Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2017 Ítalía Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Udinese – Perugia ................................... 8:3  Emil Hallfreðsson lék ekki með Udinese vegna meiðsla. Sviss Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Lugano – Grasshoppers .......... 0:0 (1:3 víti)  Rúnar Már Sigurjónsson lék ekki með Grasshoppers vegna meiðsla. Grikkland Bikarkeppnin, riðlakeppni: Kalliteha – AEK Aþena .......................... 2:3  Arnór Ingvi Traustason var ekki í leik- mannahópi AEK. Spánn Bikarinn, 32-liða, seinni leikir: Alavés – Getafe......................................... 3:0  Alavés áfram, 4:0 samanlagt. Espanyol – Tenerife................................. 3:2  Espanyol áfram, 3:2 samanlagt. Villarreal – Ponferradina ........................ 3:0  Villarreal áfram, 3:1 samanlagt. Real Betis – Cadiz .................................... 3:5  Cadiz áfram, 6:5 samanlagt. Valencia – Zaragoza ................................. 4:1  Valencia áfram, 6:1 samanlagt. England Leikir í fyrrakvöld sem var ekki lokið þeg- ar blaðið fór í prentun: Bournemouth – Burnley......................... 1:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley og lagði upp mark. Everton – West Ham ............................... 4:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og lagði upp mark. Arsenal – Huddersfield ........................... 5:0 Chelsea – Swansea ................................... 1:0 Manchester City – Southampton............ 2:1 Stoke – Liverpool ..................................... 0:3 KNATTSPYRNA Olísdeild karla ÍBV – Afturelding ................................ 19:25 Selfoss – Stjarnan................................. 31:26 Valur – Grótta....................................... 33:35 ÍR – Haukar.......................................... 24:23 Fjölnir – Víkingur ................................ 23:27 Staðan: FH 12 10 0 2 399:313 20 Haukar 12 8 1 3 339:295 17 Valur 12 8 1 3 322:312 17 ÍBV 11 7 2 2 307:295 16 Selfoss 12 8 0 4 345:321 16 Stjarnan 11 4 3 4 299:297 11 Afturelding 12 5 1 6 318:322 11 ÍR 12 5 0 7 324:312 10 Fram 12 3 2 7 336:377 8 Grótta 12 3 0 9 305:326 6 Víkingur 12 1 3 8 290:356 5 Fjölnir 12 1 3 8 303:361 5 Frakkland Nantes – Nimes ................................... 33:25  Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði ekki fyrir Nimes. HANDBOLTI 1. deild karla FSu – Snæfell ..................................... 98:102 Staðan: Skallagrímur 9 8 1 909:784 16 Snæfell 10 7 3 1006:945 14 Breiðablik 9 7 2 817:710 14 Vestri 8 5 3 715:698 10 Hamar 8 5 3 728:724 10 Fjölnir 9 5 4 746:778 10 Gnúpverjar 9 2 7 788:863 4 FSu 10 1 9 848:922 2 ÍA 8 0 8 598:731 0 1. deild kvenna KR – Ármann........................................ 76:40 Staðan: KR 8 8 0 706:408 16 Grindavík 10 7 3 725:652 14 Fjölnir 8 6 2 580:469 12 Þór Ak. 8 5 3 561:522 10 ÍR 7 2 5 350:472 4 Hamar 9 1 8 487:620 2 Ármann 8 0 8 343:609 0 Evrópudeildin Valencia – Olympiacos ....................... 64:72  Tryggvi Snær Hlinason lék í 9 mínútur með Valencia, skoraði 2 stig, tók 2 fráköst og varði eitt skot. NBA-deildin Detroit – Phoenix ............................. 131:107 Orlando – Oklahoma City ................ 121:108 Philadelphia – Washington.............. 118:113 New York – Miami ............................. 115:86 Toronto – Charlotte ......................... 126:113 Houston – Indiana.............................. 118:97 New Orleans – Minnesota ............... 102:120 Dallas – New Jersey......................... 104:109 San Antonio – Memphis..................... 104:95 LA Lakers – Golden State .......