Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110
Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðs-
son, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 net-
fang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun
Landsprent ehf.
Olísdeild karla
ÍBV – Fjölnir.................................... Frestað
FH – Víkingur ...................................... 35:22
ÍR – Valur.............................................. 27:30
Fram – Haukar..................................... 24:34
Stjarnan – Grótta ................................. 24:26
Staðan:
FH 16 14 0 2 532:417 28
ÍBV 15 11 2 2 428:383 24
Valur 16 11 1 4 442:426 23
Selfoss 15 11 0 4 447:409 22
Haukar 16 10 1 5 456:401 21
Afturelding 15 7 1 7 403:405 15
ÍR 16 7 1 8 435:420 15
Stjarnan 16 5 3 8 432:435 13
Grótta 16 4 1 11 406:444 9
Fram 16 3 2 11 432:503 8
Víkingur 16 1 3 12 378:481 5
Fjölnir 15 1 3 11 388:455 5
Grill 66 deild karla
Haukar U – KA..................................... 24:19
Mílan – Akureyri .................................. 15:33
Staðan:
Akureyri 12 10 1 1 329:254 21
KA 12 10 0 2 298:239 20
Haukar U 12 8 1 3 325:270 17
HK 12 8 0 4 350:308 16
Þróttur 12 6 2 4 315:279 14
Valur U 12 5 2 5 290:276 12
ÍBV U 12 4 1 7 307:341 9
Stjarnan U 12 4 0 8 282:325 8
Mílan 12 1 1 10 243:326 3
Hvíti riddarinn 12 0 0 12 274:395 0
Olísdeild kvenna
Grótta – Stjarnan ................................. 22:36
Valur – Selfoss ...................................... 28:13
Haukar – ÍBV ....................................... 14:25
Staðan:
Valur 16 12 2 2 444:358 26
Haukar 16 11 2 3 390:349 24
Fram 15 10 2 3 436:350 22
ÍBV 16 10 2 4 462:394 22
Stjarnan 16 8 1 7 463:416 17
Selfoss 16 3 1 12 332:438 7
Grótta 16 1 2 13 333:454 4
Fjölnir 15 1 2 12 317:418 4
Grill 66 deild kvenna
KA/Þór – Fram U................................. 39:19
Staðan:
HK 12 9 3 0 346:236 21
KA/Þór 11 10 1 0 333:223 21
ÍR 12 8 0 4 329:291 16
FH 11 5 2 4 221:231 12
Víkingur 11 5 1 5 279:290 11
Fylkir 12 4 0 8 250:288 8
Afturelding 10 3 1 6 185:214 7
Fram U 12 2 0 10 247:334 4
Valur U 11 1 0 10 223:306 2
Danmörk
Bikarkeppnin, undanúrslit:
GOG – Aalborg .................................... 32:23
Arnór Atlason skoraði 4 mörk fyrir Aal-
borg en Janus Daði Smárason ekkert. Aron
Kristjánsson þjálfar liðið.
Tvis Holstebro – Ribe-Esbjerg .......... 26:25
Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir
Holstebro.
Úrslitaleikur:
Tvis Holstebro – GOG ......................... 26:21
Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir
Holstebro.
Bronsleikur:
Aalborg – Ribe-Esbjerg...................... 30:27
Arnór Atlason og Janus Daði Smárason
voru ekki á meðal markaskorara Aalborg.
Aron Kristjánsson þjálfar liðið.
A-deild kvenna:
Ajax – Aarhus United ........................ 20:30
Eva Björk Davíðsdóttir var ekki meðal
markaskorara Ajax.
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 3
mörk fyrir Aarhus.
Noregur
Elverum – Bodö ................................... 32:24
Þráinn Orri Jónsson var ekki meðal
markaskorara Elverum.
Svíþjóð
Ricoh – Hammarby ............................. 25:28
Daníel Freyr Andrésson ver mark Ri-
coh.
Örn Ingi Bjarkason var ekki í leik-
mannahópi Hammarby.
Spánn
Puerto Sagunto – Barcelona.............. 29:33
Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir
Barcelona.
Austurríki
Bikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit:
Stockerau – Hypo................................ 24:19
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1
mark fyrir Hypo.
EHF-bikar kvenna
C-riðill:
Byåsen – Gdynia .................................. 41:19
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 1 mark
fyrir Byåsen.
HANDBOLTI
Í HÖLLUNUM
Hjörvar Ólafsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Það var sáralítið sem skildi Val og
ÍR að þegar liðin mættust í 16. um-
ferð Olísdeildar karla í handbolta í
Austurbergi í gærkvöldi. Liðin
skiptust á að hafa forystuna í fyrri
hálfleik og eftir jafnan og spennandi
seinni hálfleik fór Valur með sigur
af hólmi. Lokatölur leiksins voru sú
staða þar sem mesti munurinn var á
liðunum í leiknum, en leikurinn end-
aði 30:27 Val í vil.
