Morgunblaðið - 23.11.2017, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2017
✝ Conny ElinorHansen fædd-
ist á Frederiks-
berg-sjúkrahúsinu
í Kaupmannahöfn
1. september 1941.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
15. nóvember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Anine Han-
sen, f. 19.11. 1917,
d. 29.11. 2013, og
Hans Christian Hansen, f. 21.6.
1916, d. 1982.
Systkini Conny Elinor eru
Annette Lindberg, f. 1947, og
Jean Hansen, f. 1953.
Conny Elinor giftist eftirlif-
andi eignmanni sínum, Baldri
Sveini Scheving, 27. apríl 1963.
Bjuggu þau alla sína tíð í
Reykjavík. Saman eiga þau
fjögur börn.
1) Sigurður Albert Scheving,
ing, f. 11. júlí 1969. Maki Árni
Jón Sigfússon, f. 22. janúar
1969. Börn þeirra eru Dagur, f.
2005, og Hugi, f. 2011.
Conny Elinor ólst upp í
Kaupmannahöfn. Í Kaupmanna-
höfn menntaði hún sig sem
smurbrauðsjómfrú. Á 18 ára af-
mælisdegi sínum flutti hún til
Íslands og hóf störf í Brauð-
borg við Grettisgötu. Síðar
vann hún í mötuneytum hjá hin-
um ýmsu fyrirtækjum. Hún var
formaður kvennanefndar GKG
til margra ára og kom á lagg-
irnar ýmsum nýjungum og
hefðum, meðal annars hatta- og
kjólamótinu auk rauðvíns-
kvölds. Árið 2005 var Conny El-
inor sæmd gullmerki GKG fyrir
störf í þágu klúbbsins. Conny
Elinor var einnig gjaldkeri
Glóðar, sem er íþróttafélag
eldri borgara í Kópavogi.
Conny Elinor var mikil áhuga-
manneskja um alla hreyfingu
og spilaði mikið golf og dansaði
ýmist línudans eða súmba þar
til heilsan brast.
Útför Conny Elinor fer fram
frá Lindakirkju í dag, 23.
nóvember 2017, klukkan 13.
f. 5. desember
1961. Maki Jerrie
M. Tenorio, f. 10.
september 1980.
Börn þeirra eru
Kendreich Albert
Tenorio Scheving
og Kattryna Mau-
reen Tenorio
Scheving, f. 2007.
2) Hans Kristján
Scheving, f. 28.
september 1963.
Maki Soffía Ámundadóttir,
fædd 21. júní 1973. Börn þeirra
eru Sindri, f. 1997, Selma Dís, f.
2006, og Stella Dís, f. 2013. 3)
Hrafnhildur Scheving, f. 9. jan-
úar 1967. Maki Einar Brynjar
Einarsson, f. 26. október 1963.
Börn þeirra eru Ísak Andri, f.
1991, hans sambýliskona er
Anna Marín, f. 1994, Rebekka
Rún, f. 1993, og Baldur Aron, f.
1995. 4) Annetta Björk Schev-
„Halló, er einhver heima,“
heyrðist venjulega er mamma
gekk í bæinn. Iðulega hafði hún
þá lokið sinni daglegu hreyfingu,
en hún var áhugamanneskja um
slíkt. Hún spilaði golf öll sumur,
var góður vinstri handar golfari
og hlaut allnokkur verðlaun. Þeg-
ar golftímabilið hófst tók mamma
það skýrt fram við okkur að nú
hefði hún engan tíma til að passa
barnabörnin sín. Mamma hafði
unun af að dansa og stundaði
línudans og súmba þar til heilsan
fór að gefa sig. Við eigum margar
góðar minningar úr sundi með
mömmu og pabba. Á sumrin var
oft haft með nesti sem var í uppá-
haldi hjá okkur krökkunum því
þá var boðið upp á snúða og Spur
eða Miranda. Á veturna vílaði
mamma ekki fyrir sér að keyra
með okkur krakkana upp í Blá-
fjöll dag eftir dag eftir skóla.
Mamma og pabbi elskuðu að
ferðast og eigum við margar góð-
ar minningar úr þessum ferðum.
