Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 1

Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 1
Í SPLIT Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég er drullusvekktur yfir þessum fyrstu tíu mínútum í síðari hálfleik. Þar töpuðum við leiknum,“ sagði Ar- on Pálmarsson í samtali við Morg- unblaðið í Spaladium-höllinni í Split í gærkvöldi eftir tap fyrir Króatíu 29:22. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 14:13 en snemma í síðari hálf- leik skoruðu Króatar fimm mörk í röð og lögðu grunninn að sigrinum eins og Aron nefndi. „Við spiluðum mjög vel en nýttum ekki þær opn- anir sem við fengum. Það er svo skrítið að þetta var vel spilað hjá okkur í sókninni en tókst ekki að ljúka þeim nógu vel. Í 90% tilfella spiluðum við sóknirnar vel en klikk- uðum á skotunum eða síðustu send- ingunni sem er ekki nógu gott,“ sagði Aron ennfremur. Króatar fengu gríðarlegan stuðn- ing í troðfullri 12 þúsund manna höllinni í Split en Aron er orðinn ýmsu vanur með landsliðinu og fé- lagsliðum. Hann kippti sér því ekki of mikið upp við andrúmsloftið. „Maður er orðinn svolítið vanur að- stæðum sem þessum og maður reyn- ir að útiloka þetta. En auðvitað er þetta mikill meðbyr sem Króatar fá og það sést glögglega. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og héldum haus. Mér fannst við vera einbeittir í því sem við vildum gera í leiknum og taktískt flottir,“ sagði Aron. Margir hafa komið við sögu Framundan er úrslitaleikur við Serbíu um að komast áfram í milli- riðil í Zagreb. Þjálfarinn Geir Sveinsson hefur nú þegar spilað á mörgum mönnum sem ætti að koma sér vel þegar kemur að þriðja leik. Margir leikmenn eru búnir að stimpla sig inn í mótið og ná úr sér hrollinum sem er væntanlega já- kvætt. „Jú ég myndi telja það. Ég hef alltaf sagt og segi aftur að þessir sextán leikmenn eru hérna vegna þess að ég treysti þeim fullkomlega. Þeir hafa getuna til að vera hérna og vita að þeir eru með hlutverk í lið- inu,“ sagði Geir þegar Morgunblaðið spurði hann út í þetta atriði.  Á mbl.is er einnig að finna við- töl við Geir, Ágúst Elí Björgvinsson, Janus Daða Smárason, Ómar Inga Magnússon og Bjarka Má Elísson frá því í gærkvöldi. Ljósmynd/Uros Hocevar „Þar töpuðum við leiknum“  Aron Pálmarsson „drullusvekktur“ yfir fyrstu tíu mínútunum í síðari hálfleik í tapleiknum gegn Króatíu á EM  Geir sýndi að hann treystir öllum í hópnum Ósigur Arnar Freyr Arnarsson býr sig undir að skjóta á markið í tapleiknum gegn Króötum á EM í gærkvöld. MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 ÍÞRÓTTIR Körfubolti Tindastóll vann sinn fyrsta stóra titil í körfuknattleik karla. Stólarnir tóku Íslandsmeistara KR í bakaríið í úrslitaleik Maltbikarsins. Keflavík vann í kvennaflokki annað árið í röð 4-5 Íþróttir mbl.is Albert Guð- mundsson varð í gær tíundi leik- maðurinn í sögu íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu til að skora þrjú mörk eða fleiri í A- landsleik þegar Ísland vann 4:1- sigur gegn Indónesíu. Hann er jafnframt sá fyrsti sem gerir það eftir að hafa komið inná sem varamaður en Al- bert kom inná eftir 25 mínútna leik, jafnaði í 1:1 á lokasekúndum fyrri hálfleiks og skoraði tvö eftir hlé. Áð- ur hafa tveir skorað fjögur mörk í landsleik, Ríkharður Jónsson og Arnór Guðjohnsen, og nú hafa átta til viðbótar skorað þrjú. Þá er þetta fyrsta þrenna í landsleik Íslands síð- an Jóhann Berg Guðmundsson gerði þrennu gegn Sviss í 