Morgunblaðið - 05.02.2018, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Emily Cherotich, frá Kenía, tók fram
úr Anítu Hinriksdóttur úr ÍR á loka-
metrum 800 metra hlaupsins á
Reykjavíkurleikunum í Laugardals-
höll á laugardaginn og sigraði á
2:02,39 mínútum.
Cherotich er enginn nýgræðingur
og hefur til að mynda náð 2. sæti á
meistaramótinu í Kenía þar sem býr
eins og íþróttaunnendur þekkja
geysileg hlaupaþjóð ef þannig má að
orði komast. Hún er reyndur hlaup-
ari og er 32 ára gömul eða tíu árum
eldri en Aníta. Meghan Manley frá
Bandaríkjunum hafnaði í 3. sæti á
2:04,09 mínútum.
Aníta hljóp á 2:02,68 mínútum en
Íslandsmet hennar innanhúss er
2:01,18 mínútur frá því á Reykja-
víkurleikunum fyrir ári. Aníta var frá
æfingum í rúman mánuð síðasta
haust vegna meiðsla í kálfa en virðist
vera á réttri leið á nýju ári. Eftir
rúman mánuð fer fram heimsmeist-
aramót innanhúss í Birmingham og
þangað stefnir Aníta vitaskuld en
hún keppir næst í Þýskalandi á
þriðjudaginn. Þá mun hún hlaupa
1.500 metra hlaup.
Hlaupið var mjög spennandi og
aldrei munaði miklu á Anítu og
Cherotich. Þegar einn hringur var
eftir gaf Aníta í og tók forystuna.
Cherotich var hins vegar ferskari á
lokakaflanum og komst fram úr á
lokametrunum.
Barningur á brautinni
„Svona og svona,“ sagði Aníta þeg-
ar Morgunblaðið spurði hana hvort
hún væri ánægð með tímann. „Lág-
markið fyrir HM innanhúss er 2:02
mínútur og ég hefði viljað hlaupa á
betri tíma en það en einhvern veginn
æxlaðist þetta svona. Cherotich var
líka æst og þar af leiðandi var nokk-
uð um olnbogaskot, rykkingar og
baráttu um að vera fremst. Ég þarf
ennþá að öðlast meiri reynslu hvað
slík atriði varðar en á heildina litið
fann ég mig ágætlega. Ég náði að
auka hraðann til að reyna að vinna
en hélt það ekki alveg út og Chero-
tich er verðugur andstæðingur. Ég
fann að það var orka í stúkunni og
aðeins súrt að vinna ekki á heima-
velli,“ sagði Aníta sem átt hefur vel-
gengni að fagna á leikunum síðustu
árin.
Ekki líður nú langt á milli keppna
hjá Anítu þar sem hún flaug af landi
brott í gær og keppir á morgun í
Düsseldorf. „Já ég fer út strax í
fyrramálið (í gær) og þess vegna var
ágætt að fá daga hér heima fyrir
hlaupið á RIG. Það verður hálfgerð
frumraun hjá mér í 1.500 metra
hlaupi innanhúss og ég er spennt fyr-
ir því,“ sagði Aníta enn fremur, en
eins og fram kom í spjalli við hana í
Morgunblaðinu á dögunum mun hún
á næstunni skoða hvort 800 metr-
arnir eða 1.500 metrarnir henti henni
betur til lengri tíma litið.
Langt sigurstökk
Langstökkvarinn reyndi, Kristinn
Torfason úr FH, er ekki dauður úr
öllum æðum og sigraði í langstökki
með dramatískum hætti. Í síðasta
stökki sínu tók hann forystuna með
stökki upp á 7,66 metra og sigraði í
keppninni. Sló hann þar við keppi-
nautum frá Danmörku, Svíþjóð og
Finnlandi.
„Það er alltaf skemmtilegast að
hafa þetta þannig,“ sagði Kristinn og
hló þegar Morgunblaðið spurði hann
hvort um þjófnað hefði verið að ræða.
Kristinn er á 34. aldursári en stökkið
er fjórða lengsta sem hann hefur náð
í keppni innanhúss samkvæmt af-
rekaskrá FRÍ. „Ég er mjög ánægður
með þessa lengd enda er þetta með
bestu stökkum sem ég hef stokkið.“
Kristinn hefur ýmsum hnöppum að
hneppa utan íþróttanna og er til að
mynda hámenntaður. Er hann með
doktorsgráðu í eðlisfræði. Í ljósi ár-
angursins á Reykjavíkurleikunum er
forvitnilegt að vita hvort Kristinn æfi
eins mikið og þegar hann keppti á
stórmótum erlendis í íþróttinni.
