Morgunblaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2017
Isavia boðar til morgunfundar þann 28. nóvember
næstkomandi á Hilton Nordica kl. 8.30.
Á fundinum verður kynnt farþegaspá Keflavíkurflug-
vallar fyrir árið 2018, rætt um mikilvægi flugtenginga
fyrir þjóðina auk þess sem sérstök kynning verður
á viðskiptahraðlinum Startup Tourism.
Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu.
Dagskrá:
— Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia,
setur fundinn
F A R Þ E G A S PÁ 2 0 1 8
— Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar
HVER ER ÁVINNINGURINN AF TENGIFARÞEGUM?
— Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton
STARTUP TOURISM VIÐSKIPTAHRAÐALLINN
— Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,
framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
Fyrirspurnir úr sal
SKRÁNING Á FUNDINN FER FRAM Á :
ISAVIA . IS/MORGUNFUNDUR
HILTON NORDICA
28. NÓVEMBER KL . 8 .30
TÆ K I FÆ R I N L I G G J A
Í F L U G T E N G I N GUM
FA R Þ EG A S PÁ
20 1 8
Varðmenn Víkurgarðs, sem svo
kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín
um varðveislu Víkurkirkjugarðs
hins forna í miðbæ Reykjavíkur á
fundi borgarráðs fyrir hádegi í
dag. Hópurinn hélt fjölsóttan fund í
Neskirkju í fyrrakvöld þar sem
samþykkt var að mótmæla megin-
atriðum í umsögn og afgreiðslu
Umhverfis- og skipulagsráðs 8.
nóvember sl. um framkvæmdir á
Landssímareitnum. Búist er við því
að á borgarráðsfundinum verði
ákveðið að heimila byggingu stór-
hýsis, 160 herbergja hótels, á svæði
þar sem kirkjugarðurinn var. Málið
þarf síðan að fá endanlega af-
greiðslu á fundi borgarstjórnar.
Aðeins sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn hafa lýst andstöðu við
framkvæmdir í þeim hluta kirkju-
garðsins þar sem bílastæði Lands-
símans var um langt árabil.
Forystu fyrir Varðmönnum Vík-
urgarðs hafa þeir séra Þórir Steph-
ensen, Friðrik Ólafsson og Helgi
Þorláksson. Öllum borgarfulltrúum
var boðið til fundarins í Neskirkju,
en aðeins fjórir mættu, borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
gudmundur@mbl.is
Víkurgarð-
ur ræddur í
borgarráði
Varðmönnum
Víkurgarðs boðið
Morgunblaðið/Hanna
Víkurgarður Framkvæmdir við hót-
elbyggingu gætu hafist von bráðar.
Ný áfengisverslun verður opnuð í
Garðabæ í dag, fimmtudag, klukk-
an 11. Hin nýja verslun verður til
húsa í Kauptúni, í verslunarrými
sem er á milli Bónuss og Costco.
Garðbæingar hafa beðið eftir vín-
búð í tæp sjö ár.
ÁTVR rak áður vínbúð á Garða-
torgi í Garðabæ en henni var lokað
frá og með 1. janúar 2011. Ákvörð-
unin var tekin í ljósi þess að leigu-
samningur um húsnæðið var að
renna út, en vínbúðin í Garðabæ
hafði verið á þessum stað frá því í
maí 2001. ÁTVR gaf þá skýringu á
sínum tíma að staðsetning og stærð
húsnæðisins á Garðatorgi hefði
hentað illa fyrir verslun af þessu
tagi og misserin á undan hefðu
margar verslanir flust af svæðinu.
Þá sagði ÁTVR að sala í Vínbúð-
inni í Garðabæ hefði dregist hægt
og rólega aftur úr almennri þróun
sölu, bæði á landsvísu og á höfuð-
borgarsvæðinu
Vínbúð ÁTVR í Grafarvogi var
lokað í ársbyrjun 2009 en hún opn-
uð aftur í lok nóvember 2015. Graf-
arvogsbúar þurftu því að bíða lengi
eftir nýrri vínbúð.
Í Vínbúðinni Kauptúni er upp-
röðun með nokkuð óhefðbundnu
sniði. Í stað þess að raða eftir lönd-
um verður léttvíni raðað eftir
bragðeiginleikum sem gerir við-
skiptavinum auðvelt að finna rétta
vínið. Þannig er víninu skipað í
flokka eftir bragði og sætleika og
með hverjum flokki eru lýsandi
matartákn sem gefa til kynna með
hvaða mat vínið hentar, segir í frétt
á heimasíðu ÁTVR. sisi@mbl.is
Opna vínbúð eftir 7 ára hlé
Ljósmynd/ÁTVR
Garðabær Hin nýja verslun í Kauptúni verður opnuð í dag.
Ný vínbúð í Kauptúni Verður á milli Bónuss og Costco
Sú vitneskja að húsnæði Háaleitis-
skóla við Álftamýri sé að mörgu leyti
ekki boðlegt skólahúsnæði hefur
legið fyrir í mörg ár, segir Gróa
Jónsdóttir, formaður Foreldrafélags
Háaleitisskóla. Reykjavíkurborg
skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að
fara í rýmingaraðgerðir vegna
ástands byggingarinnar. Gróa segir
foreldra hafa heyrt af fyrirhuguðum
framkvæmdum í fréttum. Stjórn-
endur skólans hafi nú bent borginni
á stöðu mála í einhvern tíma en talað
fyrir daufum eyrum. Hún segir mál-
ið ekki hafa verið tekið upp hjá for-
eldrafélaginu að svo stöddu enda
hafi þau aðeins heyrt af því um
morguninn. Í tilkynningu frá skól-
anum segir að fundað verði með
þeim sem stjórni verkinu á föstudag.
Foreldrar
heyrðu af mál-
inu í fréttum