Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2017
Í dag fá íslenskir knatt-
spyrnuunnendur svör við ýmsum
spurningum sem brunnið hafa á
þeim síðan Ísland lagði Kósóvó
að velli í október.
Þegar dregið verður í riðla á
HM við mikla viðhöfn í dag þá
skýrist hverjir verða andstæð-
ingar Íslands næsta sumar. Einn-
ig skýrist hvaða ferðalög bíða
þeirra sem hörð eru í því að
hvetja okkar menn í austurvegi.
Starfsmenn á ferðaskrifstofum
eru væntanlega komnir fram á
sætisbrúnina.
Sjaldan hefur verið jafn erfitt
að spá fyrir um hvernig best sé
að framkvæma slíkt. Í seinni tíð
hafa gestgjafar stórmóta gripið
til þess að láta riðlana flakka á
milli borga. Á árum áður gátu
stuðningsmenn haldið sig í sömu
borginni ef þeir vildu sjá fleiri en
einn leik í riðlinum hjá sínu liði.
Á morgun þegar riðlarnir
liggja fyrir vonast undirritaður
eftir því að þá muni það end-
anlega síast inn í heilabúið litla
að Ísland verði með á HM. Ennþá
er þetta fremur óraunverulegt.
Þegar á HM er komið þá finnst
mér sjarmerandi tilhugsun að
mæta liði frá Suður-Ameríku.
Ekki er þá átt við að slíkur and-
stæðingur verði auðveldur við-
ureignar. Alls ekki. En þar sem
knattspyrnan er í hávegum höfð
hjá flestum þjóðum Suður-
Ameríku væri gaman að mæta
þeim í leik sem skiptir máli. Ekki
er það í boði á EM. Meira að
segja ég geri mér grein fyrir því.
Ef til vill verða þetta Evrópu-
þjóð, Asíuþjóð og Ameríkuþjóð í
riðli Íslands. Okkar lið gerir jafn-
tefli við Evrópuþjóðina, vinnur
Asíuþjóðina en tapar fyrir Am-
eríkuþjóðinni og kemst í 16-liða
úrslitin.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
DANMÖRK
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ómar er efnilegur leikmaður.
Styrkur hans felst í miklum leik-
skilningi sem getur nýst okkur mjög
vel. Einnig getur hann leikið þrjár
stöður, sem skytta, í hægra horni og
á miðjunni,“ sagði Aron Kristjáns-
son, þjálfari Danmerkurmeistara
Aalborg í handbolta karla, eftir að
upplýst var í gær að landsliðsmað-
urinn í handknattleik, Ómar Ingi
Magnússon, hefði skrifað undir
tveggja ára samning við Álaborgar-
liðið.
Ómar Ingi hefur leikið með Århus
Håndbold frá sumrinu 2016 og lýkur
núverandi keppnistímabili með Ár-
ósaliðinu.
„Ómar er einnig góð vítaskytta,
sterkur í þeirri stöðu þegar lið hans
er manni fleiri. Hann hefur marga
kosti sem geta reynst okkur dýr-
mætir.
Ómar Ingi getur fallið vel inn í
okkar leikskipulag og mun nýtast
okkur afar vel, kannski enn betur en
hann gerir hjá Århus-liðinu,“ sagði
Aron sem á ekki von á miklum breyt-
ingum til viðbótar á Álaborgarliðinu
fyrir næsta keppnistímabil en tals-
verðar breytingar voru á leikmanna-
hópnum eftir síðasta keppnistímabil.
Árangursrík vika
Síðasta vika hefur verið afar góð
fyrir Álaborgarliðið. Um síðustu
helgi vann Aalborg ungverska liðið
Veszprém í Meistaradeildinni og í
fyrrakvöld vannst sigur á Bjerring-
bro/Silkeborg, 24:23, á heimavelli.
Með sigrinum er Álaborgarliðið enn
í toppbaráttu dönsku úrvalsdeild-
arinnar með Skjern, GOG og fyrr-
greindu liði Bjerrringbro/Silkeborg.
Aron segist vera ánægður með ár-
angurinn til þessa. Það hafi verið
ljóst eftir talsverðar breytingar á
leikmannahópnum í sumar sem leið
að liðið væri ekki eins sterkt og áður
og við tæki uppbyggingartími. „Okk-
ur var spáð fjórða til fimmta sæti
fyrir keppnistímabilið sem var alls
ekki óraunhæft þar sem Skjern,
GOG og Bjerringbro hafa á að skipa
afar sterkum leikmannahópum. Við
teljum okkur hinsvegar vera með lið
sem getur alveg veitt þeim keppni,“
sagði Aron. Lið hans var seint í gang
í haust en hefur náð sér á strik
undanfarnar vikur, þrátt fyrir að
meiðsli hafi herjað á hópinn.
„Sigrarnir í vikunni eru enn gleði-
legri í ljósi þess að leikmannahóp-
urinn hefur verið þunnskipaðri en
æskilegt væri vegna þess að fjórir
leikmenn eru frá keppni vegna
meiðsla auk þess sem reyndari
markvörður okkar var veikur þegar
leikurinn við Veszprém fór fram á
sunnudaginn og sat á bekknum til
vara ef hinn markvörðurinn hefði
meiðst,“ sagði Aron sem á sínu öðru
keppnistímabili hjá Aalborg.
Í afar sterkum riðli
„Fyrir utan breytingar á hópn-
um þá var einnig ljóst að þátttaka
okkar í Meistaradeildinni myndi
auka álagið á leikmenn en um leið
veita þeim flestum nýja og kær-
komna reynslu eins og komið hefur
í ljós.
Við drógumst auk þess í einn
sterkasta riðil sem nokkru sinni
hefur verið til í sögu Meistara-
deildarinnar. En hann hefur gefið
okkur mikið. Framfarir hafa átt
sér stað á leik okkar sem er virki-
lega jákvætt,“ segir Aron og bætir
við að sigur Álaborgar á Veszprém
á síðasta sunnudag hafi verið fyrsti
sigur Álaborgarliðsins á einu af
stóru liðum Evrópu í sögu danska
liðsins.
Möguleiki á 16-liða úrslitum
Aalborg á fimm leiki eftir í riðla-
keppni Meistaradeildar, þar af fjóra
í febrúar, eftir að Evrópukeppni
landsliða verður að baki. Þrátt fyrir
að liðið sé neðst í riðlinum þá á það
raunhæfa möguleika á að komast í
16-liða úrslit sem yrði stórsigur.
„Það er gott að vera í þeirri stöðu að
fara inn í leikina í febrúar og vita að
við eigum möguleika,“ sagði Aron og
bætti við: „En til þess að það gangi
eftir verðum við helst að vinna
Meshkov Brest og Celje Lasko á úti-
velli sem verður erfitt verkefni en
alls ekki ómögulegt.“
Arnór meiddur
en Janus góður
Tveir íslenskir handknattleiks-
menn leika undir stjórn Arons. Ann-
arsvegar Arnór Atlason og hins-
vegar Janus Daði Smárason. Arnór
meiddist á nára fyrir nokkru og hef-
ur verið frá keppni. Aron segist gera
sér vonir um að Arnór geti tekið þátt
í einhverjum leikjum fyrir jólaleyfi.
„Janus hefur leikið vel með okkur
í vetur. Hann er í stóru hlutverki og
er jafnt og þétt að styrkjast og bæta
sinn leik. Janus er okkur mikilvægur
og hefur gert það gott,“ sagði Aron
Kristjánsson, þjálfari Danmerkur-
meistara Aalborg Håndbold í hand-
knattleik karla.
Erum með lið til þess
að vera með í keppninni
Ómar Ingi bætist í Íslendingahópinn í Álaborg Aron ánægður með lið sitt
Ljósmynd/aarhushaandbold.dk
Sterkur Ómar Ingi Magnússon hefur leikið stórt hlutverk hjá Århus Håndbold og skorað ófá mörk fyrir liðið.
Aron Kristjánsson
» Er 45 ára gamall og fyrrver-
andi landsliðsmaður í hand-
knattleik. Lék á sínum tíma 85
landsleiki og skoraði í þeim
122 mörk.
» Tók við þjálfun Aalborg
Håndbold sumarið 2016 og
stýrði því til sigurs í dönsku úr-
valsdeildinni á liðnu vori.
» Var landsliðsþjálfari Íslands
í handknattleik karla frá ágúst
2012 til loka janúar 2016.
Hefur einnig þjálfað Hauka,
Skjern, KIF Kolding og varð
danskur meistari með síðar-
nefnda liðið tvö ár í röð, 2014
og 2015, og einnig bikarmeist-
ari.
Ljósmynd/aalborghaandbold.dk
Handaband Ómar Ingi og Aron Kristjánsson innsigla samninginn.
Almarr Ormarsson gekk í gær til
liðs við Fjölnismenn og samdi við
knattspyrnudeild Grafarvogsfélags-
ins til næstu þriggja ára. Hann yfir-
gefur því KA eftir tveggja ára dvöl á
heimaslóðunum á Akureyri en Al-
marr tók þátt í að koma KA upp í úr-
valsdeildina í fyrra og lék með liðinu
þar í ár. Almarr spilaði 20 af 22 leikj-
um KA í deildinni og skoraði þrjú
mörk.
Almarr er 29 ára gamall og lék
með meistaraflokki KA í fjögur ár í
1. deildinni, 2005 til 2008, en fór síð-
an til Fram og lék þar í sex ár. Hann
varð bikarmeistari með Fram árið
2013 og skoraði þá tvö mörk í úr-
slitaleiknum gegn Stjörnunni.
Almarr fór síðan til KR og lék þar
í tvö ár en þar varð hann aftur bikar-
meistari árið 2014 með Vestur-
bæjarliðinu.
Samtals hefur Almarr spilað 173
leiki í úrvalsdeildinni og skorað í
þeim 35 mörk. Þá hefur hann leikið
69 leiki í 1. deild og skorað 9 mörk.
Deildaleikirnir eru því alls orðnir
242.
Almarr lék 11 leiki með U19 ára
landsliðinu og var í U21-árs liðinu
sem komst í lokakeppni EM í Dan-
mörku árið 2011 en hann spilaði 9
landsleiki í þeim aldursflokki.
Fjölnir hefur þá fengið tvo nýja
leikmenn í vetur en Sigurpáll Mel-
berg Pálsson, fyrirliði Fram, gekk til
liðs við Fjölni fyrir nokkrum vikum.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjölnir Almarr Ormarsson leikur í
eins búningi þó hann fari í Fjölni.
Almarr í Grafarvog
Neil Warnock,
knattspyrnustjóri
Cardiff City,
skýrði frá því á
fréttamannafundi
í gær að Aron
Einar Gunnars-
son, landsliðsfyr-
irliði Íslands,
myndi sennilega
ekki leika með fé-
laginu áfram á
næsta tímabili. Hann hefði hafnað
tilboði félagsins um nýjan samning.
Ekki væri þó útilokað að halda hon-
um ef Cardiff ynni sér sæti í ensku
úrvalsdeildinni en liðið er nú í 2. sæti
B-deildarinnar.
Aron leikur sitt sjöunda tímabil
með Cardiff og það sjötta með liðinu
í B-deildinni en það lék í úrvalsdeild-
inni tímabilið 2013-14.
Warnock sagði að mögulega léti
Aron til leiðast að spila áfram með
Cardiff ef liðið færi upp en taldi jafn-
framt að Aron hefði meiri áhuga á að
færa sig yfir á meginland Evrópu
eftir tíu ár á Englandi. Hann lék
með Coventry í þrjú ár áður en hann
fór til Cardiff árið 2011.
„Hann vill takast á við nýja áskor-
un en er staðráðinn í að leggja allt í
sölurnar næstu sex mánuðina til að
koma Cardiff í úrvalsdeildina,“ sagði
Warnock en Cardiff tekur á móti
Norwich í kvöld. vs@mbl.is
Aron Einar
stefnir á
meginlandið
Aron Einar
Gunnarsson