Sóknarleikur beggja liða var bæði
agaður og góður lungann úr
leiknum. Grétar Ari Guðjónsson,
markvörður ÍR, varði vel í fyrri
hálfleik, en Sigurður Ingiberg
Ólafsson, markvörður Vals, tók hins
vegar við sér í seinni hálfleik eftir
rólegan fyrri hálfleik.
Tapaðir boltar hjá ÍR á lykil-
augnablikum undir lok leiksins og
klúður í dauðafærum voru það sára-
litla sem skildi liðin að þegar allt
kom til alls. ÍR-ingar sýndu það enn
og aftur að liðið stendur bestu liðum
deildarinnar fyllilega á sporði.
Sigurinn er afar kærkominn fyrir
Val sem tapaði fyrsta leik sínum eft-
ir langt hlé gegn Selfossi í síðustu
umferð deildarinnar. ÍR mistókst
hins vegar að fylgja eftir góðum
sigri liðsins gegn Fjölni.
„Mér fannst við spila heilt yfir vel
í þessum leik og ég var sérstaklega
ánægður með sóknarleikinn. Mér
fannst Anton [Rúnarsson] stýra
leiknum vel og því sá ég ekki ástæðu
til þess að setja sjálfan mig inná,“
sagði Snorri Steinn Guðjónsson,
spilandi þjálfari Vals, í samtali við
Morgunblaðið eftir leik liðanna.
„Mér fannst við raunar spila
ágætlega á köflum á móti Selfossi í
síðasta leik, en að þessu sinni spil-
uðum við heilsteyptari leik og lönd-
uðum sætum sigri,“ sagði Snorri
Steinn enn fremur.
„Það er ofboðslega svekkjandi og
alger synd að fá ekkert út úr þess-
um leik. Við hefðum svo sannarlega
átt skilið að fá annaðhvort eitt eða
tvö stig miðað við frammistöðu
okkar í leiknum,“ sagði Bjarni
Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn.
„Við fórum illa að ráði okkar und-
ir lok leiksins og vorum klaufar í
nokkrum sóknaraðgerðum á ögur-
stundu. Við sýndum það hins vegar í
þessum leik að við getum unnið öll
liðin í deildinni á góðum degi. Það er
margt jákvætt sem við getum tekið
úr þessum leik þrátt fyrir tapið,“
sagði Bjarni upplitsdjarfur.
Framarar í basli
Haukar voru sterkari aðilinn frá
fyrstu mínútu til þeirrar síðustu
gegn Fram í Safamýrinni og var
34:24-sigur þeirra afar sannfærandi.
Það hefur verið mikið um meiðsli og
veikindi í herbúðum Hauka í vetur,
en nú er liðið orðið fullskipað og er
breiddin mikil. Haukamenn hafa
unnið báða leiki sína eftir áramót og
haldi þeir áfram að bæta leik sinn
jafnt og þétt, skal ekki afskrifa læri-
sveina Gunnars Magnússonar er í
úrslitakeppnina er komið. Framarar
áttu sín augnablik í leiknum, en
voru aldrei líklegir til að vinna
Hauka, með Björgvin Pál Gústavs-
son í stuði og Hákon Daða Styrm-
isson baneitraðan í hraðaupp-
hlaupum.
Fram hefur ekki unnið deildarleik
síðan um miðjan október og tapað
síðustu sjö leikjum. Fram fór langt
á glæsilegu hugarfari á síðustu leik-
tíð og bætti með því upp skort á
gæðum. Fram er að mestu skipað
sömu leikmönnum og síðasta vetur
en hugarfarið er öðruvísi og menn
eru farnir að hengja haus. Arnar
Birkir Hálfdánsson náði sér ekki á
strik og þá er voðinn vís fyrir Fram,
þó Andri Þór Helgason hafi átt stór-
leik og skorað 12 mörk. Það var
langt frá því að duga til.
Grótta vann sætan sigur á
Stjörnunni í Garðabæ, 26:24, og
kom sér fjær botninum. Liðið er nú
með 9 stig í 9. sæti, næst á eftir
Stjörnunni sem er með 13 stig. FH
vann afar öruggan sigur á Víkingi,
35:22, í Kaplakrika, en fresta þurfti
leik ÍBV og Fjölnis vegna veðurs.
Vonast er til að hann verði spilaður í
dag.
Sáralítið bil dugði til
Valsmenn unnu kærkominn sigur á ÍR-ingum í Breiðholti Óþarfi að spila
þegar Anton stýrir svona, segir Snorri Fram í vanda Grótta vann Stjörnuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Átök Bergvin Þór Gíslason úr ÍR og Ýmir Örn Gíslason úr Val eigast við í Breiðholtinu.
