Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 8
FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það hefur lengi verið vitað að hinn tvítugi Albert Guðmundsson er einn efnilegasti knattspyrnumaður Íslands, en hann sannaði það í gær að hann er búinn að taka skrefið fram á við. Albert skoraði þrennu í 4:1-sigri Íslands gegn Indónesíu í Jakarta í öðrum vináttulandsleik þjóðanna og sýndi það að hann er framarlega á merinni í hópi þeirra sem gera tilkall til að fara með á HM í Rússlandi næsta sumar. Albert byrjaði þó á bekknum í gær en leysti Arnór Ingva Trausta- son af hólmi eftir tæplega hálftíma leik. Með innkomu Alberts einfald- lega gjörbreyttist leikur Íslands. Auk þrennunnar kom hann einnig að fjórða markinu í gær og þá átti hann einnig þátt í fjórum mörkum í fyrri leiknum. Ekki slæmar heimt- ur það. Kraftur hans og áræði smita út frá sér og hann var ávallt líklegur til þess að búa eitthvað til. Sjálfstraustið er ekki síður mik- ilvægur þáttur í hans leik, enda hefðu sennilega ekki margir vippað á vítapunktinum í sínum þriðja landsleik. Þegar Albert geystist svo frá miðju og fram til þess að full- komna þrennuna sagði ánægjan í andliti hans líka allt sem segja þarf. Leikurinn í gær var allt annar en gegn úrvalsliði Indónesíu þar sem Ísland vann 6:0 við skelfilegar að- stæður á fimmtudag. Nú var um mun sterkari andstæðing að ræða og ætti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson betur að geta metið frammistöðu manna í þessum leik. Klaufaleg mistök Rúnars Alex Rúnarssonar í markinu voru svo að segja það eina sem skyggði á frammistöðu íslenska liðsins í leikn- um, sem annars hafði tögl og hagldir gegn þó sprækum Indónes- um. Allir eru á radarnum fyrir HM Vináttulandsleikirnir sem Ísland hefur spilað í janúar síðustu ár hafa verið mikilvægir til þess að leyfa þeim að spreyta sig sem ann- ars hafa ekki tækifæri til þess. Jón Daði Böðvarsson er einn þeirra sem komu fram á sjónarsviðið á þennan hátt og hefur síðan orðið fastamaður í A-landsliðinu. „Það er sérstaklega jákvætt fyrir strákana að vita hvað við viljum, hvernig þeir haga sér í leikjum og slíkt sem var einna mikilvægast í þessari ferð. Þeir vita nú líka hvað við erum að horfa á og geta unnið með það hjá sínum félagsliðum. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með öllum fram á sumar. Það getur allt gerst í fótboltanum,“ sagði Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari meðal annars við mbl.is eftir leik aðspurður hvort einhverjir hefðu gert sterkara tilkall en áður til þess að vera inni í myndinni fyrir HM. Albert ætti að vera kominn inn fyrir landsliðsdyrnar eftir þessa frammistöðu en það eru ekki síður aðrir sem vöktu verðskuldaða at- hygli. Ef það er eitthvað sem Ísland skortir ekki þá eru það kraftmiklir framherjar. Andri Rúnar Bjarna- son spilaði sína fyrstu landsleiki og komst afar vel frá sínu. Kristján Flóki Finnbogason og Óttar Magn- ús Karlsson voru svo ekki síður hættulegir. Samúel Kári Frið- jónsson var bæði prófaður á miðj- unni og í bakverði og er framtíð- armaður í liðinu. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson var með eldri mönnum í hópnum en sýndi það í gær að hann er mjög traustur. Helgi Kolviðsson minntist sér- staklega á að U21-árs landsliðið mun án efa græða á verkefni sem þessu. Ungu strákarnir eru komnir með smjörþefinn af hugmyndafræði A-landsliðsins og nú er undir þeim sjálfum komið að vinna frekar eftir henni og heilla landsliðsþjálfarana á ný. Albert kominn til að vera  Albert Guðmundsson kom af bekknum og setti þrennu í öðrum sigri Íslands í Indónesíu  Landsliðsþjálfararnir fylgjast grannt með öllum fram að HM AFP Þrenna Albert Guðmundsson snýr á Andritany Ardhiyasa í marki Indónesíu og skorar fyrsta mark sitt í gær. 