„Ég æfi aðeins minna en ég gerði
fyrir átta árum eða svo en ég æfi
samt sem áður ennþá á fullu. Ég æfi
á hverjum degi og stundum tvisvar á
dag. Það má alltaf reyna að bæta sig
og ég er ekki hættur. Líkaminn er í
„Súrt að
vinna ekki á
heimavelli“
Gullverðlaunin í 800 fóru til Kenía
Jöfn keppni Aníta Hinriksdóttir í humátt á eftir Emily Cherotich frá Kenía í Laug
Rekstrartekjur Knattspyrnusambands Íslands á árinu 2017
voru tæplega 1.380 milljónir króna, eða 23 milljónum hærri
en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur ársins 2016 voru
mun hærri eða rúmir 3 milljarðar en munurinn skýrist fyrst
og fremst af tekjum vegna árangurs A-landsliðs karla á EM í
Frakklandi. Hagnaður ársins 2017 var 424.480 krónur, eftir
að tæpum 128 milljónum króna hafði verið ráðstafað til aðild-
arfélaga vegna ýmissa verkefna, og 52 milljónum úr mann-
virkjasjóði. Eignir KSÍ nema 1.145 milljónum króna og bók-
fært eigið fé í árslok er 539 milljónir.
KSÍ greiddi samtals 143 milljónir króna í laun vegna 18
stöðugilda á skrifstofu sambandsins í fyrra. Þar af fóru 11
milljónir króna í launauppgjör við Geir Þorsteinsson sem lét af störfum snemma
árs. Guðni Bergsson var kjörinn í hans stað en laun og bifreiðastyrkur til hans
námu 15 milljónum króna, og laun og bifreiðastyrkur til Klöru Bjartmarz fram-
kvæmdastjóra fyrir allt árið 2017 námu einnig 15 milljónum. sindris@mbl.is
Félögin fengu 180 milljónir
Guðni
Bergsson
Jórunn Harðardóttir stal senunni í skotíþróttakeppninni á
Reykjavíkurleikunum um helgina. Þessi sigursæla lands-
liðskona setti alls fjögur Íslandsmet á mótinu sem fram fór í
Egilshöll.
Í riðlakeppninni setti Jórunn Íslandsmet í keppni með
loftskammbyssu, þar sem hún skoraði 557 stig, sem og í
keppni með loftriffli, þar sem hún skoraði 604,9 stig.
Jórunn bætti svo um betur í úrslitum í báðum greinum þar
sem hún setti einnig tvö met með því að skora 219 stig í loft-
skammbyssu og 239,7 stig í loftriffli.
Tvö met voru sett í unglingaflokki kvenna. Ingibjörg
Ylfa Gunnarsdóttir bætti metið í loftskammbyssu með því
að fá 374 stig, en Viktoría Erla Þ. Bjarnarson í loftriffli með 562,3 stigum.
Þess ber að geta að breyting varð á reglum Alþjóðaskotíþróttasambandsins
(ISSF) í kvennakeppninni frá áramótum þannig að konur skjóta nú jafn-
mörgum skotum og karlar, 60 alls.
Fjögur Íslandsmet Jórunnar
Jórunn
Harðardóttir
England
Arsenal – Everton ................................... 5:1
Gylfi Þór Sigurðsson var á varamanna-
bekk Everton allan leikinn.
Burnley – Manchester City .................... 1:1
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði
mark Burnley og lék allan leikinn.
Bournemouth – Stoke .............................. 2:1
Brighton – West Ham.............................. 3:1
Leicester – Swansea ................................ 1:1
Manchester United – Huddersfield........ 2:0
WBA – Southampton ............................... 2:3
Crystal Palace – Newcastle..................... 1:1
Liverpool – Tottenham ............................ 2:2
Staðan:
Man. City 26 22 3 1 74:19 69
Man. Utd 26 17 5 4 51:18 56
Liverpool 26 14 9 3 59:31 51
Chelsea 25 15 5 5 45:19 50
Tottenham 26 14 7 5 51:24 49
Arsenal 26 13 6 7 51:35 45
Burnley 26 9 9 8 21:23 36
Leicester 26 9 8 9 38:35 35
Bournemouth 26 8 7 11 30:37 31
Everton 26 8 7 11 29:45 31
Watford 25 7 6 12 33:44 27
West Ham 26 6 9 11 32:46 27
Brighton 26 6 9 11 21:35 27
Crystal Palace 26 6 9 11 24:39 27
Southampton 26 5 11 10 28:38 26
Newcastle 26 6 7 13 24:36 25
Swansea 26 6 6 14 19:37 24
Stoke 26 6 6 14 26:52 24
Huddersfield 26 6 6 14 19:46 24
WBA 26 3 11 12 21:37 20
B-deild:
Leeds – Cardiff ........................................ 1:4
Aron Einar Gunnarsson lék ekki með
Cardiff vegna meiðsla.
Reading – Millwall................................... 0:2
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn
fyrir Reading en Axel Óskar Andrésson
var ekki í leikmannahópnum.
Aston Villa – Burton ............................... 3:2
Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir
Villa.
