður vinur, hann sýndi okkur
og svo fjölmörgum öðrum með
fordæmi sínu að hver sá sem býr
yfir kjarki til þess að breyta því
sem hann getur breytt, er þess
umkominn að breyta lífi sínu til
betri vegar. Og á hreint undra-
verðan hátt umbreytti Guðfreður
lífshlaupi sínu á síðari hluta þess.
Í hugum okkar, og svo margra
annarra, var hann í raun krafta-
verkamaður. En ekki síður sýndi
hann okkur með fordæmi sínu
hvernig unnt er með æðruleysi að
leiðarljósi að sætta sig við það
sem maður fær ekki breytt. Það
sáum við hann einnig margoft
gera í lífi sínu með aðdáunarverð-
um hætti. Og ekki er ofmælt þeg-
ar sagt er að síðustu misserin
sem hann lifði hafi hann af full-
komnu æðruleysi tekist á við erf-
ið veikindi sín. Hann treysti Guði
sínum fyrir lífi sínu á þeirri veg-
ferð en var afar þakklátur öllum
þeim sem lögðu honum lið í veik-
indum hans.
Við vorum ekki þau einu sem
nutum þeirra forréttinda að eiga
Guðfreð að vini því vinafleiri
mann höfum við ekki þekkt. Þeir
voru ótalmargir sem sýndu hon-
um vináttu og tryggð á langri
leið. Við vonum að á engan sé
hallað þótt hér að leiðarlokum sé
minnst á þá einstöku vináttu sem
Garðar Cortes, kennarar, starfs-
menn og nemendur Söngskólans
í Reykjavík sýndu Guðfreði á
liðnum árum en vinátta þeirra
allra veitti honum mikla lífsfyll-
ingu.
Við kveðjum þennan trygga og
góða vin okkar með sárum sökn-
uði og þökkum fyrir allt það sem
hann kenndi okkur. Veri hann
kært kvaddur.
Áslaug Þórarinsdóttir,
Birgir Georgsson.
„Er ekki að koma kaffi?“ Við
þessa athugasemd félaga okkar –
Guðfreðar, færðist bros yfir
sönghópinn og söngstjórinn
mundi aftur eftir klukkunni.
Svona getur græskulaus athuga-
semd gefið lífinu lit.
Og ekki verður annað sagt en
Guðfreður Jóhannesson hafi gef-
ið lífinu lit. Lífi sem oft var ekki
dans á rósum. Oft áttum við sam-
leið heim eftir æfingar og þá bar
margt á góma. Að sigra í barátt-
unni við bakkus bar þar hæst. Og
þau voru ekki margbrotin at-
vinnutækifærin fyrir unga menn
á uppvaxtarárum Guðfreðar á
Patreksfirði. Tæpast önnur en
sjórinn. Þar beið annar lífsháski.
„Viltu ekki taka við fé-
lagsgjaldinu núna?“ var líka
spurning sem ég – gjaldkerablók-
in fékk þegar búið var að sam-
þykkja félagsgjaldið. Oftast
fyrsti maður að borga. Traustari
félaga var varla hægt að hugsa
sér.
Söngurinn varð lífsfylling Guð-
freðar þegar lífið tók við af tor-
tímingunni og allt framundir það
síðasta, var hann að læra – kyn-
slóðum eldri en aðrir nemendur.
Söngskólinn og Langholtskirkja
urðu að föstum punktum í lífinu.
Svo eru það afmælin. Ég man
þegar hann var að undirbúa
sjötugsafmælið. Þegar komið var
að deginum, fylltist Langholts-
kirkja, ekki bara af vinum, heldur
ekki síður af listamönnum söngs-
ins og úr varð ógleymanleg
veisla. Það sama endurtók sig í ár
og nú höfðu tíu ár bæst við.
Landslið okkar í söng var aftur
mætt á sviðið – þvílík söngveisla.
Svona gera bara „galdra-
menn“ af Vestfjörðum og svona
er að lifa lífinu lifandi til hinstu
stundar.
Við félagarnir í kór eldri félaga
Karlakórs Reykjavíkur, kveðjum
með söknuði, mjög litríkan og
kæran félaga sem átti birtuna að
förunaut. Fyrir það erum við æv-
inlega þakklátir.
Hvíl þú í friði, kæri Guðfreður.