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 1:0 Ilham Udin 29. í auttmarkið eftir að Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands missti boltann klaufalega frá sér eftir fyr- irgjöf. 1:1 Albert Guðmundsson 45.fékk stungusendingu frá Andra Rúnari Bjarnasyni, fyrra skot hans var varið en hann fylgdi því vel eftir. 1:2 Arnór Smárason 58. meðskoti úr úr teignum eftir að Óttar Magnús Karlsson skallaði hornspyrnu Alberts í þverslá. 1:3 Albert Guðmundsson 66.vippaði í netið úr víta- spyrnu sem hann fiskaði sjálfur. 1:4 Albert Guðmundsson 71.fékk boltann á miðjunni frá Hilmari Árna Halldórssyni, geyst- ist inn á teig og skoraði snyrtilega. Það var yfirlýst markmið Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, með vináttulands- leikjum íslenska liðsins gegn Indónesíu, að freista þess að auka breiddina í leikmannahópi íslenska liðsins. Vart er mark takandi á fyrri leik liðanna sem fram fór við óboðlegar aðstæður, auk þess sem mótspyrnan var ekki upp á marga fiska. Aðstæðurnar í leik liðanna í gær voru skaplegri og andstæðingurinn mun sterkari. Sá leikmaður sem bankaði af mestum krafti á dyr leik- mannahópsins fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í Rúss- landi næsta sumar er Albert Guðmundsson, leikmaður PSV, og fyrirliði U-21 árs landsliðs- ins. Auk þess að skora þrennu í leiknum tók Albert hornspyrn- una sem leiddi til þess að Arnór Smárason skoraði fjórða mark íslenska liðsins. Þá lék Albert eins og sá sem valdið hefur í leiknum. Knatttækni og leik- skilningur Alberts bar af á vell- inum að mínu viti. Þá hefur hann eiginleika til þess að brjóta upp varnir andstæðinga í þröngum stöðum; annaðhvort með einleik eða klókum send- ingum á samherja. Fram- angreinda eiginleika getur ís- lenska liðið vel nýtt í Rússlandi. Fyrir lokakeppni Evrópu- mótsins 2016 var Arnór Ingvi Traustason einn af þeim leik- mönnum sem sprungu út í sambærilegum janúarverk- efnum. Arnór Ingvi gerði gæfu- muninn á ögurstundu í lokaleik riðlakeppninnar í París. Nú er spurningin hvort Albert fetar í fótspor Arnórs Ingva; verði val- inn í lokahópinn og standi sig svo á stóra sviðinu þegar þar að kemur. BAKVÖRÐUR Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Hörmungar Spánar- og Evr- ópumeistara Real Madrid halda áfram í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu en liðið tapaði á heimavelli fyrir Villarreal, 1:0, um helgina og er þjálfarinn Zinedine Zidane undir mikilli pressu, nokkrum dögum eftir að hafa framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020. Real Madrid hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum. Real Madrid er í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Val- encia sem er í þriðja sætinu og er 19 stigum á eftir toppliði Barcelona. Ekki síðan árið 2004 hefur Real Madrid endað neðar en í þriðja sæti deildarinnar. Cristiano Ronaldo hef- ur verið eins og skugginn af sjálfum sér en Portúgalinn hefur aðeins skorað fjögur mörk í deildinni á leik- tíðinni. Barce- lona endurheimti 11 stiga forskot á toppnum í gær- kvöld þegar liðið bar sigurorð af Real Sociedad á útivelli, 4:2. Það blés ekki byrlega fyrir Börsungum því heimamenn komust í 2:0 á fyrstu 35 mínútum leiksins. Bras- ilíumaðurinn Paulinho minnkaði muninn fyrir Barcelona á 39. mín- útu og í seinni hálfleik sýndu liðs- menn Katalóníuliðsins hversu öfl- ugir þeir eru. Luis Suárez skoraði tvö mörk á 20 mínútna kafla og arg- entínski snillingurinn