Staðan:
Wolves 30 21 5 4 54:22 68
Derby 30 16 9 5 47:23 57
Aston Villa 30 16 8 6 46:27 56
Cardiff 29 16 6 7 44:26 54
Fulham 30 14 9 7 51:35 51
Bristol City 30 14 9 7 42:33 51
Preston 30 12 12 6 37:29 48
Sheffield Utd 30 14 4 12 42:36 46
Middlesbrough 30 13 6 11 38:28 45
Leeds 30 13 5 12 41:37 44
Brentford 30 11 10 9 42:39 43
Ipswich 30 13 4 13 43:41 43
Norwich 30 12 7 11 30:33 43
Millwall 30 9 11 10 35:33 38
QPR 30 9 9 12 32:42 36
Nottingham F. 30 11 2 17 35:48 35
Sheffield Wed. 30 7 12 11 31:37 33
Reading 30 8 8 14 33:39 32
Birmingham 30 8 6 16 22:41 30
Bolton 29 7 8 14 27:46 29
Barnsley 30 6 9 15 29:44 27
Hull 30 5 11 14 40:47 26
Sunderland 30 5 10 15 31:52 25
Burton 30 6 6 18 24:58 24
Þýskaland
Augsburg – Eintracht Frankfurt ...........3:0
Alfreð Finnbogason hjá Augsburg er frá
keppni vegna meiðsla.
Schalke – Werder Bremen .................... 1:2
Aron Jóhannsson kom inn á hjá Werder
Bremen á 56. mínútu.
Staðan:
Bayern M. 21 17 2 2 51:16 53
Leverkusen 21 9 8 4 41:27 35
RB Leipzig 21 10 5 6 33:29 35
Dortmund 21 9 7 5 45:29 34
Schalke 21 9 7 5 33:27 34
E.Frankfurt 21 9 6 6 26:23 33
Augsburg 21 8 7 6 32:26 31
Mönchengladb. 21 9 4 8 30:33 31
Hoffenheim 21 7 7 7 32:33 28
Hannover 21 7 7 7 29:31 28
Hertha Berlín 21 6 9 6 28:28 27
Freiburg 21 5 10 6 22:35 25
Wolfsburg 21 4 12 5 24:25 24
Stuttgart 21 6 3 12 17:27 21
Werder Bremen 21 4 8 9 18:26 20
Mainz 21 5 5 11 24:37 20
Hamburger 21 4 5 12 17:30 17
Köln 21 3 4 14 17:37 13
Holland
PSV – Zwolle............................................ 4:0
Albert Guðmundsson kom inn á hjá PSV
á 77. mínútu og lagði upp fjórða markið.
Excelsior – Utrecht ................................. 2:2
Ögmundur Kristinsson sat allan tímann
á varamannabekk Excelsior.
Sparta Rotterdam – Willem II ............... 1:0
Kristófer Ingi Kristinsson sat allan tím-
ann á varamannabekk Willem II.
Belgía
Lokeren – Standard Liege ..................... 0:3
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyr-
ir Lokeren.
Skotland
Aberdeen –Hamilton............................... 3:0
Kári Árnason var allan tímann á vara-
mannabekk Aberdeen.
Ísrael
Maccabi Tel-Aviv – Hapoel Beer Sheva 1:0
Viðar Örn Kjartansson var á vara-
mannabekk Maccabi Tel-Aviv allan tímann.
KNATTSPYRNA
Dramatíkin var allsráðandi á An-
field í Liverpool í gær þegar Tott-
enham Hotspur kom í heimsókn.
Leikmenn Tottenham voru vænt-
anlega fullir sjálfstrausts eftir
sannfærandi sigur á Manchester
United á dögunum. Þeim var
kippt niður á jörðina eftir einungis
tveggja mínútna leik þegar Moha-
med Salah skoraði fyrir Liverpool.
Staðan var 1:0 þar til tíu mín-
útur voru eftir af venjulegum leik-
tíma. Victor Wanyama smellhitti
þá tuðruna fyrir utan vítateig
Liverpool og fast skot hans hafn-
aði efst í markhorninu. Mark sem
verður vafalítið talið eitt af mörk-
um tímabilsins.
Harry Kane fór á vítapunktinn
sjö mínútum síðar en Loris Karius
varði frá honum. Kane fór aftur á
punktinn í uppbótartíma og skor-
aði þá og jafnaði 2:2. Í millitíðinni
hafði Salah skorað laglegt mark
og nýtti sér undarlega varn-
artilburði leikmanna Tottenham.
Leikmönnum Liverpool gramd-
ist mjög vítaspyrnudómarnir í
leiknum. „Ég er reiður en ég get
engu breytt og hverjar eru þá
mínar skyldur? Að búa til fyrir-
sagnir? Að láta refsa mér? Borga
sekt? Ef ég segði það sem mér
býr í brjósti þá myndi ég þurfa að
greiða hæstu sekt í fótboltaheim-
inum. Í því er ekkert vit,“ sagði
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, þegar BBC spurði hann
út í vítaspyrnudómana að leiknum
loknum.
Alexis Sanchez, Henrikh Mkhit-
aryan og Pierre-Emerick Auba-
meyang fara allir vel af stað á nýj-
um vinnustöðum og létu allir að
sér kveða í sigrum United og
Arsenal. kris@mbl.is
Yrði hæsta sekt í fótboltaheiminum
AFP
Knús Harry Kane og Jürgen Klopp þakka hvor öðrum fyrir leikinn á Anfield.