Reynir Ingibjartsson.
Við sem þekktum Guðfreð
munum minnast hans sem okkar
minnsta bróður með stóra hjart-
að, stærstan meðal jafningja.
Ungur að árum týndi hann
sjálfum sér þrátt fyrir frændgarð
og foreldra sem slógu um hann
vörð. Líf hans eins og við þekkj-
um líf fjaraði út. Hann aftur á
móti skapaði sér tilveru sem var
engu lífi lík, líf útigangsmanns-
ins, hvergi velkominn, hvergi
óhultur. En hann var ríkari af
lífsundrinu en nokkur mannvera
sem ég þekki, alvörugefinn, trú-
aður, elskaði náungann og allt í
kringum sig.
Sannfæring hans um æðri
mátt var bjargföst og sjálfsagi
hans sterkur eins og barátta hans
við andskotann bar vitni um.
Honum var ekki illa við nokkurn
mann en var ótakmarkaður gleði-
gjafi á mannamótum hvort sem
hann brast í söng eða óbundið
mál. Því vel var hann máli farinn
þessi ómenntaði vinur okkar.
Hann hélt uppi húmornum á
kennarastofu Söngskólans svo
árum skipti. Hans verður saknað.
Hver lagar nú til í kringum okk-
ur, raðar stólum á sal, lagar kaffi
ómælt og endalaust frá morgni til
kvölds? Hver leggur matinn á
borðið í kaffitímanum, hreinsar
upp eftir okkur og þusar yfir því
að þetta sé allt of mikið sæta-
brauð? Hver segir nú Violetu að
hún sé fallegasta kona í heimi, fer
út í búð með Soffíu mömmu að
kaupa vistir? Hver berst við
ónýta sláttuvél á hverju vori og
reynir að fá Ásu til að kaupa nýja
á hverju sumri? Hver hreinsar
veggjakrotið og snyrtir í kring-
um skólann sinn? Já, Guðfreðar
verður saknað.
Hann gaf okkur vinum sínum
líf, sýndi okkur mannsandann í
nýju ljósi. Hann skapaði sér líf
sem var engu líkt. Sigraðist svo
gjörsamlega á sjálfum sér, vit-
andi þó hve sá sigur var brot-
hættur fékk hann almættið á
sveif með sér, fól sig hvert kvöld,
hvern morgun í öruggar hendur
Hans og faðm.
Í tugi ára var strætið hans at-
hvarf, svaf undir bátum í fjörunni
en tók túra á milli, réri til fiskjar
og sigldi á útlönd, vann eins og
skepna en slökkti á sér á milli.
Hann var söngelskur, hafði fal-
lega rödd. Hans aðalsöngkennari
var Guðmundur Jónsson sem
hafði ómælda ánægju af vináttu
Guðfreðar og talentu til söngs.
Kennarar skólans voru allir
óþreytandi að taka hann í tíma og
Guð blessi þá fyrir það því þetta
var hans líf og lífsfylling.
Nokkra aðra hápunkta átti
Guðfreður í lífi sínu. Einn þeirra
var þátttaka hans í kórsöng.
Hann var stoltur félagi í eldri fé-
lögum Karlakórs Reykjavíkur og
maður vissi alltaf þegar hann var
á leið á æfingu því þá mætti hann
í skólann í sparifötum frá Birgi
vini sínum með bindi, vasaklút,
vatnsgreiddur í burstuðum skóm
með músíkina tilbúna og texta
lærða.
En ein af ótrúlegustu upplif-
unum Guðfreðar var að ekki að-
eins fór hann til útlanda til þess
eins að syngja með Pavarotti
heldur náðu þeir söngfélagarnir,
Pavarotti og Guðfreður, að
standa saman öxl í öxl við sömu
pissuskálina, horfast örskots-
stund í augu og … ahh svo leið
okkur alveg rosalega vel, sagði
Guðfreður og tók eina af hlátur-
rokunum sínum.
Guðfreður minn. Hvíldu þig
nú, sofðu vel þar til Hann kemur,
vekur þig, veitir þér frelsi og nýtt
líf öllu lífi æðra.
Þú átt það svo skilið!
Garðar Cortes og vinirnir í
Söngskólanum í Reykjavík.
Guðfreður Hjörvar
Jóhannesson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein síðuna.
Minningargreinar