4:4-jafntefli í undankeppni HM 2013. vs@mbl.is Albert með fyrstu þrennu varamanns Albert Guðmundsson Hvað fannst þeim um frammistöðu íslenska liðsins gegn Svíum á EM karla í handbolta í gærkvöld? „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Íslenska liðið var mjög gott í fyrri hálfleik og það var augljóst að leikmenn voru vel und- irbúnir fyrir þennan leik. Króatíska liðið er hins vegar vant því að ná mjög góðum kafla einhvers staðar í leikjum sínum og ganga þannig frá andstæðingnum og þeir gerðu það í upphafi seinni hálfleiks að þessu sinni,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari karlaliðs Akureyrar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tap Íslands gegn Króatíu í gær. „Það er hins vegar jákvætt að sjá að Geir [Sveinsson] treystir mögum leikmönnum og ábyrgðin dreifist milli margra. Ég held að við munum græða á því þegar við mætum Serbum og ég er bjartsýnn fyrir þann leik,“ sagði Sverre um framhaldið. Förum brattir í leikinn við Serbana Sverre Jakobsson „Þegar leikurinn er skoðaður í heild sinni þá er frammistaðan góð. Leikskipulagið var gott og við framkvæmdum okkar aðgerðir vel lung- ann úr leiknum,“ sagði Einar Andri Einars- son, þjálfari karlaliðs Aftureldingar í hand- bolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. „Það má ekki gleyma því að íslenska liðið var að spila við gríðarlega sterkt lið sem gæti hæglega farið alla leið í mótinu. Það voru margir leikmenn að spila vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður í þessum leik,“ sagði Einar Andri enn fremur. „Þetta var svolítið stöngin út að þessu sinni. Íslenska liðið klikkaði í mörgum dauðafærum og það var eitt af því fáa sem betur hefði mátt fara. Nú er bara leikur við Serba fram undan og hagstæð úrslit þar, sem er góður möguleiki á, kæmu okkur áfram í milliriðil,“ sagði Einar Andri um framhaldið. Leikskipulagið gott og staðan enn góð Einar Andri Einarsson „Það er skrýtið að segja það eftir sjö marka tap, en mér fannst margt jákvætt í leik íslenska liðsins í þessum leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tapið gegn Kró- atíu í gær. „Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálf- leik og ef dómgæslan hefði ekki hallað jafn mik- ið á okkur og hún gerði að mínu mati hefðum við verið í betri stöðu í hálfleik,“ sagði Einar ennfremur. „Það var stuttur slæmur kafli í upphafi seinni hálfleiks sem varð okkur að falli. Króatar breyttu yfir í 5+1-vörn og við réðum illa við hana. Íslenska liðið hefði kannski átt að spila sjö á sex fyrr til að bregðast við því. Geir [Sveinsson] hefur dreift álaginu vel og það ber að hrósa hon- um fyrir það. Við mætum ferskir í leikinn við Serba, vinnum þar og förum áfram í milliriðil,“ sagði Einar um brattur um framhaldið. Margt jákvætt þrátt fyrir stórt tap Einar Jónsson Steve Bruce, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, hrósaði Birki Bjarnasyni fyrir frammi- stöðuna eftir 1:0- útisigur liðsins gegn Notting- ham Forest í ensku B-deild- inni á laugar- dagskvöldið. Birkir lék allan seinni hálfleikinn á miðjunni og fékk góða umsögn. „Ég var mjög ánægður með hann. Ég vildi sjá hvort hann gæti spilað í þessari stöðu og hann gerði það vel. Ég var ánægður fyrir hans hönd því hlutirnir hafa ekki gengið eins vel hjá honum og við vildum frá því hann kom,“ sagði Bruce eftir leikinn. gummih@mbl.is Stjórinn hrósaði Birki Birkir Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.