Í öllum sumarbústaðaferðunum í
Skorradal var mikið gantast og
hlegið að ógleymdum upphífinga-
keppnunum á þverbitanum í bú-
staðnum.
Mamma var sjaldan reið en
þegar það gerðist gat hún tjáð sig
hratt og ruglingslega á dönsk-ís-
lensku og höfum við oft hlegið að
því er hún sagði við pabba:
„Baldur mín ertu alveg brjáluð.“
Mamma elskaði fólk og hafði
unun af samskiptum og samveru
við vini sína. Hún var selskaps-
dama og líklega höfum systur
erft það frá henni. Hún fæddist í
Danmörku og var ekta Dani þó
svo að hún vildi ekki alltaf við-
urkenna það en þessi góðu
dönsku gen komu sér vel er
skipuleggja átti einhvern við-
burð. Mamma menntaði sig sem
smurbrauðsjómfrú í Kaup-
mannahöfn og kom hingað til
lands til að vinna á Brauðborg.
Hún var listakokkur og gerði
heimsins bestu rjómalöguðu súp-
ur, sérstaklega jólasúpurnar, það
var eitthvert sérstakt bragð af
þeim.
Mamma var gjafmild og færði
okkur öllum gjafir þó að tilefnið
væri ekkert því henni fannst svo
gaman að gefa, heimili okkar
bera þess merki. Mamma lagði
áherslu á að við værum fjölskylda
og legðum rækt við það.
Mamma vann óeigingjarnt
starf fyrir Golfklúbb Kópavogs
og Garðabæjar til margra ára,
sérstaklega í þágu kvenna, og var
sæmd gullmerki klúbbsins fyrir
þessi störf. Af alúð vann hún
brautryðjandi starf fyrir klúbb-
inn og kom á mörgum viðburðum
sem fest hafa sig i sessi. Hún sat
einnig í stjórn Íþróttafélagsins
Glóðar í Kópavogi og var nú síð-
ast gjaldkeri félagsins. Þegar
hún átti lausa stund heima við tók
hún gjarna fram prjónadótið og
prjónaði eins og vindurinn,
peysurnar hennar hafa ósjaldan
hlýjað okkur og munu gera áfram
um ókomin ár.
Mamma var fagurkeri og ber
heimili mömmu og pabba þess
fagurt vitni. Hún þoldi ekki
óreiðu og átti það til í legu sinni á
líknardeild Landspítalans í
Kópavogi að biðja starfsfólk að
ganga betur um hlutina sína.
Hún elskaði blóm og lögðum við
áherslu á að hún hefði alltaf ný
afskorin blóm í glugganum hjá
sér; daginn sem mamma lést
blómstruðu öll blómin á heimili
hennar í Torfufellinu.
Það var móður okkar mikil-
vægt að halda sjálfsvirðingunni í
veikindum sínum og vildi hún
vera vel til höfð alla daga.
Mamma var keppnismann-
eskja fram í fingurgóma og ætl-
aði sér aldeilis ekki að gefast upp
fyrir bófanum illræmda sem
bankaði upp á hjá henni í haust.
Hún háði hetjulega og æðrulausa
baráttu og kvartaði sjaldan,
nema í restina, ef einhver nálg-
aðist hana ekki af nærgætni.
Þín verður sárt saknað,
mamma, þegar við skálum fyrir
þér i gini og tónik.
Annetta og Hrafnhildur.
Conny stjarnan er flogin á
brott, hún svífur nú um í efri söl-
um og dansar línudans eða sveifl-
ar kylfum í nýjum heimkynnum.
Okkur systurnar langar að minn-
ast Connyjar hér í fáum orðum. Í
barnæsku áttum við systurnar
ávallt mikil og skemmtileg sam-
skipti við fjölskylduna í Torfufell-
inu enda var hún Conny gift
móðurbróður okkar. Henni var
mjög umhugað um okkur fjöl-
skylduna og við fundum oft hvað
stórfjölskyldan öll var henni mik-
ils virði. Conny var einnig móður
okkar mikill styrkur þegar á
reyndi og erum við systurnar
þakklátar fyrir það.
