Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
ÍÞRÓTTIR
Körfubolti Benedikt Guðmundsson fjallar um undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í körfubolta sem fara fram í kvöld.
Skallagrímur og Keflavík vinna ef allt fer eftir bókinni. Njarðvík og Snæfell hafa unnið óvænta sigra í keppninni 4
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Varnarpar? Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason eiga stuttan feril
í landsliðinu en gætu látið til sín taka í miðri vörn þess um langt árabil.
verkefni sem létta á starfsliðinu í
kringum liðið.
„Já já, ég sé um boltana, sé til þess
að harpixið sé til staðar og fótbolti sé
á svæðinu ef nota á hann í upphitun.
Þetta má ekki klikka. Hefðin gengur
út á leikjafjölda en ekki aldurinn en
ég er hvort sem er bæði yngstur og
með fæsta leiki þannig að ég tek
þetta á mig,“ sagði Ýmir léttur.
Gæti leikið í miðri vörninni
Ýmir fékk að spreyta sig töluvert í
miðri vörninni gegn Þýskalandi á
dögunum og hann segist tilbúinn í
slaginn þegar kallið kemur.
„Ég ætla að nýta hverja einustu
mínútu sem í boði verður. Vonandi
fæ ég að spila sem mest og get von-
andi gert sem mest fyrir liðið. EM
leggst því bara vel í mig. Split er frá-
bær vettvangur fyrir riðilinn. Við
sem lið gætum verið komnir lengra á
þessum tímapunkti en staðan er í
lagi. Við höfum ennþá tíma til að
slípa okkur saman og vonandi geng-
ur það vel upp,“ sagði Ýmir Örn
Gíslason sem lék stórt hlutverk með
Val á síðustu leiktíð þegar liðið vann
tvöfalt og komst í undanúrslit í Evr-
ópukeppni.
Nýliði nýtir mínúturnar
Ýmir Örn Gíslason afslappaður á leið á fyrsta stórmótið sitt Innir af
hendi nýliðaverkefni sem langar hefðir eru fyrir í íslenska landsliðshópnum
Í SPLIT
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Valsarinn efnilegi, Ýmir Örn Gísla-
son, er mættur til Split í Króatíu til
að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti
með A-landsliðinu í handbolta. Ýmir
hefur verið í stóru hlutverk í yngri
landsliðunum og var til að mynda í 18
ára landsliðinu sem vann til brons-
verðlauna á HM í Rússlandi sumarið
2015. Ekki er langt síðan Ýmir fékk
tækifæri í landsliðinu en Geir Sveins-
son hefur greinilega trú á honum og
valdi Ými í lokahópinn, en hann er
sérlegur lunkinn varnarmaður miðað
við aldur.
Ýmir var brattur en merkilega af-
slappaður þegar Morgunblaðið
ræddi stuttlega við hann í gær. „Mér
hefur gengið mjög vel að aðlagast
landsliðshópnum. Mjög vel hefur
verið tekið á móti manni. Ég bjóst
við einhverju góðu gríni gagnvart
nýliðanum en ekkert slíkt er í gangi.
Hér eru allir jafnir og ekkert flókn-
ara en það,“ sagði Ýmir en hefðir
skipa ríkan sess í A-landsliðum Ís-
lands og ein er sú að nýliðar fái ýmis
Íslands- og bik-
armeistarar
Keflavíkur í
körfubolta
kvenna hafa orð-
ið fyrir öðru
áfalli á skömm-
um tíma. Lands-
liðskonan Emelía
Ósk Gunnars-
dóttir sleit kross-
band í hné í síð-
asta mánuði og í sigrinum á
Snæfelli á laugardaginn meiddist
Þóranna Kika Hodge-Carr einnig
alvarlega í hné.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari
Keflavíkur, sagði við Morgunblaðið
í gær ekki orðið ljóst hve alvarleg
meiðsli Þórönnu væru. Í „besta
falli“ væri hún með rifinn liðþófa en
yrði þá frá keppni í meira en mán-
uð, en ekki er hægt að útiloka
krossbandsslit. Þóranna fylgist því
með bikarslagnum við Snæfell í
Laugardalshöllinni í dag sem
áhorfandi. sindris@mbl.is
Þóranna lengi
frá keppni
Þóranna Kika
Hodge-Carr
Í SPLIT
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Karlalandsliðið í handknattleik skilaði sér á
keppnisstað í Split um þrjúleytið í gær. Flaug
liðið frá Frankfurt eftir að hafa dvalið í Þýska-
landi undanfarna daga við æfingar og keppni.