Lionel Messi innsiglaði sigur Barcelona. gummih@mbl.is Börsungar í stuði en allt í steik hjá Real Madrid Luis Suárez Sundkonurnar Hrafnhildur Lúth- ersdóttir og Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir, afrekskonur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, tilkynntu það í gær að þær væru hættar keppni. Snýr það að- allega að alþjóðlegum mótum, hvort sem er hér heima eða erlendis. „Við ætlum að taka okkur kærkom- ið frí og einbeita okkur að öðrum hlut- um. Við erum báðar í skóla og vinnu og erum bara að reyna að byggja upp framtíðina,“ sagði Hrafnhildur við mbl.is, en hún stefnir á lækn- isfræðinám. Þá ætlar hún að þjálfa áfram og reyna að gera sundheiminn betri fyrir yngri kynslóðirnar, eins og hún orðaði það. Hrafnhildur hefur verið ein fremsta afreksíþróttakona Íslands síðustu ár. Hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 11 greinum; sex í 25 metra laug og 5 í 50 metra laug. Þá var hún einnig í boð- sundsveitum sem eiga alls 10 Íslands- met til viðbótar og má því segja að hún sé 21 faldur ríkjandi Íslandsmethafi. Ingibjörg á átta boðsundsmet og eitt einstaklingsmet og saman eru þær því ríkjandi 30 faldir Íslandsmethafar. „Ég er búin að eiga frábæran feril og það mun örugglega taka tíma að fatta það,“ sagði Hrafnhildur, en allt viðtalið við hana er á mbl.is/sport. 30 faldir ríkjandi Íslands- methafar hættir keppni Hrafnhildur Lúthersdóttir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Martin Her- mannsson bætti persónulegt met sitt yfir stigaskor á yfirstandandi leiktíð þegar hann skoraði 29 stig í 90:84-tapi Chalons-Reims gegn Le Mans í frönsku efstu deildinni í körfu- bolta karla á laugardagskvöld. Martin lék allar 40 mínúturnar með liði sínu og átti sjö stoðsend- ingar auk þess sem hann tók tvö fráköst. Haukur Helgi Pálsson skoraði hins vegar fjögur stig þegar lið hans, Cholet, hafði betur á móti Pau Orthez á útivelli. Hann spilaði í 23 mínútur. Lokatölur í leiknum urðu 78:70 Cholet í vil. Cholet er í níunda sæti deildar- innar með átta sigurleiki og jafn- marga tapleiki. Chalons-Reims er hins vegar í 12. sæti deildarinnar eftir sjö sigra og níu töp. Á Spáni skoraði Tryggvi Snær Hlinason þrjú stig fyrir Valencia og tók tvö fráköst í stórsigri liðsins á Zaragoza, 103:58. Í B-deild kvenna á Spáni var Hildur Björg Kjartansdóttir með níu stig og 11 fráköst í útisigri Leganés gegn Picken Claret, 61:43. Martin fór á kostum í Frakklandi Martin Hermannsson GBK Stadium, Jakarta, vináttulands- leikur karla, sunnudaginn 14. janúar 2018. Skilyrði: Rigning, 26 stiga hiti og rakt. Skot: Indónesía 7 (2) – Ísland 17 (9). Horn: Indónesía 5 – Ísland 5. Indónesía: (4-5-1) Mark: Andritany Ardhiyasa. Vörn: Putu Gede (Muham- mad Aswar 77), Fachrudin Aryanto, Hansamu Yama, Rezaldi Hehanusa. Miðja: Febri Hariyadi, Bayu Pradana (Hanif Abdurrauf 64), Septian David (Evan Dimas 57), Muhammad Hargi- anto (Andik Vermansah 79), Osvaldo Haay (Egy Maulana 84). Sókn: Ilham Udin (Boaz Solossa 67). Ísland: (4-4-2) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Samúel Kári Frið- jónsson (Viðar Ari Jónsson 69), Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfs- son (Orri Sigurður Ómarsson 46), Fel- ix Örn Friðriksson. Miðja: Aron Sig- urðarson, Ólafur Ingi Skúlason (Hilmar Árni Halldórsson 46), Arnór Smárason, Arnór Ingvi Traustason (Albert Guðmundsson 27). Sókn: Kristján Flóki Finnbogason (Tryggvi Hrafn Haraldsson 75), Andri Rúnar Bjarnason (Óttar Magnús Karlsson 46). Dómari: Yusuke Araki frá Japan. Áhorfendur: 36.220. Indónesía – Ísland 1:4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.