Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2017
ÍÞRÓTTIR
Danmörk Ómar Ingi Magnússon gengur til liðs við Aalborg næsta sumar. Aron Kristjánsson þjálfari ánægð-
ur með liðsaukann og stöðuna á liðinu sem gengur vel í sterkum riðli Meistaradeildar Evrópu 4
Íþróttir
mbl.is
Birgir Leifur Hafþórsson
lék í fyrrinótt fyrsta hring-
inn á móti í Evrópumóta-
röðinni í golfi í Queensland í
Ástralíu á 74 höggum,
tveimur höggum yfir pari.
Þetta er fyrsta mótið á nýju
tímabili en Birgir er nú með
takmarkaðan keppnisrétt á
mótaröðinni vegna árang-
urs síns á Áskorendamóta-
röðinni á þessu ári. Hann
var í 107. sæti af 155 keppendum eftir hring-
inn. Birgir lék annan hringinn á mótinu í nótt
og sjá má gengi hans þar á mbl.is/sport.
Birgir lék á 74
Birgir Leifur
Hafþórsson
Bandaríski kylfingurinn
Tiger Woods átti góða end-
urkomu á golfvöllinn í
gærkvöld en hann lék
fyrsta hringinn á Hero
World Challenge-mótinu á
Bahamaeyjum á þremur
höggum undir pari, 69
höggum. Tiger hefur glímt
við þrálát bakmeiðsli og er
að keppa á sínu fyrsta móti
í 10 mánuði. Hann hefur
ekki unnið mót frá því hann fagnaði sigri á
heimsbikarmótinu 2013. Meira um hann í
opnunni. »2-3
Tiger byrjaði vel
Tiger
Woods
Tryggvi Snær Hlinason,
landsliðsmaður í körfu-
knattleik, fékk í gærkvöld
sinn lengsta spilatíma til
þessa með Valencia í Evr-
ópudeildinni. Hann lék þá í
9 mínútur þegar Spán-
armeistararnir töpuðu á
heimavelli, 64:72, fyrir
toppliði deildarinnar, Olym-
piacos frá Grikklandi.
Tryggvi, sem skoraði 2 stig,
tók 2 fráköst og varði eitt skot, hafði áður kom-
ið við sögu í þremur leikjum í þessari sterk-
ustu deild Evrópu og mest spilað í 6 mínútur.
Lengsti til þessa
Tryggvi Snær
Hlinason
Embla Kristínardóttir,
landsliðskona í körfubolta,
hefur sagt skilið við 1.
deildar lið Grindavíkur.
Þetta staðfesti hún við
karfan.is. Ástæðan er
ósætti hennar og Angelu
Rodriguez, spilandi þjálf-
ara Grindavíkur.
Embla segir óvíst hvað
taki við hjá sér en opnað
verður fyrir félagaskipti í
janúar. Hún hefur skorað 21,3 stig, tekið 12,4
fráköst og gefið 5 stoðsendingar að meðaltali
í leik í 1. deildinni í vetur. sindris@mbl.is
Ósátt og kveður
Embla
Kristínardóttir
Alfreð Már Hjaltalín, knatt-
spyrnumaður frá Ólafsvík,
samdi í gær við Eyjamenn
til tveggja ára. Alfreð er 23
ára bakvörður eða kant-
maður og hefur leikið með
Víkingi í Ólafsvík allan sinn
feril. Hann er leikjahæsti
leikmaður Ólafsvíkinga í
efstu deild og hefur spilað
63 af 66 leikjum liðsins þar,
m.a. alla 22 leikina á þessu
ári. Þá hafa Eyjamenn samið við íranska fram-
herjann Shahab Zahedi um að leika með þeim
næstu þrjú árin. vs@mbl.is
Alfreð fer til Eyja
Alfreð Már
Hjaltalín
Valur gekk í gær frá samn-
ingum við tvær knatt-
spyrnukonur sem koma til
félagsins frá KR. Það eru
Guðrún Karitas Sigurðar-
dóttir og Ásdís Karen Hall-
dórsdóttir. Guðrún er 21
árs miðjumaður og lék áð-
ur með Stjörnunni og ÍA.