Saman voru þær mágkonurnar
oft með okkur krakkana og sam-
gangur, í þá gömlu góðu daga,
mikill hvort sem var á stórhátíð-
um eða hvers dags. Mikið væri
gaman ef við ættum nú eins og
nokkrar „sjálfur“ af okkur ein-
mitt frá þeim tíma en minning-
arnar lifa í huga okkur. Fjöl-
skyldurnar voru báðar á sínum
tíma frumbyggjar í Breiðholtinu
og því stutt að fara á milli. Ára-
mótin í Torfufellinu eru alltaf
minnisstæðust en þá galdraði
Conny fram dýrindis súpu og kal-
kún í aðalrétt. Þetta voru flott-
ustu veislurnar og mikil gleði og
undantekningarlaust dansað við
Boney M og Abba langt fram eft-
ir nóttu.
Önnur okkar réði sig í vinnu
hjá Conny á sínum tíma þegar
hún rak verslun á Laugaveginum
og þar mátti sjá meyjuna í henni í
hnotskurn, allt eins og það best
gat verið. Smáatriðin á sínum
stað og það var yndislegt að sjá
og upplifa þjónustulundina sem
hún hafði og gaf af sér í jólatörn-
inni, jafnmikið stjanaði hún líka
við starfsfólkið sitt. Conny var
stjarna með stóru s-i og alltaf svo
fín og vel til höfð, svo eftir var
tekið.
Conny var ung í anda, alltaf
spræk og dugleg að hreyfa sig.
Það var erfitt að sjá og heyra af
skertri getu í daglegu lífi hennar
þar sem hún hafði alltaf verið svo
virk í mörgu. Verkirnir hjöðnuðu
ekki og „þjófurinn“ hafði vinning-
inn.
Hún trítlar ef til vill svanatrítli
í æðri sölum og það getur vel ver-
ið að mágkonan taki hana þá í
smá leiðsögn.
Þau hjónin áttu sína dýrðar-
daga í golfinu í seinni tíð og mikið
hefði verið gaman að fá að fljóta
með þeim eins og einn hring því
saman hefðu þau hjónin örugg-
lega getað kennt okkur meira á
einum hring en margir kennarar.
Elsku Baldur, Siggi, Hansi,
Hrafnhildur, Annetta og fjöl-
skyldur.
Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á þessum erfiðu
stundum en minningin um glæsi-
lega konu sem öllum vildi svo vel
lifir á meðal okkar.
Brynja og Harpa.
Conny Hansen er lögð upp í
sína hinstu för. Við höfum þekkst
í áratugi en kunningsskapur okk-
ar þróaðist og varð að góðri vin-
áttu eftir að við fórum að spila
saman golf; oftast á völlum GKG
en líka víða um land og erlendis.
Á golfvellinum áttum við ótal
margar ánægjustundir; tvær
saman en einnig í félagsskap okk-
ar ágætu maka, Baldurs og
Steinars. Conny var góður og
kappsamur kylfingur og gekk að
leiknum með sérstakri yfirvegun
og nákvæmni sem einkenndi flest
sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún skar sig líka úr hópnum þar
sem hún stóð öfugt við okkur hin
þegar hún sló; enda var hún örv-
hent. Það truflaði hana greinilega
ekki og gerði hana kannski að
þeim prýðilega kylfingi sem hún
sannarlega var.
Conny var mikill fagurkeri og
var alltaf einstaklega vel og fal-
lega klædd og hafði næmt auga
fyrir því að flíkurnar sem hún
klæddist færu vel saman. Snyrti-
mennska var henni greinilega í
blóð borin eins og sást vel á bíln-
um hennar, golfsettinu, skónum
hennar og umgengni hennar al-
mennt.
Sama alúð og snyrtimennska
einkenndi líka heimili hennar og
allt sem hún gerði. Við Conny átt-
um um skeið samleið í stjórn
GKG og hún var formaður
kvennanefndar GKG um árabil.
Þeim verkefnum sinnti hún af
sömu alúð og metnaði og ein-
kenndi framkomu hennar og per-
sónuleika.
Conny sagði mér oft frá börn-
unum sínum og stolt hennar og
ást leyndi sér ekki þegar hún
kynnti mig fyrir dætrum sínum.
