Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Olísdeild kvenna
Haukar – Fram..................................... 24:23
Stjarnan – ÍBV .................................. frestað
Staðan:
Valur 12 10 2 0 341:276 22
Haukar 13 10 1 2 313:276 21
Fram 12 7 2 3 347:289 16
ÍBV 12 7 1 4 352:301 15
Stjarnan 11 5 1 5 320:283 11
Selfoss 12 2 1 9 267:336 5
Fjölnir 12 1 2 9 248:337 4
Grótta 12 0 2 10 250:340 2
Danmörk
Ajax – Silkeborg.................................. 20:24
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 4 mörk
fyrir Ajax.
EHF-bikar kvenna
C-riðill:
Byåsen – Viborg .................................. 21:28
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði ekki
fyrir Byåsen.
Undankeppni HM karla
1. riðill:
Rússland – Finnland ............................ 36:26
Lúxemborg – Slóvakía ......................... 28:27
Lokastaðan: Rússland 12, Slóvakía 6,
Finnland 3, Lúxemborg 3. Rússland fer í
umspilið.
2. riðill:
Ísrael – Lettland................................... 28:29
Georgía – Litháen................................. 20:24
Ísrael – Georgía .................................... 23:23
Litháen – Lettland ............................... 29:27
Lokastaðan: Litháen 6, Lettland 4, Ísrael
1, Georgía 1. Litháen fer í umspilið.
3. riðill:
Rúmenía – Úkraína .............................. 26:26
Ítalía – Færeyjar .................................. 29:18
Lokastaðan: Rúmenía 5, Ítalía 4, Úkra-
ína 3, Færeyjar 0. Rúmenía fer í umspilið.
4. riðill:
Kósóvó – Portúgal .............................. 22:436
Kýpur – Pólland.................................... 13:46
Kýpur – Kósóvó .................................... 24:22
Portúgal – Pólland................................ 27:27
Lokastaðan: Portúgal 5, Pólland 5, Kýp-
ur 2, Kósóvó 0.
Portúgal fer í umspilið.
5. riðill:
Holland – Belgía .................................. 33:30
Erlingur Richardsson þjálfar lið Hol-
lands.
Tyrkland – Grikkland .......................... 24:23
Lokastaðan: Holland 8, Belgía 7, Tyrk-
land 7, Grikkland 0. Holland fer í umspilið.
6. riðill:
Bosnía – Sviss ....................................... 21:15
Lokastaðan: Bosnía 6, Sviss 4, Eistland
2. Bosnía fer í umspilið.
HANDBOLTI
SA Víkingar
saxa á forskot
Esju í Hertz-
deild karla í ís-
hokkíi með
öruggum 8:3-
sigri gegnBirn-
inum. Artjoms
Dasutins kom
reyndar Birn-
inum yfir strax á
fyrstu mínútu
leiksins. Rúnar Rúnarsson og Jó-
hann Leifsson komu hins vegar SA
Víkingum yfir með mörkum sínum
með rúmlega þriggja mínútna milli-
bili um miðbik fyrsta leikhluta.
Hilmar Sverrisson jafnaði metin í
2:2 skömmu áður en fyrsta leik-
hluta lauk. Annar leikhluti var eign
SA Víkinga, en Jussi Sipponen,
Andri Mikaelsson og Björn Jak-
obsson komu heimamönnum í 5:2.
Edmunds Induss lagaði stöðuna
fyrir Björninn í upphafi þriðja leik-
hluta. Andri Mikaelsson jók forystu
SA Víkinga í þrjú mörk þegar hann
skoraði annað mark sitt í leiknum
skömmu síðar. Jordan Steger gerði
svo út um leikinn með því að skora
tvö mörk undir lok leiksins. SA Vík-
ingar eru nú fjórum stigum á eftir
Esju og eiga einnig leiki til góða.
