Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// David James, nýráðinn þjálfari ind- verska knattspyrnuliðsins Kerala Blasters, hefur staðfest að hann sé að fá Hermann Hreiðarsson í þjálf- arateymi sitt en mbl.is greindi frá því á dögunum að Hermann væri á leið til Indlands og yrði líklega að- stoðarmaður fyrrverandi liðsfélags síns hjá Portsmouth og ÍBV. „Hermann er góður vinur minn og ég mun fá hann í lið mitt á næstu dögum. Áður en ég kom hættu tveir aðstoðarþjálfarar svo aðeins ég og Thangboi Singto erum til staðar. Svo ég mun fá hann fljótlega,“ segir James við The News í Portsmouth. Hermann og James léku saman í þrjú tímabil með Portsmouth og urðu bikarmeistarar árið 2008 og leiðir þeirra lágu svo aftur saman ár- ið 2013 þegar James léki í marki ÍBV undir stjórn Hermanns og var einnig í þjálfarateymi liðsins. Hermann stýrði síðast kvennaliði Fylkis, en liðið féll úr Pepsi-deild kvenna síðasta haust og í kjölfarið hætti hann þjálfun liðsins. Þar áður stýrði Hermann karlaliði IBV árið 2013 og síðan karlaliði Fylkis frá 2015 til 2016. gummih@mbl.is James staðfestir ráðningu Hermanns Engar bækur í bikarnum  Skallagrímur og Keflavík ættu að vinna undanúrslitaleiki bikarsins í Laugardalshöll  Njarðvík og Snæfell hafa unnið óvænta sigra í keppninni Það eru konurnar sem sjá um hátíðahöldin í Höllinni í dag og má reikna með mikilli veislu sem eng- inn ætti að láta framhjá sér fara. Í fyrri leiknum eigast við Skallagrím- ur og Njarðvík klukkan 17 og síðan taka Keflavík og Snæfell við klukk- an 20. Njarðvík hefur tapað öllum 15 leikjum sínum í deildinni í vetur og mörgum þeirra stórt. Liðið er í langneðsta sæti og ekkert annað en fall blasir við því í vor. Hins vegar hefur liðið unnið tvo fantasigra í bikarnum gegn Stjörnunni og Breiðabliki sem kemur þeim óvænt í Höllina í dag. Einhvern veginn nær Njarðvíkurliðið að gíra sig svona vel upp fyrir bikarleiki, því að bæði Stjarnan og Blikar eru hörkulið sem eru í bullandi baráttu um sæti í úrslitakeppni. Það er ljóst að Njarðvík þarf að halda áfram að spila sinn besta bolta í bikarleiknum í dag, eins og í hinum tveimur, ef liðið ætlar að eiga möguleika gegn sterku liði Skallagríms. Þetta virðist snúast um eitthvert hugarástand sem leik- mennirnir ná að koma sér í, í bikar en ekki í deildinni. Ef það tekst þá á Njarðvík möguleika í leiknum í dag. Ef ekki, þá gæti farið illa. Þessi sömu lið mættust síðustu helgi þar sem Skallagrímur vann 15 stiga sigur og það er klárt mál að öllu eðlilegu á Skallagrímur að vinna í dag. Enginn smá liðstyrkur hjá Skallagrími Borgnesingar hafa ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi í vet- ur. Liðið er í 6. sæti í átta liða deild en á ennþá möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Sigrún Ámunda- dóttir hefur átt við meiðsli að stríða og munar um minna, en Skallar hafa sótt liðstyrk til útlanda og það engan smá liðstyrk. Sú heitir Ziom- ara Morrison og er 194 cm á hæð. Hún er ekki bara há heldur mjög, mjög góð. Síðasta vetur var hún með 12,3 stig og 6,4 fráköst í Meistaradeild Evrópu! Hún hefur leikið í sumum af bestu deildum Evrópu ásamt því að spila í WNBA-deildinni. Mér er sagt að hún spili bara með Sköllum í jan- úar og haldi síðan til stærri verk- efna. Hún mun án efa hjálpa liðinu í bikarnum en fyrir er Carmen Tyson-Thomas sem getur unnið leiki upp á sitt eindæmi ef því er að skipta. Ég held líka að hún sé sér- staklega einbeitt þegar hún mætir Njarðvík, sem rak hana í fyrra fyr- ir að vera ekki nógu góður liðs- maður. Þær mega samt ekki vera saman inná vellinum og þurfa því að skipta með sér 40 mínútum. Furðuleikur Snæfells og Keflavíkur Það er alltaf þannig að þegar dregið er í bikarnum á dragast saman liðin sem eiga að spila í um- ferðinni á undan bikarleiknum eða liðin sem eiga næsta leik á eftir. Al- veg eins og Skallagrímur og Njarð- vík mættust síðustu helgi þá mætt- ust líka Snæfell og Keflavík í Hólminum, í stórfurðulegum leik þar sem Snæfell var betra liðið í fyrri hálfleik en Keflavík pakkaði síðan heimastúlkum saman í þeim seinni. Sá fáheyrði atburður gerðist í 4. leikhluta að Snæfell náði ekki að skora stig allan fjórðunginn. Snæfell er ekki sama öfluga liðið og undanfarin ár. Liðið virðist vera búið að stimpla