Hún hefur leikið 59 leiki í
efstu deild og skorað í
þeim 9 mörk. Ásdís er 18
ára framherji sem hefur leikið 45 leiki með
KR í efstu deild og skorað 7 mörk en hún lék
með U19 ára landsliðinu í ár. vs@mbl.is
Frá KR til Vals
Guðrún Karitas
Sigurðardóttir
Enska knattspyrnufélagið
Reading hefur lánað
varnarmanninn unga Axel
Óskar Andrésson til enska
E-deildarliðsins Torquay til
áramóta. Axel er 19 ára,
fastamaður í 21-árs lands-
liði Íslands og hefur leikið
með aðalliði Reading í
deildabikarnum á þessu
tímabili og verið í hópi liðs-
ins í B-deildinni. Yfirmaður
knattspyrnumála hjá Reading sagði við fot-
bolti.net í gær að Axel myndi fara til liðs í C-
eða D-deildinni eftir áramótin. vs@mbl.is
Axel til Torquay
Axel Óskar
Andrésson
Kristófer Páll Viðarsson,
sóknarmaður úr Leikni á
Fáskrúðsfirði, er búinn að
semja við knattspyrnudeild
Selfyssinga til þriggja ára.
Kristófer, sem er tvítugur,
hefur skorað 12 mörk fyrir
Leikni í 1. deildinni undan-
farin tvö ár og hefur leikið
þar alla tíð en samdi hins-
vegar við Víking R. fyrir
tveimur árum og var lán-
aður þaðan aftur til Leiknis. Hann hóf þó síð-
asta tímabil sem lánsmaður hjá Fylki en sneri
aftur til Leiknis í maí. vs@mbl.is
Kristófer á Selfoss
Kristófer Páll
Viðarsson
HM 2018
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Draumur eða martröð? Rimma við
Brasilíu í Moskvu eða glíma við Þjóð-
verja í Sotsjí? Mæta Íslendingar
Króötum enn einu sinni eða er komið
að fyrsta landsleik Íslands og Ástr-
alíu? Í dag, eftir kl. 15, fást svör við
þessum spurningum og fleirum því
þá ræðst hverjir verða andstæðingar
Íslands í riðlakeppninni á HM karla í
knattspyrnu í Rússlandi.
FIFA tilkynnti í vikunni nákvæm-
lega hvernig verður farið að því að
draga í riðlana átta á HM. Sam-
kvæmt því eru 24 „ferðamöguleikar“
í boði fyrir Ísland, allt eftir því í
hvaða riðli liðið lendir og hvort það
dregst í „hólf“ númer 2, 3 eða 4 í þeim
riðli. Liðin úr 1. styrkleikaflokki fara
í 1. hólf hvers riðils. Búið er að
ákveða leikjadagskrá hvers „hólfs“
fyrir fram (þ.e.a.s. hvar og hvenær
leikir liðs í viðkomandi hólfi verða).
Þó að fátt sé hægt að segja um
hvaða liðum Ísland mætir á HM er
þó hægt að segja að sumar þjóðir eru
líklegri en aðrar til að verða and-
stæðingar strákanna okkar. Það er
til dæmis mun líklegra að Ísland
verði í riðli með Brasilíu en Serbíu,
eins og nánar verður útskýrt hér að
neðan.
Liðunum 32 sem taka þátt hefur
verið raðað í 4 styrkleikaflokka, og
verður ein þjóð úr hverjum flokki
dregin í hvern riðil, fyrst úr 1. flokki,
svo 2. flokki, o.s.frv. Eina reglan sem
við þetta bætist er sú að það mega í
mesta lagi vera 2 Evrópuþjóðir í
hverjum riðli, og í mesta lagi 1 þjóð
frá hverju hinna álfusambandanna.