Henni þótti líka mjög vænt um
barnabörnin og sagði mér oft frá
þeim.
Það var gaman að vera með
Conny og Baldri í golfi. Létt
kímni og hlýleg stríðni einkenndi
samskipti þeirra og ljóst að þau
nutu þess að vera saman. Hann
keyrði um á græna golfbílnum en
hún rölti með, róleg og yfirveguð.
Nú sakna ég vinar í stað. Conny
er farin til Sumarlandsins og
mun njóta sín á grænum grund-
um nýrra heimkynna. Það er góð
tilhugsun enda Conny sumar-
barn í mínum huga. Ég þykist
þess fullviss að hún muni áfram
fylgjast með Baldri sínum og ást-
kærum afkomendum sem sakna
nú góðrar konu sem þau hafa svo
lengi getað reitt sig á.
Við Steinar sendum Baldri vini
okkar og fjölskyldu Conny sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Conny, minnar góðu og elskulegu
golfvinkonu.
Gullveig Sæmundsdóttir.
Kveðja frá GKG
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum Conny Hansen,
en hún var um árabil félagi í
GKG. Conny tók mikin þátt í öllu
félagsstarfi á vegum klúbbsins og
lét þar talsvert til sín taka. Hún
var mikill brautryðjandi í
kvennastarfinu og var um árabil
formaður kvennanefndar GKG.
Þar beitti hún sér fyrir ýmsum
nýungum í starfseminni, en hún
var mikil kvenréttindakona og
fannst tímabært að staða kvenna
yrði metin að verðleikum. Conny
taldi nauðsynlegt að konur
fengju sérstakan spilatíma og
kom á föstum tímum fyrir konur
seinnipartinn á þriðjudögum og
sú skipan helst enn hjá GKG. Þá
eru ýmsar hefðir hjá GKG sem
Conny er upphafsmaður að, svo
sem hinar árlegu óvissuferðir
kvenna, en þá var farið á hina
ýmsu golfvelli vítt um land, hatta-
og kjólamót GKG sem haldið er
árlega og síðast en ekki síst beitti
hún sér fyrir hinum vinsælu
rauðvínskvöldum, sem haldin
voru í upphafi golftímabilsins til
að hrista konur saman. Já, það er
margs að minnast frá samskipt-
um okkar á golfvellinum.
Það var gaman að spila með
þeim hjónum Baldri og Conny.
Alltaf létt og skemmtilegt and-
rúmsloft en golfið tekið föstum
tökum með hæfilegum keppnis-
anda. Það var svolítið sérstakt
hjá þeim hjónum, að Baldur var
alltaf á sínum golfbíl en Conny
vildi helst labba. Oft kom það fyr-
ir að kappið í Baldri var svo mikið
að hann gleymdi því að Conny
þurfti eðlilega að skipta um kylfu
milli högga og rauk af stað á eftir
sínum bolta. Hún var svo sem
ekkert að æsa sig yfir þessu
háttalagi Baldurs en sagði gjarn-
an „hvað er nú að kallinum?“ og
Baldur svaraði gjarnan „varstu
að segja eitthvað, Conny litla?“
Þau voru bæði ágætir kylfingar
og höfðu mikla ánægju af að spila
golf. Baldur kom oft með smörre-
bröd og sagðist hafa útbúið það
fyrir golfhringinn en okkur er
ekki grunlaust um að þar hafi
smurbrauðsjómfrúin Conny
Hansen lagt sitt af mörkum, því
þetta var þvílíkt lostlæti og hand-
bragðið eftir því. Það er mikill
sjónarsviptir að Conny Hansen
og við félagar hennar hjá GKG
sendum Baldri og allri fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Agnar Már Jónsson,
Guðmundur Oddsson.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Hvíl í friði, elsku amma.
Þín ömmubörn,
Ísak Andri Scheving
Rebekka Rún Scheving
Baldur Aron Scheving.
Með þessum orðum vil ég
stuttlega minnast minnar ást-
kæru tengdamóður.
