Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 2
Í HÖLLINNI Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is KR mun leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Malt-bikarnum, í 21. skipti og fjórða árið í röð á laug- ardaginn kemur eftir 90:71-sigur á Breiðabliki í undanúrslitunum í Laug- ardalshöllinni í gær. KR-ingar geta þar unnið bikarinn í þriðja sinn í röð, en það hefur ekki gerst síðan 1990 er Njarðvíkingar unnu hann í fjórða sinn í röð. Blikar, sem leika í næstefstu deild, voru að spila aðeins sinn annan undan- úrslitaleik í sögunni og þann fyrsta í Laugardalshöllinni. Þrátt fyrir hetju- lega baráttu hafði ungt og efnilegt lið Kópavogsbúa einfaldlega ekki nóg gegn stjörnum prýddu liði Íslands- og bikarmeistara KR en leikurinn var þó nokkuð óvænt jafn allt fram í fjórða leikhluta. Blikar eru í mikilli baráttu um að komast upp í deild þeirra bestu og er þeirra besti maður hinn bandaríski Je- remy Smith sem skorar að jafnaði 30 stig í leikjum liðsins í 1. deildinni. Hann sýndi í gær að hann getur líka spilað gegn þeim bestu en hann skor- aði 29 stig gegn KR og var lang- stigahæstur í sínu liði. Vandamál Blika var þó hræðileg skotnýting. Þeir Árni Elmar Hrafnsson og Ragnar Jósef Ragnarsson eru tvær öflugar þriggja stiga skyttur en í gær brást þeim boga- listin, Árni hitti aðeins úr tveimur og Ragnar engu en liðið gerði alls þrjár þriggja stiga körfur úr 25 tilraunum. Þrátt fyrir þá tölfræði tókst Blikum að gefa KR-ingum hörkuleik. Hinn ungi Snorri Vignisson var frábær í vörninni, átti 15 fráköst og gaf ekkert eftir í bar- áttu sinni við stóru mennina í KR. KR fór aldrei í efsta gír Þó að stigamunurinn á liðunum hafi ekki verið afgerandi fyrr en í fjórða leikhluta virtust KR-ingar alltaf vera í nokkuð þægilegri stöðu. Blikarnir stríddu þeim á köflum en meistararnir fóru sennilega aldrei í efsta gír og nýttu breidd liðsins vel. Margir leik- menn skiluðu stigum, Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Sigurður Á. Þorvaldsson og Orri Hilmarsson spiluðu allir vel á meðan Pavel Ermol- inskij var frekur í vörninni að vanda. Svona leikir reynast oft sýnd veiði en ekki gefin fyrir stærra liðið enda getur allt gerst í bikarnum og viðurkenndi Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, að erfitt væri að spila svona leiki. „Það er allt önnur orka í svona leikj- um og auðvitað hugsar maður til þess að ef við lendum í einhverju rugli þá getur þetta orðið spennandi. Reynslan gerir okkur þó kleift að vera rólegir í svona stöðum en það getur alltaf brugðið til beggja vona í bikar- leikjum,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir leik. KR eygir þriðja í röð Morgunblaðið/Hari Áfram gakk Jón Arnór Stefánsson sækir gegn Árna Elmari Hrafnssyni í undanúrslitaleik KR og Breiðabliks í gær þar sem Jón og félagar höfðu betur.  Íslands- og bikarmeistarar KR leika til bikarúrslita fjórða árið í röð og í 21. skipti  Breiðablik úr næstefstu deild veitti meisturunum þó mjög harða keppni 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Ísland og Indónesía mætast í fyrsta skipti á knattspyrnuvellinum í dag þegar þjóðirnar eigast við í vináttu- landsleik í borginni Yogyakarta. Við- ureignin hefst klukkan 11.30 að ís- lenskum tíma sem er 18.30 að staðar- tíma í fjórða fjölmennasta ríki heims. Engir af fastamönnum Íslands eru með en reyndustu menn liðsins eru Ólafur Ingi Skúlason, Arnór Smára- son og Arnór Ingvi Traustason og þá eru sex nýliðar í hópnum sem gætu fengið sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu í dag. Það eru Andri Rúnar Bjarnason, Hilmar Árni Halldórsson, Mikael Anderson, Samúel Kári Friðjónsson, Felix Örn Friðriksson og Anton Ari Einarsson. Indónesar tefla fram tveimur mismunandi liðum í leikjunum tveimur. Þeirra landslið sem var valið af spænska landsliðsþjálfaranum Luis Milla, fyrrverandi leikmanni Real Madrid og Barcelona, mætir Íslandi í seinni leiknum á sunnudag. Liðið sem mætir Íslandi í dag var hinsvegar valið af knattspyrnuáhugamönnum í netkosningu og í því eru nokkrir reyndir leikmenn sem hafa spilað með landsliðinu á undanförnum árum. Í lið- in vantar þó leikmenn frá Bali United sem hafnaði í öðru sæti indónesísku deildarinnar 2017 og er að fara í forkeppni Meistaradeildar Asíu. Níu leikmenn Bali United léku með landsliðinu á síðasta ári. Indónesar voru í banni hjá FIFA Indónesar eru í 162. sæti á heimslista FIFA en besta staða þeirra þar var 87. sæti árin 2001 og 1998. Versta staðan var aftur á móti 179. sætið árið 2015. Ef horft er til Asíu eru þeir í 31. sæti af þeim 46 FIFA-þjóðum sem eru í álfunni. Þeir hafa ekki leikið mótsleiki um skeið. FIFA setti Indónesíu í bann árið 2015 vegna afskipta stjórnvalda í landinu af deildakeppninni. Fyrir vikið fengu Indónes- ar ekki að taka þátt í undankeppni HM 2018 og heldur ekki í Asíubikarnum 2019 en undankeppni þess mót stendur nú yfir. Banninu hefur hinsvegar verið aflétt. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem Indónesar mæta í fjögur ár en þeir sigruðu Andorra, 1:0, í vináttulands- leik á Spáni árið 2014. Sex ár er síðan evrópskt landslið sótti landið heim. Hollendingar, fyrrverandi herraþjóð Indónesa, unnu þá 3:0 í vináttuleik í Jakarta árið 2013 þar sem Siem de Jong skoraði tvö mörk og Arjen Rob- ben eitt. vs@mbl.is Ísland mætir tveimur liðum Indónesa Ólafur Ingi Skúlason England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Chelsea – Arsenal..................................... 0:0 Spánn Bikarinn, 16-liða úrslit, seinni leikir: Alavés – Formentera ............................... 2:0  Alavés áfram, 5:1 samanlagt. Villarreal – Leganés................................. 2:1  Leganés áfram, 2:2 samanlagt. Real Madrid – Numancia......................... 2:2  Real Madrid áfram, 5:2 samanlagt. KNATTSPYRNA Noregur Tertnes – Byåsen................................. 20:21  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Byåsen sem er í 6. sæti af 12 liðum með 12 stig eftir 11 umferðir. Vináttulandsleikir karla Katar – Óman ....................................... 38:18 Slóvenía – Serbía .................................. 33:25 Undankeppni HM karla 5. riðill: Belgía – Tyrkland................................. 27:21  Belgía 7 stig, Holland 6, Tyrkland 5, Grikkland 0. Holland mætir Grikklandi í fimmtu umferð af sex í dag. 6. riðill: Sviss – Bosnía ....................................... 21:24  Sviss 4 stig, Bosnía 4, Eistland 2. Einum leik er ólokið, Bosnía – Sviss. HANDBOLTI Maltbikar karla Undanúrslit í Laugardalshöll: KR – Breiðablik.................................... 90:71 Haukar – Tindastóll ............................. 75:85  KR og Tindastóll mætast í úrslitaleik í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 13.30. NBA-deildin Toronto – Miami ................................... 89:90 Oklahoma City – Portland............... 106:117 Dallas – Orlando ................................. 114:99 LA Lakers – Sacramento .................... 99:86 Staðan í Austurdeild: Boston 33/10, Toronto 28/11, Cleveland 26/ 14, Miami 23/17, Washington 23/17, Mil- waukee 21/18, Detroit 21/18, Indiana 20/19, Philadelphia 19/19, New York 19/21, Char- lotte 15/23, Brooklyn 15/25, Chicago 14/27, Orlando 12/29, Atlanta 10/30. Staðan í Vesturdeild: Golden State 33/8, Houston 28/11, San Ant- onio 28/14, Minnesota 26/16, Portland 22/ 18, Oklahoma 22/19, Denver 21/19, New Or- leans 20/19, LA Clippers 18/21, Utah 16/24, Phoenix 16/26, Dallas 14/28, Sacramento 13/27, LA Lakers 13/27, Memphis 12/27. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Maltbikar kvenna, undanúrslit: Laugardalshöll: Skallagr. – Njarðvík...... 17 Laugardalshöll: Keflavík – Snæfell ......... 20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Austurberg: ÍR – Afturelding ............. 19.30 Víkin: Víkingur – Fram U.................... 19.45 KNATTSPYRNA Faxaflóamót kvenna: Fífan: Breiðablik – Stjarnan .................... 20 Í KVÖLD! Laugardalshöll, Maltbikar karla, und- anúrslit, miðvikudag 10. janúar 2018. Gangur leiksins: 6:1, 9:5, 18:7, 22:12, 34:16, 36:26, 44:34, 47:39, 49:41, 54:45, 57:50, 65:54, 70:61, 77:64, 86:66, 90:71. KR: Kristófer Acox 18/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 16/5 stoðsend- ingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/6 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Jalen Jenkins 9/9 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Björn Kristjánsson 5, Pavel Ermolinskij 5/12 fráköst/13 stoðsendingar, Zaccery Alen Carter 3, Andrés Ísak Hlynsson 2. Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn. Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 29/4 fráköst, Snorri Vignisson 14/15 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 14, Hall- dór Halldórsson 4/7 fráköst, Svein- björn Jóhannesson 3, Erlendur Ágúst Stefánsson 3, Leifur Steinn Arnason 2, Brynjar Karl Ævarsson 2. Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson, Gunnlaugur Briem. Áhorfendur: 1.100. KR – Breiðablik 90:71 Danskir knattspyrnuáhugamenn vörpuðu öndinni léttar í gær þegar ljóst varð að besti leikmaður danska landsliðsins, Christian Er- iksen, gæti að öllum líkindum tekið fullan þátt á HM í Rússlandi þrátt fyrir að verða pabbi næsta sumar. Eriksen greindi frá því í desem- ber að þau Sabrina Kvist Jensen ættu von á sínu fyrsta barni en í við- tali við leikmannasamtök Dan- merkur í gær sagði hann það ekki koma til með að trufla HM í júní: „Ég fer með á HM, svo lengi sem ég verð valinn. Sabrina er sett í lok maí, svo það ætti að vera tími til þess,“ sagði Eriksen, sem var í al- gjöru lykilhlutverki og skoraði 11 mörk í 12 leikjum fyrir Dani í und- ankeppni HM. Von á barninu í tæka tíð fyrir HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.