Morgunblaðið - 12.02.2018, Page 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018
Nú þegar Vetur konungur
ræður ríkjum hér á norðurhjara
veraldar og veldur því að mörg-
um kappleikjum helgarinnar
hér heima var frestað leiðir
bakvörðurinn hugann að fyrri
leik Östersund og Arsenal í 32
liða úrslitum Evópudeildar
karla í knattspyrnu sem háður
verður í skíðabænum Öster-
sund á fimmtudaginn kemur.
Östersund hefur skotist
hratt upp metorðastigann bæði
í sænskum fótbolta og nú evr-
ópskum undir stjórn Englend-
ingsins Grahams Potters und-
anfarin ár. Östersund hefur frá
stofnun árið 1996 mestmegnis
leikið í þriðju efstu deild í Sví-
þjóð, en árið 2013 tryggði liðið
sér sæti í næstefstu deild í
fyrsta skipti í sögu félagsins og
þreytti siðan frumraun sína í
efstu deild árið 2016.
Þær aðstæður sem leikið
verður við á Jämtkraft Arena,
heimavelli Östersund, eru
nokkuð frábrugðnar því sem
leikmenn og forráðamenn Ars-
enal eiga að venjast. Jämtkraft
Arena er gervigrasvöllur og
stúkan sem umlykur gervigras-
ið tekur um það bil 9.000
manns í sæti.
Þá greindi Haraldur Björns-
son, núverandi markvörður
Stjörnunnar, sem var á mála
hjá Östersund á árunum 2014
til 2016, frá því í skemmtilegu
spjalli í þættinum fotbolti.net á
X-inu á laugardaginn að frostið
færi allt niður í 30 gráður á
þessum tíma árs.
Bakvörður dagins er hrif-
inn af öskubuskuævintýrum og
það er einlæg von hans að Pot-
ter sveifli töfrasprotanum og
nái að galdra fram óvænt úrslit
í fyrri leik liðanna og skapa
spennu fyrir seinni viðureign-
ina.
BAKVÖRÐUR
Hjörvar Ólafsson
hjorvaro@mbl.is
ENSKI BOLTINN
Hjörvar Ólafsson
hjorvaro@mbl.is
Manchester City færðist nær því að
tryggja sér enska meistaratitilinn í
knattspyrnu karla eftir leiki helg-
arinnar í deildinni.
Sergio Agüero héldu engin bönd
þegar liðið lagði Leicester City að
velli, 5:1, og þegar upp var staðið
hafði hann skorað fjögur mörk í
þriðja skipti í ensku úrvalsdeildinni.
Engum öðrum leikmanni hefur tekist
að skora jafn oft fjögur mörk í deild-
arleik síðan enska úrvalsdeildinn var
sett á laggirnar.
Kevin De Bruyne lagði upp þrjú
marka Manchester City í leiknum, en
hann er stoðsendingahæsti leik-
maður deildarinnar á yfirstandandi
leiktíð með 14 stoðsendingar.
Til að setja jarðarberið á kökuna
fyrir fylgismenn Manchester City
tapaði Manchester United með einu
marki gegn engu þegar liðið mætti
Newcastle United í gær.
José Mourinho, knattspyrnustjóri
Manchester United, lét hafa það eftir
í samtali við breska blaðamenn í síð-
ustu viku að hann teldi enga þörf á að
bæta við sóknarmönnum til félagsins
næsta sumar.
Það er spurning hvort Mourinho
hafi snúist hugur hvað það varðar
eftir leikinn í gær. Þung sókn liðsins
bar ekki árangur í leiknum og sókn-
armönnum liðsins voru mislagðir
fætur þegar þeir komust framhjá vel
skipulagðri vörn Newcastle United
sem Rafael Benitez hafði skipulagt.
Chris Smalling færði Newcastle
United síðan aukapspyrnu um mið-
bik seinni hálfleiks með kjánalegri
dýfu á miðjum vellinum. Eftir auka-
spyrnuna barst boltinn til Matts
Ritchies sem skoraði sigurmark
leiksins.
Fyrir aftan þétta vörn Newcastle
United stóð slóvakíski markvörð-
urinn Martin Dúbravka, sem gekk til
liðs við liðið undir lok janúar-
gluggans, sig afar vel. Dúbravka, sem
var að leika sinn fyrsta leik fyrir
Newcastle United, varði nokkrum
sinnum meistaralega í leiknum og
stuðningsmenn liðsins hafa hugsað
hlýlega til hans á leið heim frá St.
James’ Park. Stuðningsmenn New-
castle United hafa ekki gengið með
hlýju í hjarta frá St. James’ Park sið-
an í október á síðasta ári, en það var
þá sem síðasti heimasigur liðsins í
deildinni kom.
