Morgunblaðið - 10.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - 10.02.2018, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Starf fangavarðar felst m.a. í leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga, eftirliti, verkstjórn og þátttöku í allri daglegri starfsemi fangelsa. Leitað er eftir starfsmönnum sem: - Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika - Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum - Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum - Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum - Eru færir í íslensku - Hafa góða enskukunnáttu - Hafa góða tölvufærni Benda má á að starf í fangelsi er sérstaklega gefandi viðbót við nám þeirra er hyggja á framtíðarstörf við að liðsinna fólki s.s. sálfræðinga, guðfræðinga, félags- ráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo dæmi séu nefnd. Frekari upplýsingar um starfið Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 347/2007. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjár- mála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert. Þar sem um er að ræða störf á mismunandi land- svæðum þá skal sækja um störfin merkt „Afleysingar í störf fangavarða á Hólmsheiði” eða „Afleysingar í störf fangavarða á Litla Hrauni og Sogni“ eða „Afleysingar í störf fangavarða á Akureyri“ á heima- síðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is eða www.starfatorg.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um. Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir saka- vottorði ef kemur að ráðningu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2018. Nánari upplýsingar veitir Fangelsið að Hólmsheiði – Guðmundur Gíslason – gudmundur@fangelsi.is – S. 520 5063 Fangelsið að Litla Hraun og Sogni – Halldór Valur Pálsson – halldorvalur@fangelsi.is – S. 480 9023 Fangelsið á Akureyri – Gestur Ragnar Davíðsson – gestur@fangelsi.is – S. 462 6365 fangelsumSumarstörf í Fangelsismálastofnun leitar eftir áhugasömu starfsfólki til starfa við fangavörslu sumarið 2018 Gerðaskóli í Garði Staða skólastjóra Staða skólastjóra við grunnskólann Gerðaskóla í Sveitarfélaginu Garði er laus til umsóknar. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til starfa í góðum skóla, með góðan skólabrag og gera enn betri með metnaði, virðingu og leikgleði í fyrirrúmi. Helstu verkefni: • Skólastjóri ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi skólans, samkvæmt lögum og stefnu sveitarfélagsins hverju sinni. Vinna að gerð fjárhagsáætlana og ábyrgð á eftirfylgni þeirra. • Að vera faglegur leiðtogi og fyrirmynd með umhyggju fyrir nemendum og starfsfólki. • Að vinna að eflingu mannauðs og annast ráðningar starfsfólks skólans. • Stuðla að framþróun skólastarfsins með reynslu og þekkingu á að leiða skólasamfélagið út frá skólastefnu sveitarfélagsins og vinna að samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn hefur gert. Menntun, geta og færni: • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla samkvæmt lögum nr. 87/2008, 12. gr. • Framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnana eða sambærileg viðbótarmenntun. • Menntun og reynsla af stjórnun og rekstri er kostur. • Áhugi og færni í samskiptum. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf og að ná árangri í kennslu og námi. • Leiðtogafærni í teymisvinnu og geta til ákvarðanatöku. Í Sveitarfélaginu Garði eru um 1.600 íbúar. Sveitarfélagið er á nyrsta odda Reykjaness. Í Garði er blómlegt tómstunda, íþrótta- og menningarlíf. Lögð er áhersla á að allir aldurshópar íbúanna fái notið sín í fjölbreyttu félagslífi. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar í vel búinni Íþróttamiðstöð. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á vefsíðunni svgardur.is. Um 220 nemendur stunda nám við Gerðaskóla og býr skólinn við mjög góðan aðbúnað og aðstöðu. Einkunnarorð skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun og ábyrgð. Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun, störf og stjórnunarreynslu. Einnig er óskað eftir hugmyndum umsækjanda um starfsemi og þróun skólastarfs undir hans stjórn. Umsóknir skulu sendar bæjar- stjóra á Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garður, eða á tölvupóstfangið magnusstefansson@svgardur.is Nánari upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir formaður Skólanefndar (jm@mss.is) Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2018. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018 Síminn hlaut í vikunni For- varnarverðlaun VÍS sem veitt voru við athöfn á ráðstefnu sem VÍS hélt á Hilton Nordica hótelinu. Þetta er í níunda sinn sem VÍS verðlaunar fyr- irtæki fyrir góða frammistöðu í baráttunni gegn vinnuslys- um. Kerfi og kynningar Að mati dómnefndar er Síminn fyrirmyndarfyrirtæki í forvörnum og öryggismálum. Sem dæmi um það starfar Síminn samkvæmt vottuðu ör- yggisstjórnunarkerfi og held- ur reglulega kynningar fyrir starfsmenn þar sem skerpt er á þessum mikilvægu málum. Reykjalundur og Endur- vinnslan fengu einnig viður- kenningar fyrir góðan árang- ur í öryggis- og forvarnarmálum „Viðurkenningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur, því hún staðfestir að Síminn sinn- ir forvörnum afar vel og er ábyrgt fyrirtæki. Við náum aldrei endapunkti þegar kem- ur að forvörnum, heldur þurf- um stöðugt að vera á verði, fyrirbyggja slysin, uppfæra áhættumat og búnað og tryggja öryggi bæði starfs- manna okkar og viðskipta- vina. Góður aðbúnaður starfs- fólks skilar sér í betri þjónustu og ánægðari við- skiptavinum. Þannig auðveld- um við þeim þá ákvörðun að treysta okkur til að halda utan um dagleg samskipti sín. Öfl- ugar forvarnir og ýtrasta ör- yggi eru því allra hagur,“ sagði Orri Hauksson, forstjóri Símans, þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. sbs@mbl.is Öruggur Sími  VÍS veitir forvarnaverðlaun Öryggi Frá vinstri Gísli Níls Einarsson og Auður Björk Guð- mundsdóttir frá VÍS, Orri Hauksson forstjóri Símans, Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, Helgi Krist- jónsson hjá Reykjalundi og Helgi Bjarnason forstjóri VÍS. Nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar sem þar eru í hádegismat hefur fjölgað í vetur. Að jafnaði 75,5% nemenda í skólunum borða þar í hádeginu, þar af 73% í fastri áskrift. Alls eru fram- reiddar rúmlega 2.600 mál- tíðir á dag fyrir grunnskóla- nemendur í þeim sjö grunnskólum sem kaupa mat frá Skólamat ehf. í Reykjanesbæ og rúmlega 3.500 nemendur sækja. Einn skóli, Áslandsskóli, er utan þessara talna þar sem þar er maturinn eld- aður í skólanum sjálfum. Þátttaka nemenda í hádeg- ismat þar er einnig góð. Þetta er veruleg fjölgun frá fyrri vetri en þá var að- eins um helmingur nema í Hafnarfjarðarskólum í há- degismat. Í kjölfar aðgerða sem bæjaryfirvöld stóðu að er að matarkaupin voru færð til annars fyrirtækis og jókst þátttaka aftur í fyrra horf. Á vettvangi fræðsluráðs í Hafnarfirði stendur nú til að stofna starfshóp til að fara yfir framkvæmd á matar- málum í grunnskólum. Það er í þeim tilgangi að skoða frekari möguleika á því að einstaka skólar geti valið eigin leiðir í matarmálum, svo sem aukið fjölbreytni á matseðli og boðið upp á grænmetisfæði í ríkari mæli en nú er. sbs@mbl.is Fleiri mæta í hádegismatinn  75% í áskrift  Vegan í skoðun Hádegið Kristinn Guð- laugsson í Hvaleyrarskóla í mat með nemendum. Náms- og starfsráðgjöf Há- skóla Íslands er með dagskrá á Framtíðardögum 12.-16. febrúar, sem ætlað er að að- stoða stúdenta og aðra áhugasama. Sérfræðingar innan HÍ og fulltrúar úr at- vinnulífinu taka þátt, segir í tilkynningu. Dagskrá Framtíðardaga verður í anda starfsferils- skrár þar sem áhersla er á einstaklinginn. Hún hefst mánudaginn 12. febrúar kl. 11 með ávarpi Jóns Atla Benediktssonar rektors en í framhaldinu mun Jóhanna Ella Jónsdóttir, mannauðs- stjóri verkfræði- og náttúru- vísindasviðs Háskóla Íslands, fjalla um ánægju í starfi og þau Sigurlaug Jónsdóttir og Andri Hrafn Sigurðsson frá Capacent ræða um lykilatriði við atvinnuleit. Dagskrá verður alla daga vikunnar milli kl. 11 og 13 á Háskólatorgi. Fjölbreytni á Framtíðardögum HÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.