Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.2017, Blaðsíða 3
um þar sem ÍBV-vörnin virkaði eins og hún á að gera. Þá varði Kolbeinn Aron Arnarson, Eyjamaðurinn í marki Aftureldingar, 23 skot í leikn- um. Það deilir enginn um það að lið sem missir út Sigurberg Sveinsson, Theo- dór Sigurbjörnsson og Aron Rafn Eðvarðsson, allt leikmenn í lands- liðsklassa, á leikdegi, spilar ekki á fullri getu í leiknum. Það sem Eyja- menn sýndu þó á köflum í sókninni var liðinu ekki sæmandi. Þrátt fyrir að þessir leikmenn hafi ekki verið með, þá getur liðið spilað betri handbolta, hópurinn er góður og margir leikmenn í landsliðsklassa eftir, þrátt fyrir að þessir þrír hafi ekki getað spilað. Það má þó ekki taka neitt af Mos- fellingum, sem spiluðu einhverja bestu vörn sem sést hefur í Vest- mannaeyjum í langan tíma, allavega þá bestu sem sést hefur á nýja gólf- inu, allan leikinn. Afturelding hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og nálgast því það lið sem allir héldu að þeir væru, fyrir mót. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, mun eflaust ekki dvelja lengi við þennan leik enda mikilvægt að klára umferðirnar fyrir jól með sæmd. Ein- ar Andri Einarsson, þjálfari Aftur- eldingar, er eflaust himinlifandi og vonandi fyrir hann heldur liðið áfram að spila svona og safna stigum sem skila liðinu nær toppi deildarinnar, þar sem það á heima. Sama stemning á Selfossi Það er ekki hlaupið að því fyrir að- komuliðin að ná dampi í stemning- unni sem hefur verið á Selfossi í vet- ur. Þetta fengu Stjörnumenn að reyna í gærkvöldi, og þurftu að játa sig sigraða, 31:26, gegn sterkum heimamönnum og stuðningsmönnum þeirra. Heimamenn voru í hægagangi í upphafi leiks en eftir tíu mínútna upphitun settu þeir allt á fullt og rifu sig frá gestunum. Munurinn var orð- inn sex mörk í leikhléi, 16:10, eftir að ungstirnið Haukur Þrastarson hafði raðað inn mörkum fyrir þá vínrauðu. Stjörnumenn voru allt of mistækir í sókninni og töpuðu mörgum boltum. Þess á milli náðu þeir að galopna Sel- fossvörnina og Leó Snær Pétursson nýtti sér það til að mynda vel og smaug oft snyrtilega í gegnum gluf- urnar. Stjarnan mætti af meiri krafti í seinni hálfleikinn og minnkaði mun- inn fljótlega í 19:17. Þegar ellefu mín- útur voru eftir af leiknum var staðan 22:20. Þá skildi aftur á milli og Sel- fyssingar buðu upp á stjörnurúllun á lokakaflanum. Lokatölur 31:26 en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörkin á lokamínútu leiksins. Eins og svo oft í vetur var frábært að fylgjast Hauki Þrastarsyni í þess- um leik. Hann átti frábært kvöld í sókninni hjá Selfyssingum og það sama má segja um Einar Sverrisson. Einnig átti Hergeir Grímsson fínan leik og lét finna vel fyrir sér í vörn- inni. Stjarnan átti mjög góða kafla en þegar mest á reyndi kepptist liðið um að gera klaufaleg mistök og náði því aldrei að brúa bilið. Egill Magnússon átti góðan leik fyrir Stjörnuna og skoraði nokkur mjög góð mörk. Davíð sá við Fjölnismönnum Stórleikur Davíðs Svanssonar, markvarðar Víkinga, lagði grunn- inn að fyrsta sigri liðsins í Olís- deild karla þegar Víkingar lögðu Fjölnismenn, 27:23, í Dalhúsum. Davíð lék afar vel, ekki síst í síðari hálfleik þegar hann dró jafnt og þétt teknnurnar úr Fjölnismönnum sem gerðu sér vonir um að vinna sinn annan leik í röð í deildinni . Víkingar eru þar með komnir upp í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Fjölnismenn. Fjölnismenn voru heldur skárri en gestirnir í fyrri hálfleik en því miður var leikju beggja liða ekki rismikill, sérstaklega þá í sókninni. Eftir jafnar upphafsmínútur komst Fjölnir yfir og náði um skeið þriggja marka forskoti sem var komið niður í eitt mark, 12:11, þeg- ar flautað var til loka fyrri hluta leiksins. Víkingar voru hinsvegar miklu ákveðnari í síðari hálfleik. Sókn- arleikur þeirra var heilsteyptari en heimamanna og varnarleikurinn betri. Þá munaði mikið um mark- vörslu Davíðs meðan Ingvar Krist- inn Guðmundsson náði sér alls ekki á strik í marki heimamanna. Leikurinn var í heildina slakur en Víkingar voru hinsvegar áhuga- samari og viljugri. Ástæða er til þess að óska Víkingum til ham- ingju með þennan sigur. Eftir afar erfiða leiki og skelli í mörgum leikjum fram til þessa hefðuein- hverjir þegar verið búnir að leggja árar í bát. Fjölnismen verða hinsvegar að hugsa sinn gang. Þeir geta ekki ætlast til þess að einn maður beri leik þeirra upp og skori öll mörkin. Fleiri verða að taka af skarið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Bergvin Þór Gíslason var í lykilhlutverki hjá ÍR-ingum í gærkvöld og skoraði 6 mörk. Hér sækir hann að vörn Hauka í Austurberginu. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2017 Vallaskóli Selfossi, Olísdeild karla, fimmtudag 30. nóvember 2017. Gangur leiksins: 1:3, 3:4, 6:4, 10:7, 13:9, 16:10, 17:13, 19:15, 21:18, 24:20, 28:23, 31:24, 31:26. Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 7, Haukur Þrastarson 7, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Teitur Örn Einarsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Alexander Már Egan 1. Varin skot: Helgi Hlynsson 8, Sölvi Ólafsson 2. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Egill Magn- ússon 8, Leó Snær Pétursson 6, Sigurður Egill Karlsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Garðar Bene- dikt Sigurjónsson 3/2, Andri Hjartar Grétarsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pét- ursson 7/1, Lárus Gunnarsson 2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Sigurður H. Þrast- arson og Svavar Ólafur Pét- ursson. Áhorfendur: 467. Selfoss – Stjarnan 31:26 Dalhús, Olísdeild karla, fimmtudag 30. nóvember 2017. Gangur leiksins: 2:2, 3:3, 6:5, 8:5, 9:8, 12:11, 14:14, 15:15, 16:19, 19:19, 21:23, 23:27. Mörk Fjölnis: Kristján Örn Krist- jánsson 9/1, Sveinn Þorgeirsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Bjarki Lár- usson 3, Breki Dagsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Andri Berg Har- aldsson 1/1. Varin skot: Ingvar Kristinn Guð- mundsson 11/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Birgir Már Birgisson 6, Jón Hjálmarsson 5, Egidijus Mika- lonis 4, Víglundur Jarl Þórsson 4/1, Guðmundur Birgir Ægisson 4, Ægir Hrafn Jónsson 2, Magnús Karl Magn- ússon 1, Hlynur Óttarsson 1. Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 16/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Ingvar Guðjónsson. Áhorfendur: 286. Fjölnir – Víkingur 23:27 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Brauð og co-höll: Höttur – Þór Þ ........ 19.15 1. deild karla: Ísafjörður: Vestri – Breiðablik............ 19.15 Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur........... 19.15 Hveragerði: Hamar – ÍA ..................... 19.15 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: Ármann – Hamar ......... 20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Valshöllin: Valur U – ÍBV U................ 19.30 Í KVÖLD! Valshöllin, Olísdeild karla, fimmtudag 30. nóvember 2017. Gangur leiksins: 2:1, 4:3, 6:5, 9:11, 10:13, 13:18, 16:19, 19:21, 21:27, 25:29, 27:32, 30:34, 33:35. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 11/2, Sti- ven Tobar Valencia 6, Alexander Örn Júlíusson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Ýmir Örn Gíslason 2, Sveinn Jose Ri- vera 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 1, Ryuto Inage 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafs- son 11/2, Einar Baldvin Baldvinsson 3/1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Gróttu: Júlíus Þórir Stef- ánsson 10, Bjarni Ófeigur Valdimars- son 9/2, Daði Laxdal Gautason 6/2, Pétur Hauksson 4, Maximilian Jons- son 2, Þórir Bjarni Traustason 2, Hannes Grimm 1, Nökkvi Dan Elliða- son 1. Varin skot: Hreiðar Levý Guð- mundssson 18. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson. Áhorfendur: 159. Valur – Grótta 33:35 24 ára. Þeir voru því lítið meira en unglingar þegar Woods sigraði síðast á risamóti. „Ég held að Jordan hafi enn verið með bleyju þegar ég byrjaði í atvinnumennskunni árið 1996,“ sagði Woods og bætti við: „Í fullkomnum heimi þá myndi ég leyfa þeim að finna hvernig mínum gömlu keppinautum leið þegar þeir tókust á við mig á golf- vellinum á árum áður.