(frl.) 123:127 KÖRFUBOLTI mundsson átti auk þess stórleik í markinu, varði 18 skot og lagði upp ófá mörkin á Júlíus Þóri Stefánsson sem skoraði tíu mörk í vinstra horn- inu, flest úr hraðaupphlaupum. Daði Laxdal Gautason stýrði sóknarleik Gróttu með miklum sóma og leikur Gróttu var heilsteyptur og öruggur. Hinum megin vantaði margt og mikið og komu t.a.m. aðeins tvö mörk úr hægri skyttustöðunni. Ólafur Æg- ir Ólafsson fór hægt af stað og Árni Þór Sigtryggsson var arfaslakur er hann leysti félaga sinn af. Hann tók tæplega tíu skot í leiknum og varði Hreiðar Levý hvert eitt og einasta og virtist hafa lítið fyrir því. Árni verður að teljast ein stærstu vonbrigði deild- arinnar til þessa, enda atvinnumaður til margra ára. Það var búist við miklu meira frá honum. Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og verða að hugsa sinn gang á meðan Gróttan er öll að koma til, með þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum eftir mjög erfiða byrjun og komin úr fallsæti. Dísætt og verðskuldað hjá ÍR ÍR-ingar unnu dísætan baráttu- sigur á Haukum í Austurbergi, 24:23, þar sem Daníel Ingi Guðmundsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti sjö sekúndum fyrir leikslok. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda hafði ÍR yfirhöndina nánast allan leikinn, þó að forskotið yrði aldrei mikið, og sýndi aðdáunarverða liðsbaráttu í varnarleiknum. Sóknarleikurinn Í HÖLLUNUM Jóhann Ingi Hafþórsson Guðmundur Tómas Sigfússon Sindri Sverrisson Guðmundur Karl Sigurdórsson Ívar Benediktsson Gróttumenn sýndu hvað í þeim býr er þeir heimsóttu Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöldi og unnu sanngjarnan 35:33-sigur. Eftir jafna byrjun komst Grótta yfir í fyrsta skipti í stöðunni 8:7 á 18. mínútu og náðu Valsmenn aldrei að jafna leikinn eftir það. Fáir áttu von á því að Gróttumenn ættu möguleika á útivelli gegn meisturunum enda skildu átta sæti og 13 stig liðin að þegar flautað var til leiks. Bjarni Ófeigur Valdi- marsson skoraði níu mörk í leiknum og var besti Valsmaðurinn á vell- inum. Hann er á láni hjá Gróttu, frá Val og ljóst að hann vildi sanna sig fyrir þjálfarateymi heimamanna. Svo virtist sem leikmenn Vals hefðu ekki sama áhuga á því. Algjört andleysi einkenndi liðið, fyrir framan fáa stuðningsmenn. Það var helst ein- staklingsframtak Antons Rúnars- sonar og góð nýting hins 17 ára gamla Stiven Tobar Valencia sem héldu Valsmönnum í leiknum. Það dugði hins vegar skammt gegn gestunum sem seldu sig dýrt frá fyrstu mínútu. Hvað eftir annað fundu sprækir sóknarmenn Gróttu risastór göt á vörn Valsmanna og nýttu sér það vel. Hreiðar Levý Guð- gekk einnig vel þar sem Bergvin þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og afmælisbarnið Elías Bóasson léku vel, sér í lagi Sveinn Andri sem fór stundum illa með vörn Hauka og krækti í vítakastið mikilvæga í lokin. Það má segja að það sé hálfgert ólán í láni fyrir Hauka að hafa lánað ÍR-ingum Grétar Ara Guðjónsson en hann varði vel í leiknum og vann „ein- vígið“ við Björgvin Pál Gústavsson sem hefur ekki náð sér á strik í allra síðustu leikjum. ÍR-ingar eiga eftir leiki við tvö af þremur neðstu liðum deildarinnar, Gróttu og Víking, áður en jólafríið tekur við og hafa alla burði til að fara í fríið í góðri stöðu um miðja deild. Þeir hafa sýnt að þeir geta staðið bestu liðum deildarinnar snúninginn og ekki misstigið sig gegn lökustu lið- unum. Haukar sáu á eftir mikilvægum stigum í toppbaráttu deildarinnar og sýndu aftur hve brothættir þeir geta hreinlega verið. Eitt helsta einkenni þeirra um árabil, stöðugleiki, virðist fyrir löngu hafa glatast. Gæðin í lið- inu í dag eru ekki næg til að það geti leyft sér að vera „lengi í gang“. Góð ferð Aftureldingar til Eyja Afturelding lagði vængbrotið