Stærðfræðingurinn Julien Guyon
hjá bandaríska fjölmiðlafyrirtækinu
Bloomberg hefur út frá þessu til
gamans reiknað út hverjir séu líkleg-
ustu andstæðingar Íslands úr hverj-
um styrkleikaflokki. Eftir 100.000
hermanir er niðurstaðan sú að líkleg-
ast sé að Ísland dragist í riðil með
Argentínu eða Brasilíu, Mexíkó og
svo Marokkó eða Nígeríu. Ólíkleg-
ast er að Ísland mæti Serbum sem
eru eina Evrópuþjóðin úr styrk-
leikaflokki fjögur, því ef Ísland yrði
þegar búið að fá Evrópuþjóð í sinn
riðil úr 1. eða 2. flokki mætti Serbía
ekki lenda í riðli Íslands. Líklegast
er að Ísland fái Mexíkó úr flokki tvö,
þar sem aðrar þjóðir þar eru frá
Evrópu eða Suður-Ameríku.
Fyrrnefnd „álfuregla“ gerir sem
sagt að verkum að líklegra er að Ís-
land dragist til dæmis gegn Argent-
ínu eða Brasilíu, en gegn Þýskalandi
eða Portúgal. Meðfylgjandi mynd
sýnir niðurstöður Guyons varðandi
mögulega andstæðinga Íslands í
riðlakeppninni. Smávægilegir
hnökrar eru á niðurstöðunum, eins
og til að mynda munurinn á líkunum
á því að mæta Nígeríu eða Marokkó,
sem ætti ekki að vera neinn, en það
er vegna ónógs fjölda hermana. Þær
gefa engu að síður góða mynd af
stöðunni áður en stóra stundin renn-
ur upp þegar dregið verður í Kreml í
dag.
Mexíkó líkleg-
asti andstæð-
ingurinn á HM
Ólíklegast að Ísland mæti Serbíu
Ferðamöguleikar Íslands eru 24
AFP
Allt klárt Brasilíumaðurinn Cafu, Frakkinn Laurent Blanc, Rússinn Nikita
Simonyan, Englendingurinn Gordon Banks, Ítalinn Fabio Cannavaro, Úrú-
gvæinn Diego Forlán og Spánverjinn Carles Puyol munu hjálpa til við riðla-
dráttinn fyrir HM við hátíðlega athöfn í Kremlín í Moskvu í dag.
*Dregið verður í 8 riðla. Fyrst verður dregið úr styrkleikaflokki 1, svo flokki 2, flokki 3 og loks flokki 4. *Þjóðir frá sömu heimsálfu geta ekki lent saman í riðli, nema í tilviki
Evrópuþjóða en að hámarki tvær Evrópuþjóðir geta lent saman í riðli. Ef til dæmis Úrúgvæ dregst í riðil með Brasilíu eða Argentínu, færist Úrúgvæ í næsta riðil.
*Þjóðunum var raðað í flokka eftir styrkleikalista FIFA. Eina undantekningin er Rússland, gestgjafinn, sem sett var í flokk 1 og mun leika í A-riðli.
Flokkur 1 Líkur % Flokkur 2 Líkur % Flokkur 3 Líkur % Flokkur 4 Líkur %
Rússland 6,5 Spánn 7,2 Danmörk 0,0 Serbía 3,2
Þýskaland 11,2 Perú 17,4 Ísland 100,0 Nígería 17,8
Brasilía 18,5 Sviss 7,0 Kosta Ríka 0,0 Ástralía 12,8
Portúgal 11,3 England 7,1 Svíþjóð 0,0 Japan 12,7
Argentína 18,5 Kólumbía 17,3 Túnis 0,0 Marokkó 17,9
Belgía 11,3 Mexíkó 19,5 Egyptaland 0,0 Panama 10,5
Pólland 11,3 Úrúgvæ 17,4 Senegal 0,0 Suður-Kórea 12,6
Frakkland 11,4 Króatía 7,1 Íran 0,0 Sádí-Arabía 12,6
Líkurnar á að lenda í riðli Íslands á HM í Rússlandi