“ Keppir á Bahamaeyjum Tiger Woods er á meðal keppenda á PGA-móti sem hófst á Bahamaeyj- um í gærkvöldi. Er það hans fyrsta mót síðan í febrúar. Woods gætir þess nú að vera ekki með of miklar yfirlýs- ingar um hvort hann nái nógu góðri heilsu til að spila af fullum krafti sem atvinnumaður. „Ég þarf meiri tíma til að átta mig á því. Ég er nú búinn að æfa í mánuð og þarf lengri tíma til að meta stöðuna.“ FH-ingar eiga fyrir höndum afar krefjandi en spennandi verkefni tak- ist þeim að komast áfram í riðla- keppni EHF-bikars karla í hand- bolta. FH er 24:21 undir í einvígi sínu við Tatran Presov frá Slóvakíu en liðin mætast í seinni leik sínum í Kaplakrika á morgun. Liðið sem kemst áfram leikur í riðlakeppni mótsins frá 10. febrúar til 1. apríl, og í gær varð ljóst hvernig riðlarnir líta út. FH eða Tatran Presov mun leika í riðli með SKA Minsk frá Hvíta- Rússlandi, Bjerringbro-Silkeborg frá Danmörku og Magdeburg frá Þýska- landi. Minsk var í efsta styrk- leikaflokki og er annað af bestu lið- um Hvíta-Rússlands, og sigurvegari Áskorendabikarsins árið 2013. Bjerr- ingbro-Silkeborg er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá toppnum, og komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Magdeburg, sem er í 7. sæti þýsku 1. deildarinnar, endaði svo í 3. sæti EHF-bikarsins á síðustu leiktíð. Leikið er í fjórum riðlum um að komast í 8-liða úrslit keppninnar. sindris@mbl.is FH-ingar fengju leiki við bronsliðið og fleiri góð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erfitt Einar Rafn Eiðsson og félagar í FH fá leiki við hörkugóða mótherja takist þeim að slá út Tatran Presov.  Knattspyrnumaðurinn Björn Berg- mann Sigurðarson, framherji Molde, er í úrvalsliði norska dagblaðsins Ver- dens Gang, fyrir frammistöðu sína á nýliðinni leiktíð. Björn skoraði 16 mörk í norsku deildinni en Molde hafnaði í 2. sæti. Aðeins Nicklas Bendtner og Ohi Omoiuanfo skoruðu meira en Björn á leiktíðinni. Björn var sex sinnum í liði umferðarinnar hjá miðlinum og fékk meðaleinkunnina 5,8 en hæsta ein- kunn er 10. Aðeins Samuel Adeg- benro, leikmaður Rosenborg, var með hærri meðaleinkunn eða 6,04.  Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði Svíþjóð- armeistara Kristi- anstad í hand- knattleik, er í liði nóvembermán- aðar sem valið er af fulltrúum heimasíðu sænsku úrvalsdeildarinnar. Þótt Ólafur hafi leikið afar vel með Kristianstad þá er þetta í fyrsta sinn á keppnistímabilinu sem hann hlýtur náð fyrir augum þeirra sem velja úrvalslið hvers mán- aðar.  Betri sveit Íslands af tveimur í kvennaflokki var í 40. sæti eftir fyrri keppnisdaginn í þrímenningi á heims- meistaramótinu í keilu í Las Vegas en honum lauk í fyrrinótt að íslenskum tíma. Sveitina skipa Katrín Fjóla Bragadóttir, Linda Hrönn Magn- úsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir. Í karlaflokki er betri sveit Íslands í 27. sæti en hana skipa Gunnar Þór Ás- geirsson, Gústaf Smári Björnsson og Skúli Freyr Sigurðsson.  Spænski miðjumaðurinn David Silva skrifaði í gær undir nýjan samn- ing við enska knattspyrnufélagið Man- chester City. Silva er nú samnings- bundinn Manchester-liðinu til ársins 2020 en þessi 31 árs gamli Spánverji kom til liðsins árið 2010 og hefur tvisvar orðið Englandsmeistari með félaginu.  Kristinn Freyr Sigurðsson mun ekki ganga í raðir FH eftir að samn- ingaviðræður slitnuðu á milli hans og Hafnarfjarðarfélagsins. 433.is greinir frá því að viðræðurnar hafi verið langt komnar. Miðjumaðurinn er á heimleið eftir eitt tímabil með Sundsvall í Sví- þjóð. Hann lék með Val í fimm ár, áður en hann fór utan og hefur ver- ið að æfa með Íslandsmeist- urunum að und- anförnu. Það verður því að teljast lík- legt að Kristinn gangi aftur í raðir Vals. Kristinn var valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knatt- spyrnu árið 2016 og fór til Sundsvall í kjölfarið. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.