Þegar við Annetta hófum að
rugla saman reytum fór ég fljót-
lega að hafa áhyggjur af þeirri
óumflýjanlegu stund þegar hún
myndi kynna mig fyrir foreldrum
sínum. Þær áhyggjur reyndust
með öllu óþarfar, þú og Balli tók-
uð mér af ykkar alkunnu hlýju í
bland við gáska og vingjarnlega
stríðni. Hjá ykkur fannst mér ég
fljótlega hafa eignast mitt annað
heimili. Það náði ákveðnum há-
punkti þegar við hjónin, ásamt
Degi eldri stráknum okkar, feng-
um að dvelja í kjallaranum heima
hjá ykkur um alllangt skeið með-
an á húsbyggingu okkar stóð.
Hann Dagur okkar naut, öðrum
fremur, góðs af og átti með ykkur
ómetanlegar gæðastundir og
fékk í leiðinni auka uppeldi sem
eingöngu ömmur og afar geta
veitt. Skömmu áður en þið losn-
uðuð við okkur úr kjallaranum
kom Hugi, okkar yngri sonur, í
heiminn og áttuð þið bæði strax í
honum annað hvert bein.
Við gátum verið sammála um
margt, eitt af því var mikill áhugi
og skoðanir á góðum mat. Þú
kenndir mér margt á því sviði,
það getur baðvogin mín staðfest.
Við fengum að upplifa ófáar
veislur í Torfufellinu og það er
mér mjög minnisstætt að hafa
fengið að fylgjast með þér í eld-
húsinu þar sem hver hreyfing
sagði sína sögu um áratuga
reynslu þína sem atvinnumann-
eskja, bæði í eldhúsum á vinnu-
stöðum og einnig sem heimavinn-
andi húsmóðir á stóru heimili.
Þú varst manna duglegust að
koma til okkar í heimsókn án sér-
staks tilefnis, oftar en ekki end-
aði það með því að þú borðaðir
með okkur. Fátt gladdi mig
meira en að fá jákvæðan dóm í
eldhúsinu frá frú Hansen, en það
kallaði ég þig stundum til hátíð-
arbrigða. Þá sá ég glampa í
dönsku augunum þínum sem ég
mun alltaf varðveita í minning-
unni. Glaðastir allra voru þó
strákarnir okkar, öll hlýju faðm-
lögin þín og ömmuknúsin munu
umvefja þá um alla framtíð.
Elsku tengdamamma, megir
þú hvíla í friði á nýjum stað, von-
andi er spilað golf þar fyrir há-
degi og útsölur í öllum fataversl-
ununum eftir hádegi. Þú munt
lifa áfram í öllum fallegu börn-
unum og barnabörnunum þínum,
við sjáum þig í augum þeirra á
hverjum degi.
Við geymum ljúfar minningar
um góða og fallega tengda-
mömmu, ömmu og mömmu í
hjörtum okkar.
Þinn tengdasonur,
Árni Jón.
Það getur verið erfitt að finna
réttu orðin þegar minnst er
kærrar persónu sem hefur gefið
manni svo margt í gegnum lífið.
Við höfum upplifað margt saman,
þú og ég. Allt frá badminton í
golf. Keppnisskapið aldrei langt
undan. Og það var alveg sama
hvað þú tókst þér fyrir hendur,
allt var fullkomið. Maður getur
ennþá slefað við að hugsa um
aspassúpuna þína, „herre gud“.
Þú skilur eftir stórt skarð sem
verður erfitt að fylla. Hvíl í friði,
kæra tengdamóðir.
Með hverju flóði sökkva sævarsker,
þó sólin vefi tindum kuflinn rauða.
En hinsta kvöldið mun ég mæta þér
á mörkum dags og nætur, lífs og
dauða.
Úr móðu stíga morgunroðans lönd,
en móti okkur streymir fjallasvali.
Þú réttir þínum vini heita hönd,
og himnar opnar sína bláu dali.
(Davíð Stefánsson)
Einar Brynjar Einarsson.
Conny Elinor
Hansen
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Reykjavík föstudaginn
10. nóvember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við viljum þakka starfsfólki á Hrafnistu fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Steinunn Ingólfsdóttir
Vigfús Ingólfsson
Gísli Ingólfsson Linda Hannesdóttir
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar