Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 3
Í HÖLLINNI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Tindastóll leikur til úrslita í bikar- keppni karla í körfubolta í annað skipti í sögunni eftir 85:75-sigur á Haukum í undanúrslitum Maltbikars- ins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Tindastóll var yfir stærstan hluta leiks og var sigurinn verðskuldaður og sanngjarn. Stólarnir hafa aldrei unnið bikarmeistaratitil. Tap gegn Keflavík í úrslitum varð raunin árið 2012, en nú fá Tindastólsmenn annað tækifæri, nú gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum KR. Óstöðvandi Sigtryggur Arnar Sigtryggur Arnar Björnsson fór á kostum í gær og skoraði 35 stig og tók 11 fráköst. Hvað eftir annað setti hann niður skot á mikilvægum augnablikum leiksins og liðsfélagar hans leituðu mikið til hans, skilj- anlega. Það skipti engu hvort hann reyndi þriggja stiga skot eða keyrði að vörn Hauka, það gekk allt upp. Sigtryggur var viðloðandi íslenska landsliðið fyrir EM í Finnlandi og í gær sýndi hann að hann á erindi í landsliðið. „Þetta er með besta stigaskori sem ég hef náð og ég elska úrslitaleiki. Stóru mennirnir hjálpuðu mér að fá opin skot og ég þarf ekki að horfa á körfuna þegar ég er í svona gír,“ sagði Sigtryggur í samtali við Morg- unblaðið eftir leik. Hann var þó ekki einn á ferð í liði Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson skoraði aðeins tvö stig í gær, en hann gaf átta stoðsendingar og spilaði vel. Antonio Hester meiddist snemma leiks og sat því mikið á bekknum. Brandon Garrett, sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir slaka spila- mennsku, leysti hann af og gerði það með sóma. Varnarleikurinn, með Axel Kára- son í aðalhlutverki, var heilt yfir mjög góður og gekk vel að stöðva Kára Jónsson. Kári skoraði 15 stig, en hann hitti aðeins úr fjórum af 17 skotum sínum innan teigs og þremur af 11 þriggja stiga tilraunum sínum. Tindastólsmenn lögðu áherslu á að gefa Kára ekki auðveld skot og það gekk eftir. Paul Anthony Jones náði sér ekki eins vel á strik og oft áður og Breki Gylfason átti slakan leik og var tekinn út af fljótlega. Töpuðu síðast gegn Tindastóli Fyrir leikinn voru Haukar búnir að vinna níu leiki í röð og hafa ekki tap- að leik síðan 2. nóvember en það var einmitt gegn Tindastóli. Það er hins vegar öðruvísi að spila í Höllinni en annars staðar og Haukamenn virtust einfaldlega ekki tilbúnir í slíkt verk- efni á meðan leikmenn Tindastóls nutu þess. Það er ljóst að erfiðara verkefni tekur við hjá Haukum. Eins og áður hefur komið fram mætir Tindastóll reynslumiklu liði KR í úrslitum. KR- ingar hafa gert þetta margoft áður og hafa reynsluna með sér. Með spilamennsku eins og í gær er samt of snemmt að afskrifa Tindastól. Nái Sigtryggur að halda uppteknum hætti og vörnin að standa eins vel, gætu Stólarnir lyft sínum fyrsta stóra bikar á laugardaginn kemur. Haukar eru á toppnum í deildinni og geta nú einbeitt sér að henni og freistað þess að vinna sinn fyrsta Ís- landsmeistaratitil síðan 1988. Sigtryggur skaut Tinda- stóli í úrslit í annað skipti Morgunblaðið/Hari Sjóðandi Sigtryggur Arnar Björnsson sækir að körfu Hauka en hann átti frábæran leik á báðum endum vallarins.  Sanngjarn sigur Tindastóls á Haukum í undanúrslitum  Sigtryggur skoraði 35 stig  Tindastóll gæti unnið sinn fyrsta stóra titil  Haukar náðu sér ekki á strik ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Serbía, sem er í riðli með Íslandi á Evrópu- mótinu í handknattleik sem hefst í Króatíu á föstudag, tapaði í gærkvöld öðru sinni fyrir Slóveníu, nú 33:25, þegar þjóðirnar áttust við í vináttuleik. Jovica Cvetkovic, þjálfari Serba, ákvað hins vegar að hvíla nokkra af bestu mönnum liðsins í gær. Staðan í hálfleik var 15:14 fyrir Serbíu, sem tapaði seinni hálfleiknum með alls níu marka mun. Í fyrrakvöld mættust þjóðirnar einnig og þá vann Slóvenía fjögurra marka sigur, 36:32. Serbía hefur ekki átt góðu gengi að fagna í undirbúningi sínum fyrir EM. Serbía tapaði fyrir Makedóníu á föstudag og tapaði einnig fyrir Rúmeníu og Sviss á milli jóla og nýárs. Ísland mætir Serbíu í þriðja leik sínum á EM 16. janúar. Serbar töpuðu öllum Jovica Cvetkovic Á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í næsta mánuði verða lagðar fram tillögur um breytingar á lögum sambandsins, úr smiðju sérstaks starfshóps um heildarendurskoðun laganna. Á meðal þess sem lagt er til er að formaður sambandsins verði í framtíðinni kjörinn til þriggja ára í senn og að hver for- maður sitji „ekki lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt“. Guðni Bergsson var kjörinn formaður á þinginu fyrir ári, og þá til tveggja ára eins og núgildandi lög segja til um. Hingað til hefur verið kosið á tveggja ára fresti og engin takmörk verið á hve lengi menn gegna formennsku. Guðni tók við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem gegnt hafði formennsku í tíu ár, og áður var Eggert Magnússon formaður í 18 ár. sindris@mbl.is Sitji að hámarki í 12 ár Guðni Bergsson Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason verður væntanlega ekki með Augsburg í fyrsta leik liðsins eftir jólafríið í þýsku 1. deildinni. Augsburg mætir Hamburg á laugardag. Alfreð missti af stærstum hluta undirbún- ings Augsburg í mánuðinum, á Tenerife, vegna hásinarmeiðsla sem rekja má til síðasta leiks fyrir jól. Samkvæmt fréttum staðarmiðilsins Augsburger Allgemeine bætist svo við að Al- freð hefur verið veikur og því ekki getað æft eftir komu Augsburg-liðsins aftur til Þýska- lands. Þar segir að svo geti farið að Alfreð missi einnig af fyrsta útileik ársins, gegn Borussia Mönchenglad- bach eftir rúma viku. Þjálfarinn Manuel Baum vildi þó ekki útiloka að Alfreð yrði með um helgina, að minnsta kosti sem varamaður, en hann er þriðji markahæstur í þýsku 1. deildinni með 11 mörk. Flensa ofan í meiðslin Alfreð Finnbogason Laugardalshöll, Maltbikar karla, und- anúrslit, miðvikudag 10. janúar 2018. Gangur leiksins: 5:6, 8:13, 11:15, 13:21, 19:23, 25:28, 25:35, 31:37, 39:40, 42:46, 42:51, 49:58, 59:66, 62:70, 68:78, 75:85. Haukar: Paul Anthony Jones III 20/5 fráköst, Kári Jónsson 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 8/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/ 12 fráköst, Emil Barja 7/5 stoðsend- ingar, Arnór Bjarki Ívarsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 6, Haukur Óskarsson 5. Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn. Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björns- son 35/11 fráköst, Brandon Garrett 17/4 fráköst, Antonio Hester 9/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðs- son 7/4 fráköst, Helgi Freyr Mar- geirsson 6, Axel Kárason 6, Hannes Ingi Másson 3/5 fráköst, Pétur Rún- ar Birgisson 2/8 fráköst/8 stoð- sendingar. Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Haukar – Tindastóll 75:85  Lionel Messi og félagar í argent- ínska landsliðinu, sem verða fyrstu andstæðingar Íslendinga á heims- meistaramótinu í knattspyrnu í Rúss- landi í sumar, mæta Ítölum og Spán- verjum í tveimur vináttuleikjum í mars til undirbúnings fyrir HM. Argentína og Ítalía eigast við í Basel í Sviss 23. mars og fjórum dögum síðar mæta Argentínumenn liði Spánverja í Madrid en þeir eru margir sem spá því að Spánverjar verði í baráttu um heims- meistaratitilinn.  Ísland og Arg- entína eigast við á HM í Moskvu 16. júní í sumar en hinar tvær þjóð- irnar í D-riðlinum eru Króatar og Nígeríumenn. Í gær var tilkynnt að Nígeríumenn myndu mæta Harry Kane og félögum í enska landsliðinu á Wembley í vináttu- landsleik fyrir mótið, þann 2. júní.  Handknattleikskonan Hekla Rún Ámundadóttir er gengin til liðs við Hauka frá liði Aftureldingar. Hekla skrifaði undir samning sem gildir fram á sumar 2019. Hún er 23 ára, uppalin í ÍR en gekk til liðs við Fram fyrir tíma- bilið 2011-2012 þar sem að hún lék í 6 tímabil. Fyrir þetta tímabil gekk hún svo til liðs við Aftureldingu þar sem hún lék með liðinu í Grill 66 deild- kvenna fyrir áramót. Auk þess hefur Hekla leikið fyrir öll yngri landslið Ís- lands en hún er örvhent og getur bæði spilað í horninu og í skyttustöðu.  Romelu Lukaku, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester Unit- ed í knattspyrnu, ætlar að höfða mál á hendur eiganda Everton en Lukaku var keyptur þaðan í sumar. Málið snýst um það að Farhad Moshiri, eigandi Ever- ton, sagði Lukaku hafa farið frá félag- inu eftir að hafa fengið nokkurs konar voodoo-skilaboð frá pílagrími í Afríku. Þetta er belgíski framherj- inn óánægður með. „Ro- melu er kaþólskur og voodoo-galdrar hafa ekk- ert að gera með hans líf eða trú. Hann hafði einfaldlega ekki trú á Everton og þess vegna hafnaði hann samningi þar og vildi fara ann- að,“ sagði talsmaður Lukaku og staðfesti að hann væri að leita réttar síns vegna þessara ummæla. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.