sig út úr baráttunni um sæti í úrslitakeppninni á meðan Keflavík er á góðu skriði eftir ró- lega byrjun í haust. Þessi lið mætt- ust í lokaúrslitum á síðasta tímabili þar sem Keflavík hafði betur svo eftirminnilega. Á meðan Keflavík hélt nánast sama liði hefur Snæfell veikst töluvert. Það má þó ekki af- skrifa Snæfell í þessum leik því allt getur gerst í bikar. Snæfell gerði sér t.d. lítið fyrir og sló út topplið Vals mjög óvænt á leið sinni í Höll- ina ef það er hægt að tala um að eitthvað sé óvænt í bikarkeppni. McCarthy og Dinkins frábærar Bæði lið eru með frábæra er- lenda leikmenn sem geta tekið leiki yfir. Kristen McCarthy er geggj- aður leikmaður og karakter sem allir Hólmarar elska. Ég er líka of- boðslega hrifinn af Brittany Dink- ins í liði Keflavíkur, sem er minn uppáhaldsleikmaður í deildinni. Keflavík missti á dögunum Emelíu Ósk Gunnarsdóttur í meiðsli en Emelía er einn besti leikmaður liðs- ins. Keflavík mun sérstaklega sakna hennar varnarlega. Í staðinn hefur Sverrir Þór Sverrisson (ekki Sveppi) náð í Emblu Krist- ínardóttur til að fylla hennar skarð. Þá hefur Birna Valgerður Benón- ýsdóttir einhverra hluta vegna ekki náð sér jafn vel á strik í vetur og síðasta vetur. Hún var mögnuð í fyrra og ég var að vona að þessi unga og hæfileikaríka stelpa myndi bæta við sig snúningi í vetur. Stjörnuleikur úr óvæntri átt? Snæfell hefur endurheimt Gunn- hildi Gunnarsdóttur úr barneign- arleyfi en það er ekki hægt að ætl- ast til að hún taki bara upp þráðinn og spili á sama styrk. Hún þarf meiri tíma en mun eflaust hjálpa liðinu eins og hægt er. Kristen og Berglind Gunnarsdóttir þurfa að draga vagninn og svo þarf Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að fá stjörnuleik úr óvæntri átt. Svoleiðis hefur nokkrum sinnum gerst í Höllinni enda er sagt að stjörnur fæðist á stóra sviðinu. Þessi körfu- boltahátíð er svo sannarlega eitt af stærri sviðunum í íslenskum körfu- bolta. Bókin segir manni að Skalla- grímur og Keflavík mætist í úrslit- um og ef maður flettir yfir á síð- ustu blaðsíðu þá stendur þar að Keflavík fari alla leið. En þetta er bikar og í bikarkeppni er ekki að marka neinar bækur og því er allt upp í loft í kvöld. Morgunblaðið/Eggert Öflug Brittanny Dinkins hefur leikið mjög vel með Keflavík í vetur og liðið er sigurstranglegri aðilinn í viðureigninni gegn Snæfelli í kvöld. SÉRFRÆÐINGUR MORGUNBLAÐSINS Benedikt Guðmundsson benediktrunar@hotmail.com Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþrótta- fréttamaður sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir undanúrslitaleikina í Maltbikar kvenna sem fram fara í Laugardalshöll í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson varð á síðasta sunnudag marka- hæsti landsliðsmaður hand- knattleikssögunnar, eða eftir því sem næst verður komist. Á nærri 19 ára ferli með íslenska landsliðinu hefur hann skorað 1.798 mörk í 343 leikjum, eða 5,24 mörk að jafnaði í hverjum leik. Auk þess bendir margt til þess að Guðjón Valur sé þriðji markahæsti leikmaður í sögu heimsmeistaramóta, á eftir Kyung-shin Yoon frá Suður- Kóreu og Makedóníumanninum Kiril Lazarov. Fyrrgreindur Yoon er hugsanlega sá eini sem hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið en Guðjón Valur. Upplýsingar um hans feril með landsliði Suður- Kóreu frá 1992 til 2012 eru á reiki og ekki einu sinni hægt að fullyrða hversu mörgum lands- leikjum Yoon tók þátt í. Hvað þá um fjölda markanna fyrir lands- liðið. Torsótt hefur reynst að grafast fyrir um markahæstu leikmenn lokakeppni Evr- ópumóta vegna þess að marka- skor allra leikja mótanna liggur ekki fyrir á einu stað heldur á víð of dreif. Sömu sögu má reyndar segja um markaskorara á heimsmeist- aramótum og því er ekki með vissu hægt að fullyrða að þeir þrír sem að ofan er getið séu þrír efstu þótt leiða megi að því líkum. Þannig er reyndar með töl- fræði í kringum handboltann Al- þjóða sérsambandið virðist lítið leggja upp úr henni. Þar hefur fjármunum og starfskröftum verið eytt í annað. Sömu sögu er að segja um Handknattleiks- samband Evrópu eins og sést best þegar flett er upp leik- skýrslum frá lokakeppni EM frá því fyrir fáeinum árum. Oft og tíðum er gripið í tómt. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.