SA Víkingar
saxaði á for-
skot Esju
Andri
Mikaelsson
Á ÁSVÖLLUM
Hjörvar Ólafsson
hjorvaro@mbl.is
Haukar og Fram ýttu Olísdeild
kvenna úr vör eftir að tæplega mán-
aðar hlé hafði verið gert á deildinni
um jólahátíðina. Liðin voru fyrir
leikinn í öðru og þriðja sæti deild-
arinnar og ljóst að ekkert yrði gefið
í baráttunni um stigin sem í boði
voru. Lokatölur í leiknum urðu
24:23 Haukum í vil eftir afar sveiflu-
kenndan seinni hálfleik.
Eftir jafnan og spennandi fyrri
hálfleik fóru Framarar með tveggja
marka forystu í hálfleikinn. Fram
náði svo upp þéttri og góðri vörn í
upphafi seinni hálfleiks með Stein-
unni Björnsdóttur í broddi fylk-
ingar. Steinunn lék í gær sinn
fyrsta leik á keppnistímabilinu, en
hún eignaðist barn um miðjan des-
ember síðastliðinn.
Framarar keyrðu yfir Hauka í
fyrri hluta seinni hálfleiks og náðu
mest átta marka forystu um miðbik
seinni hálfleiks. Ekkert benti til
annars en að Fram færi með stigin
tvö með sér í Safamýrina og myndi
saxa á þann mun sem er á milli lið-
anna í stöðutöflunni.
Haukar lögðu hins vegar ekki ár-
ar í bát, þéttu vörn sína svo um
munaði og við það hrökk Elín Jóna
Þorsteinsdóttir í gang í marki
Hauka. Sóknarleikur Framara, sem
hafði gengið nokkuð fumlaust fyrir
sig, fór að hiksta og Haukar fengu
blóð á tennurnar.
Maria Pereira fór fyrir Haukalið-
inu í sóknarleiknum og skoraði mik-
ilvæg mörk á lokakaflanum. Haukar
lönduðu stigunum tveimur, sem
þýðir að liðið er í öðru sæti deild-
arinnar, einu stigi á eftir Val sem
trónir á toppnum, fimm stigum á
undan Fram, sem er sæti neðar en
Haukar.
Haukar nálguðust topplið Vals
með sigrinum í gær en hart verður
barist um deildarmeistaratitilinn
sem og sæti í úrslitakeppni deild-
arinnar. Stjarnan er eins og staðan
er núna í fimmta sæti deildarinnar
með 11 stig, en fjögur lið komast
áfram í úrslitakeppnina. ÍBV er
sæti ofar með 15 stig og Fram hefur
16 stig í þriðja sæti deildarinnar.
Næstu tveir leikir Fram eru gegn
Val og Stjörnunni. Þá leika Haukar
á móti íBV í næstu umferð deild-
arinnar. Fram undan eru því inn-
byrðisleikir á milli þeirra liða sem
berjast um deildarmeistaratitilinn
annars vegar og sæti í úrslitakeppn-
inni hins vegar. Línur munu skýrast
hvað toppbaráttuna varðar með úr-
slitum í næstu leikjum deildar-
keppninnar.
Karakter hjá Haukum
Fram kastaði sigrinum frá sér Ótrúleg umskipti um miðjan seinni hálfleik
Maria Pereira öflug hjá Haukum Steinunn sneri til baka hjá Fram
Morgunblaðið/Hari
Öflug Maria Pereira var markahæst í liði Hauka með sjö mörk þegar liðið sigraði Fram eftir dramatík í gær.
Schenkerhöllin, úrvalsdeild kvenna,
Olísdeildin, sunnudaginn 14. janúar
2017.
Gangur leiksins: 2:1, 5:4, 6:6, 6:7,
9:8, 10:12, 12:15, 12:19, 14:21, 18:22,
21:23, 24:23.
Mörk Hauka: Maria Pereira 7, Ragn-
heiður Ragnarsdóttir 3, Karen Helga
Díönudóttir 3, Guðrún Erla Bjarna-
dóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2,
Berta Rut Harðardóttir 2/1, Hekla
Rún Ámundadóttir 1, Vilborg Péturs-
dóttir 1, Þórhildur Braga Þórð-
ardóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsdóttir
15.