Tottenham gerði Arsenal grikk
Tottenham Hotspur hafði betur
gegn nágrönnum sínum og erkifjend-
um, Arsenal, 1:0, þegar liðin mættust
á Wembley á laugardaginn. Það var
Harry Kane sem skoraði sigurmark
Tottenham Hotspur, en Kane er
markahæsti leikmaður deildarinnar
með 23 mörk.
Von Arsenal um að tryggja sér
sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu
leiktíð er orðin ansi fjarlæg eftir úr-
slit helgarinnar. Arsenal er sjö stig-
um á eftir Tottenham Hotspur sem
vermir fjórða sæti deildarinnar eins
og sakir standa.
Liverpool endurheimti svo þriðja
sæti deildarinnar og færði sig nær
Manchester United sem situr í þriðja
sæti deildarinnar með 2:0-sigri sínum
gegn Southampton í gær. Liverpool
er nú tveimur stigum á undan Totten-
ham Hotspur og tveimur stigum á
eftir Manchester United. Chelsea
getur svo skotist upp í fjórða sæti
deildarinnar með sigri gegn, WBA,
þegar liðin mætast í kvöld.
Sergio Agüero reimaði á
sig skotskóna í hálfleik
Forskot Manchester City jókst Arsenal fjarlægist Meistaradeild Evrópu
AFP
Markanef Agüero skorar eitt fjögurra marka sinna í sigri Manchester City gegn Leicester City á laugardaginn.
Einherjar töpuðu naumlega fyrir Carinthian Lions frá
Austurríki, 14:19, þegar liðin mættust í ruðningi, eða
amerískum fótbolta, í Kórnum í Kópavogi á laugar-
dagskvöld.
Austurríska liðið komst í 19:7 en Einherjar minnk-
uðu muninn og áttu möguleika á að tryggja sér sig-
urinn á lokamínútunni en leikmenn Carinthian vörðust
vel og héldu fengnum hlut.
Morgunblaðið/Hari
Barátta Hart barist í viðureign Einherja og Carinthean Lions í Kórnum.
Naumt tap hjá liði Einherja
KA lagði Stjörnuna tvívegis í Miz-
unodeild karla í blaki um helgina og
er liðið í mjög vænlegri stöðu hvað
varðar deildarmeistaratitilinn. HK
fór á Norðfjörð og tapaði fyrri leikn-
um en vann þann síðari. Um næstu
helgi fer HK til Akureyrar og mætir
KA í tvígang.
KA vann Stjörnuna 3:0 á laug-
ardaginn (25:22, 25:15 og 25:23) og 3:1
í gær (28:30, 25:13, 25:18 og 25:19)
Á Norðfirði vann Þróttur lið HK,
sem er í öðru sæti deildarinnar, 3:1 á
laugardaginn (25:22, 14:25, 25:21 og
26:24) og í gær þurfti oddahrinu til að
knýja fram úrslit og þar hafði HK
betur 15:13. Annars lauk hrinunum
24:26, 25:20, 25:22 og 25:27.
KA er sex stigum á undan HK og
leikirnir á Akureyri um næstu helgi
því mikilvægir.
Tveir leikir voru í Mizunodeild
kvenna og lauk þeim báðum með 3:0-
sigri heimaliðsins. Völsungar lögðu
Stjörnuna 3:0 og í toppslag Þróttar
og Aftureldingar í Neskaupstað
höfðu heimakonur betur 3:0.
Leikurinn á Norðfirði var vægast
sagt sveiflukenndur en hrinurnar
enduðu 25:11, 34:32 og 25:18. Með
sigrinum eru Þróttarar komnir með
aðra höndina á
deildarmeist-
aratitilinn, en
hann er þó ekki al-
veg í höfn.
Þróttur vann
fyrstu hrinuna
næsta auðveldlega
og í þeirri næstu
var liðið komið í
20:12. Afturelding
jafnaði 24:24 en
Þróttur hafði síðan betur á spennandi
lokaspretti, 34:32.
Í þriðju hrinu komst Afturelding í
10:4 og 17:11 en þá komu tólf stig í röð
hjá heimakonum og staðan 23:17 og
lauk hrinunni 25:18 og 3:0-sigur í höfn.
Stigahæst hjá Þrótti var Paula Del
Olmo Gomez með 15 stig og hjá Aftur-
eldingu Fjóla Rut Svavarsdóttir með
11.
Á Húsavík hefndu heimakonur fyr-
ir tapið gegn Stjörnunni á föstudaginn
en þá vann Garðabæjarliðið 3:1. Á
laugardaginn vann Völsungur 3:0,
27:25, 25:21 og 25:16. Stigahæst í
leiknum var Erla Rán Eiríksdóttir úr
Stjörnunni með 18 stig. Camilla Joh-
ansson var með 13 stig hjá Völs-
ungum.
KA styrkti stöðu
sína á toppnum
Hjá konunum stendur Þróttur vel
Erla Rán
Eiríksdóttir