Framkvæmdastjórinn, Róbert Geir Gíslason,
stóð þó í ströngu á flugvellinum í Frankfurt.
Starfsmenn flugfélagsins signdu sig og fóru
með Maríubænirnar þegar þeir áttuðu sig á far-
angrinum sem fylgir A-landsliði í handbolta.
Væntanlega hefur Róbert útskýrt fyrir þeim að
í aðdraganda stórmóts eigi öll dýrin í skóginum
að vera vinir. Í það minnsta komst landsliðið á
leiðarenda og farangurinn einnig.
Viðmótið sem mætti landsliðsmönnunum var
öllu alúðlegra á flugvellinum í Split heldur en í
Frankfurt. Gestgjafarnir tóku á móti okkar
mönnum með borgarstjórann í broddi fylk-
ingar. Landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, er
fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík og hefur
því væntanlega ekki verið í vandræðum með að
ræða borgarmál við borgarstjórann í Split.
Landsliðsmennirnir voru leystir út með gjöfum
og stilltu sér upp í myndatöku án þess þó að at-
höfnin tæki óþarflega langan tíma.
Króatískir fjölmiðlamenn eru vel að sér í
handboltafræðunum og svifu á landsliðsþjálf-
arann um leið og hann skilaði sér í gegn á flug-
vellinum. Geir tók heimamönnum vel og veitti
þeim viðtal á ensku en meðfylgjandi mynd var
tekin við það tilefni.
Landsliðið æfði í gærkvöldi og hafa landsliðs-
mennirnir því væntanlega náð úr sér flugþreyt-
unni. Mun liðið að líkindum æfa einu sinni í dag
en á morgun er fyrsti leikurinn á EM á dagskrá
gegn Svíum. Aron Pálmarsson gat beitt sér á
æfingu í Þýskalandi á þriðjudagskvöldið. Í gær
voru bæði Geir og sjúkraþjálfarinn, Elís Þór
Rafnsson, bjartsýnir á að meiðslin væru minni-
háttar þegar Morgunblaðið spjallaði við þá.
Hafi Aron komist vel frá æfingunni í gærkvöldi
þá verður hann væntanlega leikfær gegn Sví-
um.
Alúðlegar móttökur í Split
Borgarstjórinn tók á
móti landsliðshópnum
Morgunblaðið/Kris
Split Geir Sveinsson veitir króatískum fjölmiðlum viðtal á flugvellinum í Split.
Martin Atkinson dómari nýtti sér
það að geta látið skoða umdeilanleg
atvik á myndbandi þegar Chelsea
og Arsenal gerðu markalaust jafn-
tefli í fyrri leik sínum í undan-
úrslitum enska deildabikarsins í
knattspyrnu í gær. Atkinson skoð-
aði þó ekki nein atvik sjálfur, eins
og hann hafði rétt á, heldur kallaði
eftir staðfestingu myndbandsdóm-
ara á því að mat hans hefði verið
rétt, til að mynda í tveimur atvikum
þar sem sumir vildu sjá dæmda
vítaspyrnu. Arsenal kallaði eftir
vítaspyrnu í fyrri hálfleik en
Chelsea undir lok leiksins, en í bæði
skiptin reyndist rétt ákvörðun hjá
Atkinson að dæma ekkert.
„Mér fannst þetta taka of langan
tíma,“ sagði Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, um það þegar
Atkinson velti fyrir sér seinna
„vítaspyrnu“-atvikinu. Þetta var
aðeins annar leikurinn í enskum
fótbolta þar sem myndbands-
dómgæsla er leyfð, en sá fyrsti var
bikarleikur Brighton og Crystal
Palace á mánudag. Chelsea og Ars-
enal mætast aftur 24. janúar.
Myndböndin
breyttu engu
hjá Atkinson
AFP
Jafnt Alexis Sánchez og Andreas
Christensen í baráttunni í gær.