lið ÍBV að velli, 25:19, í Eyjum í gær- kvöld Með sigri hefði ÍBV getað lyft sér á topp deildarinnar en sökum for- falla þriggja manna á leikdegi litu heimamenn aldrei út fyrir að geta lyft sér á toppinn. Afturelding drap niður sóknarleik ÍBV frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu og virkuðu þeir alltaf eiga svörin gegn vörn ÍBV á hinum endanum, fyrir utan nokkra stutta kafla í leikn- Grótta flaug úr fallsætinu  Valur, Haukar og ÍBV töpuðu öll  Besti Valsarinn var í Gróttubúningi Morgunblaðið/Hari Heimavöllur Bjarni Ófeigur Valdimarsson er Valsmaður en í láni hjá Gróttu. Hann fór illa með sitt félag og skoraði 9 mörk fyrir Gróttu. Vestmannaeyjar, Olísdeild karla, fimmtudag 30. nóvember 2017. Gangur leiksins: 1:1, 2:3, 3:5, 4:7, 5:9, 7:10, 8:12, 11:14, 12:16, 14:19, 16:21, 18:25, 19:25. Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 5/1, Daníel Griffin 2, Róbert Aron Hos- tert 2, Dagur Arnarsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 1, Ágúst Emil Grét- arsson 1. Varin skot: Stephen Nielsen 14. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyj- ólfsson 9/4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Elvar Ásgeirsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Böðvar Páll Ás- geirsson 1, Ernir Hrafn Arnarson 1, Mikk Pinnonen 1. Varin skot: Kolbeinn Aron Ingi- bjargarson 23. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson. Áhorfendur: 450. ÍBV – Afturelding 19:25 Austurberg, Olísdeild karla, fimmtu- dag 30. nóvember 2017. Gangur leiksins: 3:2, 6:5, 9:8, 10:10, 12:11, 15:13, 15:15, 18:17, 19:17, 20:19, 21:21, 24:23. Mörk ÍR: Bergvin Þór Gíslason 6, Sveinn Andri Sveinsson 5, Daníel Ingi Guðmundsson 4/3, Sturla Ás- geirsson 3, Elías Bóasson 3, Kristján Orri Jóhannsson 2, Úlfur Kjartansson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 15. Utan vallar: 12 mínútur Mörk Hauka: Hákon Daði Styrm- isson 4/2, Pétur Pálsson 4, Daníel Þór Ingason 3, Atli Már Báruson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Heimir Óli Heim- isson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11. Utan vallar: 12 mínútur Dómarar: Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Áhorfendur: 280. ÍR – Haukar 24:23 GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Næstsigursælasti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, þarf ekki að sanna fyrir heiminum að hann kunni sitt hvað fyrir sér í golfi en hann virðist nú vera kominn með hvatningu sem er ný af nálinni. Eftir að hafa fjórtán sinnum fagnað sigrum á risamótum á árabilinu 1997- 2008 þá hafa síðustu ár verið lituð af meiðslum hjá Woods sem er fertugur að aldri. Hefur hann farið í fjórar að- gerðir vegna bakmeiðsla og hafði áð- ur farið í aðgerð vegna hnémeiðsla. Fer þeim fækkandi sem telja að Wo- ods hafi líkamlega burði til þess að keppa við bestu kylfinga heims á nýj- an leik eftir allt sem á undan er geng- ið. Litlar eða engar minningar Skemmtileg ummæli voru höfð eftir Woods í tímaritinu Gold Digest á dög- unum. Hann benti á að börnin hans tvö væru 10 og 8 ára. Þau eiga því engar eða litlar minningar um föður sinn fara á kostum á golfvellinum. Síðast sigraði Woods á golfmóti árið 2013 og þá voru þau 6 og 4 ára. „Ég held að börnin mín geri sér ekki grein fyrir því hvers ég er megn- ugur á golfvellinum því þau líta á mig sem Youtube-kylfinginn. Þau hafa í raun aldrei séð mig keppa þegar ég er upp á mitt besta,“ sagði Woods. Þess má einnig geta að tveir af snjöllustu kylfingum Bandaríkjanna, Jordan Spieth og Justin Thomas, eru Þekkja föðurinn sem afreksmann vegna Youtube AFP Endurkoma Tiger Woods er við keppni á Bahamaeyjum sem stendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.