Framhús, úrvalsdeild karla, Olísdeild-
in, sunnudaginn 4. febrúar 2018.
Gangur leiksins: 1:2, 3:6, 5:8, 7:10,
9:12, 10:16, 12:18, 15:23, 19:25,
20:30, 23:32, 24:34.
Mörk Fram: Andri Þór Helgason
12/3, Valdimar Sigurðsson 4, Arnar
Birkir Hálfdánsson 4, Þorsteinn
Gauti Hjálmarsson 2, Viktor Gísli
Hallgrímsson 1, Svanur Páll Vil-
hjálmsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson
7, Daníel Þór Guðmundsson 4.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Hauka: Hákon Daði Styrm-
isson 8/1, Jón Þorbjörn Jóhannsson
4, Adam Haukur Baumruk 4, Pétur
Pálsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Atli
Már Báruson 3, Leonharð Þorgeir
Harðarson 3, Halldór Ingi Jónasson
2, Daníel Þór Ingason 2, Brynjólfur
Snær Brynjólfsson 1, Heimir Óli
Heimisson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
17/1, Andri Scheving 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Ramunas Mikalonis og
Þorleifur Árni Björnsson.
Fram – Haukar 24:34
Kaplakriki, úrvalsdeild karla, Olís-
deildin, sunnudaginn 4. febrúar
2018.
Gangur leiksins: Staðan í hálfleik
var 17:8 FH í vil.
Mörk FH: Jóhann Birgir Ingvarsson
8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Ágúst
Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 4,
Ásbjörn Friðriksson 3, Ísak Rafns-
son 3, Eyþór Örn Ólafsson 2, Jakob
Martin Ásgeirsson 1, Þorgeir
Björnsson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Markverðir: Birkir Fannar Bragason
og Ágúst Elí Björgvinsson.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Víkings: Egidijus Mikalonis 5,
Birgir Már Birgisson 4, Jakob Ingi
Stefánsson 3, Hjalti Már Hjaltason
3, Jónas Bragi Hafsteinsson 3,
Bjartur Heiðarsson 2, Víglundur
Jarl Þórsson 1, Ægir Hrafn Jónsson
1.
Markverðir: Hrafn Valdísarson og
Bjarki Garðarsson.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Jóhann Gunnar Jóhanns-
son og Sævar Árnason.
Áhorfendur: 395.
FH – Víkingur 35:22
TM Höllin, úrvalsdeild karla, Olís-
deildin, sunnudaginn 4. febrúar
2018.
Gangur leiksins: Staðan í hálfleik
var 11:10 Gróttu í vil.
Mörk Stjörnunnar: Egill Magnús-
son 8, Ari Magnús Þorgeirsson 3,
Starri Friðriksson 3, Sverrir Eyjólfs-
son 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Garð-
ar Benedikt Sigurjónsson 2, Eyþór
Magnússon 2, Andri Hjartar Grét-
arsson 1.
Markverðir: Sveinbjörn Pétursson
og Lárus Gunnarsson.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Gróttu: Bjarni Ófeigur Valdi-
marsson 6, Pétur Árni Hauksson 5,
Júlíus Þórir Stefánsson 4, Daði Lax-
dal Gautason 4, Sigurvin Jarl Ár-
mannsson 3, Gunnar Valdimar
Johnsen 2, Sveinn Jose Rivera 2.
Markverðir: Hreiðar Levý Guð-
mundsson og Arnar Sveinbjörns-
son.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Bjarni Viggósson og
Bjarki Bóasson.
Áhorfendur: 270.
Stjarnan – Grótta 24:26
Austurberg, úrvalsdeild karla, Olís-
deildin, sunnudaginn 4. febrúar
2018.
Gangur leiksins: 1:3, 5:4, 8:5, 8:9,
9:12, 14:15, 16:17, 19:18, 19:20,
22:23, 24:26, 27:30.
Mörk ÍR: Daníel Ingi Guðmundsson
6/2, Bergvin Þór Gíslason 6, Kristján
Orri Jóhannsson 3, Davíð Georgsson
3, Þrándur Gíslason Roth 3, Elías
Bóasson 2, Sturla Ásgeirsson 2/1,
Grétar Ari Guðjónsson 1, Aron Örn
Ægisson 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 9.
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon
7, Anton Rúnarsson 5/2, Alexander
Örn Júlíusson 4, Stiven Tobar Val-
encia 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3,
Ryuto Inage 3, Ýmir Örn Gíslason 2,
Orri Freyr Gíslason 1, Sveinn Aron
Sveinsson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafs-
son 7, Einar Baldvin Baldvinsson 1/1.
Utan vallar: 14 mínútur
Dómarar: Sigurður Þrastarson og
Svavar Ólafur Pétursson.
Áhorfendur: 350.
ÍR – Valur 27:30