Utan vallar: 0 mínútur.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir
6, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Hildur
Þorgeirsdóttir 5/1, Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir 4, Marthe Sördal 1, Sig-
urbjörg Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir
13.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Ramunas Mikalonis og
Þorleifur Árni Björnsson.
Áhorfendur: 121.
Haukar – Fram 24:23
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Smárinn: Breiðablik – ÍA..................... 19.15
Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur...... 19.15
Iða, Selfossi: FSu – Hamar ...................... 20
Í KVÖLD!
Liverpool gerði það sem engu liði
hefur tekist að gera á Englandi á
þessari leiktíð en liðið hafði betur
gegn Manchester City, 4:3, í mögn-
uðum leik á Anfield í gær. Með sigr-
inum komst Liverpool upp að hlið
Manchester United og Chelsea. Öll
eru þau með 47 stig, 15 stigum á eft-
ir City, en United á leik til góða gegn
Stoke í kvöld.
Alex Oxlade-Chamberlain kom
Liverpool í forystu á 9. mínútu en
Leroy Sané jafnaði metin fyrir City
á 40. mínútu. Liverpool skoraði þrjú
mörk á 9 mínútna kafla og komst í
4:1 þegar 22 mínútur voru til leiks-
loka en City átti góðan endasprett
og þeir Bernardo Silva og Ilkay Gu-
endogan minnkuðu muninn og
stuðningsmenn Liverpool héldu
niðri sér í andanum allt þar til flaut-
að var til leiksloka.
Það gengur illa hjá Íslend-
ingaliðunum Everton og Burnley
sem landsliðsmennirnir Gylfi Þór
Sigurðsson og Jóhann Berg Guð-
mundsson leika með. Everton sótti
Tottenham heim á Wembley og
mátti þola stóran skell, 4:0. Þetta
var þriðja tap Everton í röð í deild-
inni og liðið er án sigurs í síðustu sex
leikjum í deild og bikar. Gylfi Þór
spilaði allan tímann en náði sér ekki
á strik frekar en félagar hans. Ever-
ton átti ekki skot að marki Totten-
ham og var þetta í fjórða skipti á
leiktíðinni sem það gerist hjá Ever-
ton. Harry Kane skoraði tvö af
mörkum Tottenham og er marka-
hæstur í deildinni með 20 mörk.
Kane hefur nú skorað 98 mörk í
ensku úrvalsdeildinni og er orðinn
markahæstur í deildinni í sögu Tott-
enham, hefur skorað einu marki
meira en Teddy Sheringham. Kane
hefur spilað 135 leiki í ensku úrvals-
deildinni en Sheringham spilaði 237.
Eftir frábæra byrjun er Burn-
ley heldur betur að gefa eftir en liðið
tapaði fyrir Crystal Palace, 1:0, og
hefur ekki hrósað sigri í síðustu sjö
leikjum sínum í deild og bikar. Jó-
hann Berg var tekinn af velli á 85.
mínútu en Bakary Sako skoraði sig-
urmark Palace á 21. mínútu. Roy
Hodgson hefur heldur betur blásið
lífi í liði Crystal Palace frá því hann
tók við stjórastarfinu hjá félaginu.
Undir hans stjórn hefur Palace
fengið 25 stig í 19 leikjum og er kom-
ið upp í 12. sæti deildarinnar.
Bournemouth vann Arsenal,
2:1, í gær og var þetta í fyrsta sinn í
sögunni sem Bournemouth leggur
Arsenal að velli. Sílemaðurinn Alexis
Sánchez var ekki valinn í leik-
mannahóp Arsenal og er á förum frá
félaginu. gummih@mbl.is
AFP
Fögnuður Sadio Mané fagnar glæsimarki sínu ásamt Andrew Robertson.
City-hrað-
lestin var
loks stöðvuð
Liverpool hrósaði 4:3 sigri í mögn-
uðum leik á Anfield Fyrsta tap City